Tekin í bólinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. september 2017 06:00 Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun