Innlent

Þingfundi aflýst og flokkar funda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi á fimmtudögum.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi á fimmtudögum. vísir/ernir
Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi sem fara átti fram í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin er fallin. Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. Þingflokkarnir eru ýmist á fundum eða ætla að funda í dag. 

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur á von á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra muni skila umboði sínu til Guðna Th. Jóhannessonar sem muni í framhaldinu óska eftir því við Bjarna að hann sitji áfram í starfsstjórn.

Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×