Leiðrétta forsætisráðherra og segja enga niðurstöðu liggja fyrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2017 22:23 Bjarni Benediktsson segist hafa sínar upplýsingar frá Sjálfstæðismönnum í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. vísir/vilhelm „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03