Of varfærin uppstilling Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2017 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum sár og svekktur þegar hann gekk af velli eftir 1-0 tap íslenska landsliðsins gegn því finnska á laugardaginn. Ísland þarf núna nauðsynlega að vinna Úkraínu. vísir/ernir Glæsimark Alexanders Ring með skoti beint úr aukaspyrnu réði úrslitum í leik Finnlands og Íslands í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Markið kom strax eftir átta mínútna leik. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma og vera miklu meira með boltann tókst íslenska liðinu ekki að brjóta finnsku vörnina á bak aftur. Ísland fékk fá færi í leiknum og átti aðeins tvo skot á finnska markið. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reyndi að breyta gangi mála með tvöfaldri skiptingu á 59. mínútu. Sautján mínútum síðar fékk annar varamannanna, Rúrik Gíslason, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot í kjölfar þess að hann missti boltann klaufalega frá sér. Eftir brottreksturinn opnuðust stór svæði í vörn Íslendinga sem Finnar voru nálægt því að nýta sér. Mörkin urðu þó ekki fleiri og finnska liðið fagnaði sínum fyrsta sigri í undankeppninni. „Þetta var jafn leikur. En þeir voru yfir í baráttunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir mættu grjótharðir til leiks og felldu okkur svolítið á eigin bragði,“ sagði Reynir Leósson þegar Fréttablaðið leitaði álits hans á leiknum og frammistöðu íslenska liðsins í honum.Engir aukvisar Þótt uppskera finnska liðsins í undankeppninni hafi verið rýr er ýmislegt í það spunnið. Íslendingar fengu svo sannarlega að kynnast því, bæði í leiknum á Laugardalsvelli fyrir ári, þar sem Finnar komust tvisvar yfir en enduðu á því að tapa 3-2, og í Tampere á laugardaginn. „Finnar eru ekki lélegir í fótbolta, það er langur vegur frá. Engu að síður erum við með töluvert betra lið og töluvert betri leikmenn í flestum leikstöðum. Á okkar degi eigum við að vinna finnska liðið,“ sagði Reynir. Heimir hélt sig við sama byrjunarlið og í sigrinum á Króatíu í júní. Emil Hallfreðsson var við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni og Gylfi Þór Sigurðsson aðeins fyrir aftan Alfreð Finnbogason í framlínunni. Reynir hefði viljað sjá Gylfa spila með Aroni á miðjunni, eins og hann hefur gert undanfarin ár, og annan framherja með Alfreð.Bestir með Gylfa á miðjunni „Mér fannst við of varfærnir. Ég hefði viljað hafa Gylfa neðar á vellinum, til að komast fyrr í boltann. Mér finnst íslenska liðið virka best þegar hann spilar inni á miðjunni með Aroni. Miðað við leikstílinn okkar, og hvernig Kári [Árnason] og Ragnar [Sigurðsson] spila út úr vörninni, finnst mér við verða að vera með stærri mann með Alfreð frammi. Við erum oft að lyfta boltanum fram og það er ekki leikurinn fyrir Alfreð og Gylfa,“ sagði Reynir. „Ég hefði viljað sjá Jón Daða [Böðvarsson] eða Björn Bergmann [Sigurðarson] byrja leikinn. Við erum ekkert verri varnarlega með þá. Þeir eru báðir duglegir og vinnusamir. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst uppstillingin ekki virka.“ Alfreð átti ekki góðan leik gegn Finnum, gekk bölvanlega að halda boltanum og missti hann alltof oft. Það ber þó að nefna að Alfreð fékk litla vernd frá slökum tékkneskum dómara. Hann fékk olnbogaskot í fyrri hálfleik og þá slapp Robin Lod með gult spjald þegar hann fór með takkana í legginn á Alfreð.Alfreð hentar ekki einn frammi „Alfreð myndi held ég blómstra með annaðhvort Jóni Daða eða Birni Bergmann. Í okkar leikstíl finnst mér hann ekki henta einn uppi á topp,“ sagði Reynir. „Þótt Gylfi hafi verið með honum þarna er hvorugur þeirra þannig leikmaður að þeir séu góðir í því að fá lengri sendingar eða vinna mikið með mann í bakinu. Við viljum að Gylfi snúi fram þegar hann fær boltann. Hann er okkar langbesti leikmaður og það er lykilatriði að hann fái boltann sem oftast.