Pólitísk ábyrgð Kjartans Magnússonar Magnús Már Guðmundsson skrifar 7. september 2017 07:00 Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins. Málinu er því ekki lokið og þarfnast miklu frekari skoðunar, sem þarf að gera af festu og ábyrgð frekar en af taugaveiklun. En því miður og eins og oft áður, laðast örvæntingarfullir stjórnmálamenn að Orkuveitunni – og reyna að slá pólitískar keilur. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt hér í Fréttablaðinu fyrir helgi sýnir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi áður óþekkta takta. Þar kallar hann eftir því að einhver taki pólitíska ábyrgð á málinu og kennir svo Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Samfylkingunni um ástand hússins. Kjartan kallar líka eftir rannsókn á þessu öllu saman – ekki bara tjóninu á Orkuveituhúsinu heldur öllu ferlinu frá því að ákvörðun um byggingu hússins var tekin og kostnaði vegna byggingar hússins. Margt af þessu liggur þó nú þegar fyrir. Þrátt fyrir að Kjartan hafi, líkt og undirritaður, lagt stund á sagnfræði – þá vísvitandi ákveður hann að gera tilraun til að blekkja almenning frekar en að horfast í augu við eigin fortíð í málinu. Veturinn 1999-2000 er ákveðið að byggja húsnæðið á Bæjarhálsi. Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 2000. Það var nokkrum mánuðum áður en að Samfylkingin var yfirhöfuð orðin til. Á þessum tíma átti Dagur B. Eggertsson ekki sæti í borgarstjórn. Hann bjó í Svíþjóð, nýútskrifaður úr læknisfræði. Tvö ár liðu því frá því að skóflustunga var tekin að höfuðstöðvum OR þangað til Dagur var kjörinn í borgarstjórn fyrir R-listann. Kjartan Magnússon teygir sig lengra en venjulega í tilraunum sínum til að gera hræðilegt ástand hússins að pólitísku deilumáli – og það með ósmekklegum hætti. Áður en við förum að benda á sökudólga í málinu þarf liggja fyrir hvers vegna húsið er í þessu ástandi, dómskvaddir matsmenn þurfa að skera úr um það og segja til um hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem komu að byggingu höfuðstöðvanna á sínum tíma. Það er hins vegar allt annað mál að rýna í hverjir komu að ákvörðuninni um að reisa húsið. Fyrir liggur þó að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti byggingu höfuðstöðvanna bæði í stjórn veitustofnana og í borgarráði. Eini núverandi borgarfulltrúinn sem starfaði á vettvangi borgarstjórnar þegar þetta allt saman átti sér stað var hver? Jú, áðurnefndur Kjartan Magnússon. Greinarhöfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins. Málinu er því ekki lokið og þarfnast miklu frekari skoðunar, sem þarf að gera af festu og ábyrgð frekar en af taugaveiklun. En því miður og eins og oft áður, laðast örvæntingarfullir stjórnmálamenn að Orkuveitunni – og reyna að slá pólitískar keilur. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt hér í Fréttablaðinu fyrir helgi sýnir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi áður óþekkta takta. Þar kallar hann eftir því að einhver taki pólitíska ábyrgð á málinu og kennir svo Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Samfylkingunni um ástand hússins. Kjartan kallar líka eftir rannsókn á þessu öllu saman – ekki bara tjóninu á Orkuveituhúsinu heldur öllu ferlinu frá því að ákvörðun um byggingu hússins var tekin og kostnaði vegna byggingar hússins. Margt af þessu liggur þó nú þegar fyrir. Þrátt fyrir að Kjartan hafi, líkt og undirritaður, lagt stund á sagnfræði – þá vísvitandi ákveður hann að gera tilraun til að blekkja almenning frekar en að horfast í augu við eigin fortíð í málinu. Veturinn 1999-2000 er ákveðið að byggja húsnæðið á Bæjarhálsi. Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 2000. Það var nokkrum mánuðum áður en að Samfylkingin var yfirhöfuð orðin til. Á þessum tíma átti Dagur B. Eggertsson ekki sæti í borgarstjórn. Hann bjó í Svíþjóð, nýútskrifaður úr læknisfræði. Tvö ár liðu því frá því að skóflustunga var tekin að höfuðstöðvum OR þangað til Dagur var kjörinn í borgarstjórn fyrir R-listann. Kjartan Magnússon teygir sig lengra en venjulega í tilraunum sínum til að gera hræðilegt ástand hússins að pólitísku deilumáli – og það með ósmekklegum hætti. Áður en við förum að benda á sökudólga í málinu þarf liggja fyrir hvers vegna húsið er í þessu ástandi, dómskvaddir matsmenn þurfa að skera úr um það og segja til um hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem komu að byggingu höfuðstöðvanna á sínum tíma. Það er hins vegar allt annað mál að rýna í hverjir komu að ákvörðuninni um að reisa húsið. Fyrir liggur þó að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti byggingu höfuðstöðvanna bæði í stjórn veitustofnana og í borgarráði. Eini núverandi borgarfulltrúinn sem starfaði á vettvangi borgarstjórnar þegar þetta allt saman átti sér stað var hver? Jú, áðurnefndur Kjartan Magnússon. Greinarhöfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar