Jón Arnór: Naut þess í botn að spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2017 13:30 Jón Arnór Stefánsson hefur verið í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á EM í körfubolta þó svo að hann náði ekkert að æfa að ráði fyrir mótið. Hann skoraði sex stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í dag, gaf þrjár stoðsendingar og tók tvö fráköst, er Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 102-75. „Þetta var annað frábært lið sem við mættum hér í dag. Stemningin var góð í dag og var gaman að spila. Ég naut þess í botn að spila og stemningin í stúkunni æðisleg. Mér fannst við spila vel í leiknum en þetta var bara allt of erfitt,“ sagði Jón Arnór. Hann sá ýmislegt jákvætt við leikinn, eins og þegar Ísland var 30 stigum undir í fjórða leikhluta en skoraði þá tíu stig í röð. „Það var fallegt augnablik. Maður tekur þetta með sér inn í framtíðina og tekur svona augnablik með sér,“ sagði hann enn fremur. Hann hrósaði liði Slóvena og segir erfitt að eiga við þá. „Þeir eru mjög hreyfanlegir í sókninni og með mikil sóknarvopn. Frakkarnir voru mjög góðir og ég veit ekki hvort liðið sé betra. Mér fannst þó meira til Frakkanna koma en Slóvenar eiga líka eftir að fara langt,“ segir hann. Hann viðurkennir að hann sé orðinn mjög þreyttur. „Síðasti leikur tók mikið úr mér og ég var mjög þrettur í dag. Þetta var fjórði leikurinn á mjög fáum dögum en ég naut þess samt að spila. Mig langaði bara að halda áfram.“ Viðtal Arnars Björnssonar við Jón Arnór má sjá allt í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Kristófer: Eiginlega okkar heimavöllur líka Kristófer Acox var að vonum ekki sáttur með tap Íslands gegn Slóveníu í dag, en gat þó tekið margt jákvætt úr leiknum. 5. september 2017 13:22 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Elvar: Má ekkert klikka gegn svona liði Elvar Már Friðriksson átti fína spretti í tapleiknum gegn Slóveníu á EM í körfubolta í dag. 5. september 2017 13:08 Tryggvi Snær: Set inn á reynslubankann Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Ísland í dag og skoraði átta stig á þrettán mínútum. 5. september 2017 13:13 Logi: Hlýnaði við afmælissönginn Logi Gunnarsson naut þess að spila með félögum sínum í landsliðinu á afmælisdaginn sinn. 5. september 2017 13:16 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson hefur verið í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á EM í körfubolta þó svo að hann náði ekkert að æfa að ráði fyrir mótið. Hann skoraði sex stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í dag, gaf þrjár stoðsendingar og tók tvö fráköst, er Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 102-75. „Þetta var annað frábært lið sem við mættum hér í dag. Stemningin var góð í dag og var gaman að spila. Ég naut þess í botn að spila og stemningin í stúkunni æðisleg. Mér fannst við spila vel í leiknum en þetta var bara allt of erfitt,“ sagði Jón Arnór. Hann sá ýmislegt jákvætt við leikinn, eins og þegar Ísland var 30 stigum undir í fjórða leikhluta en skoraði þá tíu stig í röð. „Það var fallegt augnablik. Maður tekur þetta með sér inn í framtíðina og tekur svona augnablik með sér,“ sagði hann enn fremur. Hann hrósaði liði Slóvena og segir erfitt að eiga við þá. „Þeir eru mjög hreyfanlegir í sókninni og með mikil sóknarvopn. Frakkarnir voru mjög góðir og ég veit ekki hvort liðið sé betra. Mér fannst þó meira til Frakkanna koma en Slóvenar eiga líka eftir að fara langt,“ segir hann. Hann viðurkennir að hann sé orðinn mjög þreyttur. „Síðasti leikur tók mikið úr mér og ég var mjög þrettur í dag. Þetta var fjórði leikurinn á mjög fáum dögum en ég naut þess samt að spila. Mig langaði bara að halda áfram.“ Viðtal Arnars Björnssonar við Jón Arnór má sjá allt í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Kristófer: Eiginlega okkar heimavöllur líka Kristófer Acox var að vonum ekki sáttur með tap Íslands gegn Slóveníu í dag, en gat þó tekið margt jákvætt úr leiknum. 5. september 2017 13:22 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Elvar: Má ekkert klikka gegn svona liði Elvar Már Friðriksson átti fína spretti í tapleiknum gegn Slóveníu á EM í körfubolta í dag. 5. september 2017 13:08 Tryggvi Snær: Set inn á reynslubankann Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Ísland í dag og skoraði átta stig á þrettán mínútum. 5. september 2017 13:13 Logi: Hlýnaði við afmælissönginn Logi Gunnarsson naut þess að spila með félögum sínum í landsliðinu á afmælisdaginn sinn. 5. september 2017 13:16 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Kristófer: Eiginlega okkar heimavöllur líka Kristófer Acox var að vonum ekki sáttur með tap Íslands gegn Slóveníu í dag, en gat þó tekið margt jákvætt úr leiknum. 5. september 2017 13:22
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15
Elvar: Má ekkert klikka gegn svona liði Elvar Már Friðriksson átti fína spretti í tapleiknum gegn Slóveníu á EM í körfubolta í dag. 5. september 2017 13:08
Tryggvi Snær: Set inn á reynslubankann Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Ísland í dag og skoraði átta stig á þrettán mínútum. 5. september 2017 13:13
Logi: Hlýnaði við afmælissönginn Logi Gunnarsson naut þess að spila með félögum sínum í landsliðinu á afmælisdaginn sinn. 5. september 2017 13:16