“Risaleikur annað kvöld Eftir úrslitin í I-riðli um helgina er ljóst að toppsætið er nánast runnið Íslandi úr greipum. Íslendingar eru sem stendur einu stigi á eftir Úkraínumönnum sem sitja í 2. sætinu en þessi lið mætast í gríðarlega mikilvægum leik á Laugardalsvellinum annað kvöld. „Núna er stefnan sett á 2. sætið. Þetta er risaleikur. Ég átti ekkert endilega von á því að Ísland myndi berjast um HM-sæti eftir frábært EM. Maður hélt að þynnkan kæmi. En strákarnir hafa spilað ótrúlega vel í þessari keppni og það er stutt í að ná í þetta 2. sæti,“ sagði Reynir að lokum.vísir/ernirGylfi hefur oft spilað betur en gegn Finnum.vísir/ernirvísir/ernirAlfreð átti erfitt uppdráttar.vísir/ernirLukas Hradecky, markvörður Finna, grípur inn í.vísir/ernir HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Gylfi: Ekkert jákvætt úr leiknum Gylfi Þór Sigurðsson var ekki sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í 0-1 tapinu gegn Finnum í undankeppni Heimsmeistarmótsins í Rússlandi. 2. september 2017 19:16 Aron Einar: Sem betur fer annar leikur á þriðjudag Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði að það hafi ekki verið margt jákvætt í leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 1-0 tap gegn Finnum ytra í kvöld. 2. september 2017 19:13 Aron Einar: VIð vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Finnlandi í dag en hann segir mikilvægt að menn gleymi þessu strax í kvöld og hefji undirbúning fyrir leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 18:30 Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57 Twitter: Dómarinn í eldlínunni Eins og alltaf þegar stór viðburður á sér stað lætur samfélagið vel í sér heyra á Twitter. Landsleikur Finnlands og Íslands er engin undantekning 2. september 2017 16:38 Þjálfari Finna: Náðum fram hefndum Markku Kanerva, þjálfari Finna, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Íslendingum í Tampere í undankeppni HM í dag. 2. september 2017 19:24 Jóhann Berg: Erum enn í frábærum séns "Þessi úrslit eru gífurleg vonbrigði,” sagði vængmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við Arnar Björnsson eftir 1-0 tap Íslands gegn Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 2. september 2017 19:23 Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Heimir Hallgrímsson sagði sína menn hafa gleymt sér í pirringi yfir dómgæslunni í 0-1 tapi gegn Finnlandi ytra í dag en íslenska liðið fékk átta gul spjöld í dag og náði í raun aldrei takti. 2. september 2017 18:15 Viðar Örn inn fyrir Rúrik Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á kostnað Rúriks Gíslasonar. 3. september 2017 16:37 Sjáðu fjörið í Íslendingalestinni | Myndband Gleðin var við völd hjá íslensku stuðningsmönnunum í lestinni frá Helsinki til Tampere. 2. september 2017 15:57 Hannes: Hittum ekki á okkar besta dag Hannes Halldórsson sagðist hafa haft það á tilfinningunni að Íslendingar ættu undir högg að sækja í dag í leiknum gegn Finnum í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta 2. september 2017 19:31 Heimir: Engin skömm að tapa hér þótt að það séu allir drullu svekktir Heimir fannst sínir menn missa einbeitinguna yfir slakri dómgæslu í tapi gegn Finnlandi í dag en hann sagði að eina svar liðsins væri að mæta af krafti í leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 19:45 Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Glæsimark Alexanders Ring með skoti beint úr aukaspyrnu réði úrslitum í leik Finnlands og Íslands í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Markið kom strax eftir átta mínútna leik. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma og vera miklu meira með boltann tókst íslenska liðinu ekki að brjóta finnsku vörnina á bak aftur. Ísland fékk fá færi í leiknum og átti aðeins tvo skot á finnska markið. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reyndi að breyta gangi mála með tvöfaldri skiptingu á 59. mínútu. Sautján mínútum síðar fékk annar varamannanna, Rúrik Gíslason, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot í kjölfar þess að hann missti boltann klaufalega frá sér. Eftir brottreksturinn opnuðust stór svæði í vörn Íslendinga sem Finnar voru nálægt því að nýta sér. Mörkin urðu þó ekki fleiri og finnska liðið fagnaði sínum fyrsta sigri í undankeppninni. „Þetta var jafn leikur. En þeir voru yfir í baráttunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir mættu grjótharðir til leiks og felldu okkur svolítið á eigin bragði,“ sagði Reynir Leósson þegar Fréttablaðið leitaði álits hans