Sport

Einherjar mæta í kvöld sterkasta liði sem hefur komið til Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Einherjar
Það verður stórleikur í amerískum fótbolta í Kórnum í Kópavogi í kvöld þegar Einherjar mæta breska liðinu Ouse Valley Exiles. Þetta er stærsti viðburður til þessa í amerískum fótbolta á Íslandi.

Það er óhætt að segja að lið Bretanna komi vel mannað til Íslands. Þegar sú ákvörðun var tekin að Exiles myndu halda til Íslands var ljóst að ekki mynd nást í fullmannað lið. Brugðist var við með að senda út opið boð til leikmanna annarra breskra liða og var greinilegur áhugi þar en færri komust að en vildu.

Í kjölfarið var ákveðið að Exiles kæmu til Íslands í september með 60 leikmenn úr hátt í 20 mismunandi liðum, meðal annars frá margföldum Bretlandsmeisturum London Warriors og enska landsliðinu í amerískum fótbolta.

Það er því ótvírætt að aldrei hefur sterkara lið komið til Íslands.

Einherjar hafa áður sýnt að þeir eru ekkert lamb að leika sér við. fyrst með 50-0 sigri á norska liðinu Åsane Seahawks en einnig með naumu tapi gegn fyrrum Noregsmeisturum Eidsvoll 18-14. Síðasti leikur Einherja, var síðan 48-14 sigur á þýska liðinu Starnberg Argonauts, sem vakti mikla athygli í heimi amerísks fótbolta en nú er mál fyrir íslenska liðið að fylgja því eftir.

Leikurinn hefst klukkan  20:00 í kvöld og hægt verður að hvetja áfram Einherja í Kórnum í Kópavogi auk þess sem leikurinn verður sýndur beint á vefsíðu Sport TV.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×