Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 19:48 Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. vísir/stefán Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru. Uppreist æru Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru.
Uppreist æru Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent