Öflugt markaðsstarf skilar árangri Svavar Halldórsson skrifar 7. september 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar