Fótbolti

Gæti Messi yfirgefið Barcelona næsta sumar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi, stjarna Barcelona.
Lionel Messi, stjarna Barcelona. vísir/getty
Þeim möguleika er velt upp að Lionel Messi fari frítt frá Barcelona næsta sumar á fréttavef Sky Sports. Samningur Messi við félagið rennur út í lok núverandi tímabils.

Messi samþykkti í júlí nýjan samning við Barcelona en á enn eftir að skrifa undir hann. Terry Gibson, einn sérfræðinga Sky Sports, sér nú fyrir sér að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann fari frá Spáni í sumar.

„Ég héld alltaf að Lionel Messi myndi verja stærstum hluta ferilsins hjá Barcelona, líkt og Andres Iniesta og Xavi,“ sagði Gibson.

„Árum saman hef ég átt erfitt að sjá fyrir mér hvernig það væri hægt að taka Messi frá Barcelona en nú höfum við séð hvernig PSG og Manchester City hafa komið fram.“

„Hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum. Ég held að nýi samningurinn tryggi honum 24 milljónir evra í árslaun en ef hann myndi fara frítt frá Barcelona myndi sú upphæð blikna í samanburði við það sem hægt væri að bjóða honum hjá PSG eða Manchester City. Sérstaklega miðað við að leikmenn eru í dag að fara á 100 milljónir evra, 150 eða 200 milljónir.“

Smelltu hér til að lesa grenina á vef Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×