Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2017 14:30 Martin Hermannsson. Mynd/FIBA Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. Íslensku strákarnir stóðu sig mjög vel í fyrri hálfleik á móti einu besta liði heims en átti ekki svar þegar Frakkar gáfu í eftir hálfleikinn. „Frakkar eru bara með hrikalega gott lið. Þetta var erfitt en það var geggjað að sjá fyrri hálfleikinn og hvað við getum gert. Ef allt er að falla með okkur þá erum við bara drullugóðir,“ sagði Martin eftir leikinn. „Ég vil fá að breyta þessum leiktíma í 20 mínútur þá værum við heltvíti flottir á þessu móti,“ sagði Martin í léttum tón. Martin var með 13 stig og 3 stoðsendingar á móti Frökkum í gær. Hann hefur skorað 11,3 stig að meðaltali í leik á mótinu. Íslenska liðið á frídag í dag en hvað verður gert til að undirbúa liðið fyrir Slóveníuleikinn á morgun? „Ég ætla bara að hlusta á þjálfarann. Það er hans verkefni að pæla í því. Ég pæli bara í því hvað ég get gert betur en það er undir þjálfurunum komið hverju við ætlum að breyta,“ sagði Martin. „Eins og Hössi (Hörður Axel Vilhjálmsson) sagði í einhverju viðtali þá skiptir það engu máli hvort þú tapaðr með 1 eða 30. Það er alltaf leiðinlegt að tapa en okkur langar svo að vinna. Þetta er orðið svolítið fúlt að vera alltaf að tapa leik eftir leik og svona stórt líka,“ sagði Martin. Fyrsta skrefið væri að vera eitthvað inn í leikjunum í seinni hálfleiknum en þriðji leikhlutinn hefur klárað alla leikina til þessa. „Við höfum ekkert verið inn í spennuleikjum. Við viljum hafa þetta spennandi og við þurfum greinilega að leggja okkur ennþá meira fram ef það er hægt,“ sagði Martin. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik gegn Frökkum í gær en það dugði skammt gegn einu besta liði heims. Jón segir að íslenska liðið hafi aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið eins og að steinliggja á móti Pólverjum á laugardaginn. Jón vill njóta leikjanna sem eftir eru en gætu þeir verið hans síðustu fyrir landsliðið. 4. september 2017 06:00 Jón Arnór: Ég er að gera miklu meira en ég hélt að ég gæti Jón Arnór Stefánsson gat lítið verið með í lokaundirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið vegna nárameiðsla. 4. september 2017 12:30 Jón Arnór ánægður með orð Loga í klefanum Jón Arnór Stefánsson hrósaði Loga Gunnarssyni fyrir leiðtogahæfileika sína í íslenska búningsklefanum eftir tapið á móti Póllandi á laugardaginn. 4. september 2017 09:00 Logi: Við hlökkum mikið til að fara í þessa síðustu tvo leiki Logi Gunnarsson segir að íslensku strákarnir í körfuboltalandsliðinu séu ekki komnir í eitthvað þunglyndi þrátt fyrir þrjú 30 stiga töp í röð á Eurobasket. 4. september 2017 11:15 Martin: Vonandi er land og þjóð ekki búin að gefast upp á okkur Martin Hermannsson segir að strákarnir í íslenska körfuboltalandsliðinu séu ekki búnir að gefa upp vonina að vinna leik á Evrópumótinu í Helsinki þrátt fyrir þrjú 30 stiga töp í röð. 4. september 2017 10:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. Íslensku strákarnir stóðu sig mjög vel í fyrri hálfleik á móti einu besta liði heims en átti ekki svar þegar Frakkar gáfu í eftir hálfleikinn. „Frakkar eru bara með hrikalega gott lið. Þetta var erfitt en það var geggjað að sjá fyrri hálfleikinn og hvað við getum gert. Ef allt er að falla með okkur þá erum við bara drullugóðir,“ sagði Martin eftir leikinn. „Ég vil fá að breyta þessum leiktíma í 20 mínútur þá værum við heltvíti flottir á þessu móti,“ sagði Martin í léttum tón. Martin var með 13 stig og 3 stoðsendingar á móti Frökkum í gær. Hann hefur