Segir handahófskennd vinnubrögð Sigríðar siðferðilega ámælisverð Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 14:47 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm „Samkvæmt fréttaflutningi er dómsmálaráðherra tæplega samkvæm sjálfri sér,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Mánuði fyrr hafði ráðuneyti Sigríðar tilkynnt að það mæti það svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. „Hún virðist brjóta þá meginreglu sem hún segist starfa eftir,“ segir Henry Alexander. „Slík ósamkvæmni er oft siðferðilega gagnrýnisverð. Hún taldi sig hins vegar vera að gera það rétta í stöðunni og við brjótum oft reglur þegar okkur finnst meiri siðferðilegir hagsmunir í húfi. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða hagsmunir voru þarna í húfi aðrir en stjórnmálalegs eðlis,“ segir Henry Alexander.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.Vísir/ErnirHann veltir því upp hvort Sigríði hafi metið það svo að samráðherra hennar hafi átt rétt á að fá þessar upplýsingar, annað hvort á persónulegum forsendum eða sem nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnar. „Hver svo sem hugsunin var er niðurstaðan sú að þetta kemur fyrir sem handahófskennd vinnubrögð sem svo er ekki fylgt eftir með nægilega ábyrgum hætti þar sem tekið er tillit til eðli málsins." Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
„Samkvæmt fréttaflutningi er dómsmálaráðherra tæplega samkvæm sjálfri sér,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Mánuði fyrr hafði ráðuneyti Sigríðar tilkynnt að það mæti það svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. „Hún virðist brjóta þá meginreglu sem hún segist starfa eftir,“ segir Henry Alexander. „Slík ósamkvæmni er oft siðferðilega gagnrýnisverð. Hún taldi sig hins vegar vera að gera það rétta í stöðunni og við brjótum oft reglur þegar okkur finnst meiri siðferðilegir hagsmunir í húfi. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða hagsmunir voru þarna í húfi aðrir en stjórnmálalegs eðlis,“ segir Henry Alexander.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.Vísir/ErnirHann veltir því upp hvort Sigríði hafi metið það svo að samráðherra hennar hafi átt rétt á að fá þessar upplýsingar, annað hvort á persónulegum forsendum eða sem nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnar. „Hver svo sem hugsunin var er niðurstaðan sú að þetta kemur fyrir sem handahófskennd vinnubrögð sem svo er ekki fylgt eftir með nægilega ábyrgum hætti þar sem tekið er tillit til eðli málsins." Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44