Fótbolti

Ødegaard framlengir samning sinn við Real Madrid

Dagur Lárusson skrifar
Martin Ødegaard í leik með Heerenveen
Martin Ødegaard í leik með Heerenveen Vísir/Getty
Norska ungstirnið, Martin Ødegaard, tilkynnti það í viðtali við danska miðilinn VG á dögunum að hann sé búinn að framlengja samning sinn við stórliðið Real Madrid.

Martin Ødegaard gekk til liðs við Real Madrid árið 2015 en hann var gríðarlega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu enda talinn gríðarlegt efni. Síðan þá hefur hann verið lánaður til Hollenska liðsins Heerenveen.

Aðspurður út í samning sinn og framtíð hjá Real staðfesti hann að hann væri búinn að framlengja samning sinn.

„Að minnsta kosti lengur en 2018,“ sagði Ødegaard

Ødegaard vildi þó ekki fara nánar út í málið þegar hann var spurður frekar út í málið af fréttamönnum.

„Ég vil ekki segja neitt meira um þetta, en ég hef framlengt samning minn.“

Það er því ljóst að Ødegaard mun vera áfram í herbúðum Real en framtíð hans hjá félaginu virist liggja í lausi lofti í sumar eftir erfiða byrjun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×