skorað 11,3 stig að meðaltali í leik á mótinu. Íslenska liðið á frídag í dag en hvað verður gert til að undirbúa liðið fyrir Slóveníuleikinn á morgun? „Ég ætla bara að hlusta á þjálfarann. Það er hans verkefni að pæla í því. Ég pæli bara í því hvað ég get gert betur en það er undir þjálfurunum komið hverju við ætlum að breyta,“ sagði Martin. „Eins og Hössi (Hörður Axel Vilhjálmsson) sagði í einhverju viðtali þá skiptir það engu máli hvort þú tapaðr með 1 eða 30. Það er alltaf leiðinlegt að tapa en okkur langar svo að vinna. Þetta er orðið svolítið fúlt að vera alltaf að tapa leik eftir leik og svona stórt líka,“ sagði Martin. Fyrsta skrefið væri að vera eitthvað inn í leikjunum í seinni hálfleiknum en þriðji leikhlutinn hefur klárað alla leikina til þessa. „Við höfum ekkert verið inn í spennuleikjum. Við viljum hafa þetta spennandi og við þurfum greinilega að leggja okkur ennþá meira fram ef það er hægt,“ sagði Martin.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik gegn Frökkum í gær en það dugði skammt gegn einu besta liði heims. Jón segir að íslenska liðið hafi aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið eins og að steinliggja á móti Pólverjum á laugardaginn. Jón vill njóta leikjanna sem eftir eru en gætu þeir verið hans síðustu fyrir landsliðið. 4. september 2017 06:00 Jón Arnór: Ég er að gera miklu meira en ég hélt að ég gæti Jón Arnór Stefánsson gat lítið verið með í lokaundirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið vegna nárameiðsla. 4. september 2017 12:30 Jón Arnór ánægður með orð Loga í klefanum Jón Arnór Stefánsson hrósaði Loga Gunnarssyni fyrir leiðtogahæfileika sína í íslenska búningsklefanum eftir tapið á móti Póllandi á laugardaginn. 4. september 2017 09:00 Logi: Við hlökkum mikið til að fara í þessa síðustu tvo leiki Logi Gunnarsson segir að íslensku strákarnir í körfuboltalandsliðinu séu ekki komnir í eitthvað þunglyndi þrátt fyrir þrjú 30 stiga töp í röð á Eurobasket. 4. september 2017 11:15 Martin: Vonandi er land og þjóð ekki búin að gefast upp á okkur Martin Hermannsson segir að strákarnir í íslenska körfuboltalandsliðinu séu ekki búnir að gefa upp vonina að vinna leik á Evrópumótinu í Helsinki þrátt fyrir þrjú 30 stiga töp í röð. 4. september 2017 10:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik gegn Frökkum í gær en það dugði skammt gegn einu besta liði heims. Jón segir að íslenska liðið hafi aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið eins og að steinliggja á móti Pólverjum á laugardaginn. Jón vill njóta leikjanna sem eftir eru en gætu þeir verið hans síðustu fyrir landsliðið. 4. september 2017 06:00
Jón Arnór: Ég er að gera miklu meira en ég hélt að ég gæti Jón Arnór Stefánsson gat lítið verið með í lokaundirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið vegna nárameiðsla. 4. september 2017 12:30
Jón Arnór ánægður með orð Loga í klefanum Jón Arnór Stefánsson hrósaði Loga Gunnarssyni fyrir leiðtogahæfileika sína í íslenska búningsklefanum eftir tapið á móti Póllandi á laugardaginn. 4. september 2017 09:00
Logi: Við hlökkum mikið til að fara í þessa síðustu tvo leiki Logi Gunnarsson segir að íslensku strákarnir í körfuboltalandsliðinu séu ekki komnir í eitthvað þunglyndi þrátt fyrir þrjú 30 stiga töp í röð á Eurobasket. 4. september 2017 11:15
Martin: Vonandi er land og þjóð ekki búin að gefast upp á okkur Martin Hermannsson segir að strákarnir í íslenska körfuboltalandsliðinu séu ekki búnir að gefa upp vonina að vinna leik á Evrópumótinu í Helsinki þrátt fyrir þrjú 30 stiga töp í röð. 4. september 2017 10:00