Lífið

Kórar Íslands: Karlakór Vestmannaeyja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason.
Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason.
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fyrsti þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.

Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast þessum Karlakór Vestmannaeyja sem kemur fram í fyrsta þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.

Karlakór Vestmannaeyja

Karlakór Vestmannaeyja í núverandi mynd var formlega endurstofnaður á fjölmennum fundi 31. maí 2015, en þá höfðu æfingar staðið yfir í hálfan annan mánuð. Sögu Karlakórs Vestmannaeyja má rekja aftur til ársins 1941 en kórinn hélt úti öflugu starfi um ríflega 20 ára skeið en lág í dvala í rúm 50 ár.

Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason og eru löglegir meðlimir í dag eru 42 og hefur þátttaka í verkefnum verið í kring um 35 að meðaltali sem verður að teljast nokkuð gott.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.