á leiknum og frammistöðu íslenska liðsins í honum.Engir aukvisar Þótt uppskera finnska liðsins í undankeppninni hafi verið rýr er ýmislegt í það spunnið. Íslendingar fengu svo sannarlega að kynnast því, bæði í leiknum á Laugardalsvelli fyrir ári, þar sem Finnar komust tvisvar yfir en enduðu á því að tapa 3-2, og í Tampere á laugardaginn. „Finnar eru ekki lélegir í fótbolta, það er langur vegur frá. Engu að síður erum við með töluvert betra lið og töluvert betri leikmenn í flestum leikstöðum. Á okkar degi eigum við að vinna finnska liðið,“ sagði Reynir. Heimir hélt sig við sama byrjunarlið og í sigrinum á Króatíu í júní. Emil Hallfreðsson var við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni og Gylfi Þór Sigurðsson aðeins fyrir aftan Alfreð Finnbogason í framlínunni. Reynir hefði viljað sjá Gylfa spila með Aroni á miðjunni, eins og hann hefur gert undanfarin ár, og annan framherja með Alfreð.Bestir með Gylfa á miðjunni „Mér fannst við of varfærnir. Ég hefði viljað hafa Gylfa neðar á vellinum, til að komast fyrr í boltann. Mér finnst íslenska liðið virka best þegar hann spilar inni á miðjunni með Aroni. Miðað við leikstílinn okkar, og hvernig Kári [Árnason] og Ragnar [Sigurðsson] spila út úr vörninni, finnst mér við verða að vera með stærri mann með Alfreð frammi. Við erum oft að lyfta boltanum fram og það er ekki leikurinn fyrir Alfreð og Gylfa,“ sagði Reynir. „Ég hefði viljað sjá Jón Daða [Böðvarsson] eða Björn Bergmann [Sigurðarson] byrja leikinn. Við erum ekkert verri varnarlega með þá. Þeir eru báðir duglegir og vinnusamir. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst uppstillingin ekki virka.“ Alfreð átti ekki góðan leik gegn Finnum, gekk bölvanlega að halda boltanum og missti hann alltof oft. Það ber þó að nefna að Alfreð fékk litla vernd frá slökum tékkneskum dómara. Hann fékk olnbogaskot í fyrri hálfleik og þá slapp Robin Lod með gult spjald þegar hann fór með takkana í legginn á Alfreð.Alfreð hentar ekki einn frammi „Alfreð myndi held ég blómstra með annaðhvort Jóni Daða eða Birni Bergmann. Í okkar leikstíl finnst mér hann ekki henta einn uppi á topp,“ sagði Reynir. „Þótt Gylfi hafi verið með honum þarna er hvorugur þeirra þannig leikmaður að þeir séu góðir í því að fá lengri sendingar eða vinna mikið með mann í bakinu. Við viljum að Gylfi snúi fram þegar hann fær boltann. Hann er okkar langbesti leikmaður og það er lykilatriði að hann fái boltann sem oftast.“Risaleikur annað kvöld Eftir úrslitin í I-riðli um helgina er ljóst að toppsætið er nánast runnið Íslandi úr greipum. Íslendingar eru sem stendur einu stigi á eftir Úkraínumönnum sem sitja í 2. sætinu en þessi lið mætast í gríðarlega mikilvægum leik á Laugardalsvellinum annað kvöld. „Núna er stefnan sett á 2. sætið. Þetta er risaleikur. Ég átti ekkert endilega von á því að Ísland myndi berjast um HM-sæti eftir frábært EM. Maður hélt að þynnkan kæmi. En strákarnir hafa spilað ótrúlega vel í þessari keppni og það er stutt í að ná í þetta 2. sæti,“ sagði Reynir að lokum.vísir/ernirGylfi hefur oft spilað betur en gegn Finnum.vísir/ernirvísir/ernirAlfreð átti erfitt uppdráttar.vísir/ernirLukas Hradecky, markvörður Finna, grípur inn í.vísir/ernir
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Gylfi: Ekkert jákvætt úr leiknum Gylfi Þór Sigurðsson var ekki sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í 0-1 tapinu gegn Finnum í undankeppni Heimsmeistarmótsins í Rússlandi. 2. september 2017 19:16 Aron Einar: Sem betur fer annar leikur á þriðjudag Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði að það hafi ekki verið margt jákvætt í leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 1-0 tap gegn Finnum ytra í kvöld. 