Viðbúnaðarstig hækkað í Lundúnum: Óttast fleiri árásir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 09:48 Hermenn koma til með að standa vörð á götum Lundúnarborgar. Vísir/AFP Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Lundúnum vegna sprengjuárásar sem gerð var í borginni í gær. Theresa May tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld. May sagði í yfirlýsingu sinni að sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að greina hryðjuverkaógn hafi metið það sem svo að réttast væri að hækka viðbúnaðarstigið. „Mat þeirra [stofnunarinnar] bendir til þess að fleiri árásir gætu verið yfirvofandi,“ sagði May. Hærra viðbúnaðarstig felur meðal annars í sér að hermenn eru gerðir sýnilegir á götum borgarinnar og vopnaburður lögreglu er að sama skapi aukinn. „Almenningur kemur til með að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna, bæði á götum úti og nærri almenningssamgöngum,“ sagði May og bætti við að slíkt myndi fela í sér aukna vernd fyrir Lundúnarbúa meðan á rannsókninni stendur. Sjá einnig: Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni. 29 eru særðir eftir árásina, sem gerð var í Parsons Green lestarstöðinni í Lundúnum. Enginn er í lífshættu. Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar lögregla nú árásarmannsins. Lögreglan lýsti því yfir í kjölfar árásinnar að ólíklegt teldist að árásirnar yrðu fleiri en greining fyrrnefndrar stofnunar hefur nú leitt annað í ljós. Yfirlýsingu May má sjá hér fyrir neðan. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Lundúnum vegna sprengjuárásar sem gerð var í borginni í gær. Theresa May tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld. May sagði í yfirlýsingu sinni að sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að greina hryðjuverkaógn hafi metið það sem svo að réttast væri að hækka viðbúnaðarstigið. „Mat þeirra [stofnunarinnar] bendir til þess að fleiri árásir gætu verið yfirvofandi,“ sagði May. Hærra viðbúnaðarstig felur meðal annars í sér að hermenn eru gerðir sýnilegir á götum borgarinnar og vopnaburður lögreglu er að sama skapi aukinn. „Almenningur kemur til með að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna, bæði á götum úti og nærri almenningssamgöngum,“ sagði May og bætti við að slíkt myndi fela í sér aukna vernd fyrir Lundúnarbúa meðan á rannsókninni stendur. Sjá einnig: Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni. 29 eru særðir eftir árásina, sem gerð var í Parsons Green lestarstöðinni í Lundúnum. Enginn er í lífshættu. Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar lögregla nú árásarmannsins. Lögreglan lýsti því yfir í kjölfar árásinnar að ólíklegt teldist að árásirnar yrðu fleiri en greining fyrrnefndrar stofnunar hefur nú leitt annað í ljós. Yfirlýsingu May má sjá hér fyrir neðan.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45
Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47