Innlent

7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Talið er að um 80% íbúa Texas séu ekki tryggðir fyrir flóðskemmdum.
Talið er að um 80% íbúa Texas séu ekki tryggðir fyrir flóðskemmdum. Vísir/EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana. Upphæðin nemur um 822 milljörðum íslenskra króna og er búist við því að enn meira fjármagn þurfi þegar lengra er liðið frá ofsaveðrinu og allar skemmdirnar koma í ljós.

Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harvey og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum.

Búist er við því að Trump heimsæki Texas í annað skiptið eftir fellibylinn í dag.

Tæplega 500 þúsund manns hafa sótt um einhverskonar stuðning til að koma undir sig fótunum á ný, samkvæmt Mick Mulvaney, fjármálastjóra Hvíta hússins, en talið er að um 80% íbúa Texas séu ekki tryggðir fyrir flóðskemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×