2. september 2017 19:13 Aron Einar: VIð vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Finnlandi í dag en hann segir mikilvægt að menn gleymi þessu strax í kvöld og hefji undirbúning fyrir leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 18:30 Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57 Twitter: Dómarinn í eldlínunni Eins og alltaf þegar stór viðburður á sér stað lætur samfélagið vel í sér heyra á Twitter. Landsleikur Finnlands og Íslands er engin undantekning 2. september 2017 16:38 Þjálfari Finna: Náðum fram hefndum Markku Kanerva, þjálfari Finna, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Íslendingum í Tampere í undankeppni HM í dag. 2. september 2017 19:24 Jóhann Berg: Erum enn í frábærum séns "Þessi úrslit eru gífurleg vonbrigði,” sagði vængmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við Arnar Björnsson eftir 1-0 tap Íslands gegn Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 2. september 2017 19:23 Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Heimir Hallgrímsson sagði sína menn hafa gleymt sér í pirringi yfir dómgæslunni í 0-1 tapi gegn Finnlandi ytra í dag en íslenska liðið fékk átta gul spjöld í dag og náði í raun aldrei takti. 2. september 2017 18:15 Viðar Örn inn fyrir Rúrik Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á kostnað Rúriks Gíslasonar. 3. september 2017 16:37 Sjáðu fjörið í Íslendingalestinni | Myndband Gleðin var við völd hjá íslensku stuðningsmönnunum í lestinni frá Helsinki til Tampere. 2. september 2017 15:57 Hannes: Hittum ekki á okkar besta dag Hannes Halldórsson sagðist hafa haft það á tilfinningunni að Íslendingar ættu undir högg að sækja í dag í leiknum gegn Finnum í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta 2. september 2017 19:31 Heimir: Engin skömm að tapa hér þótt að það séu allir drullu svekktir Heimir fannst sínir menn missa einbeitinguna yfir slakri dómgæslu í tapi gegn Finnlandi í dag en hann sagði að eina svar liðsins væri að mæta af krafti í leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 19:45 Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00
Gylfi: Ekkert jákvætt úr leiknum Gylfi Þór Sigurðsson var ekki sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í 0-1 tapinu gegn Finnum í undankeppni Heimsmeistarmótsins í Rússlandi. 2. september 2017 19:16
Aron Einar: Sem betur fer annar leikur á þriðjudag Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði að það hafi ekki verið margt jákvætt í leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 1-0 tap gegn Finnum ytra í kvöld. 2. september 2017 19:13
Aron Einar: VIð vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Finnlandi í dag en hann segir mikilvægt að menn gleymi þessu strax í kvöld og hefji undirbúning fyrir leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 18:30
Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57
Twitter: Dómarinn í eldlínunni Eins og alltaf þegar stór viðburður á sér stað lætur samfélagið vel í sér heyra á Twitter. Landsleikur Finnlands og Íslands er engin undantekning 2. september 2017 16:38
Þjálfari Finna: Náðum fram hefndum Markku Kanerva, þjálfari Finna, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Íslendingum í Tampere í undankeppni HM í dag. 2. september 2017 19:24
Jóhann Berg: Erum enn í frábærum séns "Þessi úrslit eru gífurleg vonbrigði,” sagði vængmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við Arnar Björnsson eftir 1-0 tap Íslands gegn Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 2. september 2017 19:23
Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Heimir Hallgrímsson sagði sína menn hafa gleymt sér í pirringi yfir dómgæslunni í 0-1 tapi gegn Finnlandi ytra í dag en íslenska liðið fékk átta gul spjöld í dag og náði í raun aldrei takti. 2. september 2017 18:15
Viðar Örn inn fyrir Rúrik Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á kostnað Rúriks Gíslasonar. 3. september 2017 16:37
Sjáðu fjörið í Íslendingalestinni | Myndband Gleðin var við völd hjá íslensku stuðningsmönnunum í lestinni frá Helsinki til Tampere. 2. september 2017 15:57
Hannes: Hittum ekki á okkar besta dag Hannes Halldórsson sagðist hafa haft það á tilfinningunni að Íslendingar ættu undir högg að sækja í dag í leiknum gegn Finnum í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta 2. september 2017 19:31
Heimir: Engin skömm að tapa hér þótt að það séu allir drullu svekktir Heimir fannst sínir menn missa einbeitinguna yfir slakri dómgæslu í tapi gegn Finnlandi í dag en hann sagði að eina svar liðsins væri að mæta af krafti í leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 19:45
Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. 2. september 2017 18:00