Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 17:09 Viðreisn hafði ekki gefið út hvort að hún myndi taka þátt í starfsstjórn eftir stjórnarslitin. Vísir/Anton brink Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira