SA & samfélagsleg ábyrgð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. september 2017 07:00 Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða enda snertiflöturinn víða, t.d. hjá lögreglu, dómstólum, fangelsunum, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu. Er þá ónefndur kostnaður dómþola og ekki síður brotaþola sem getur bæði verið fjárhagslegur og persónulegur. Meira en helmingur fanga endar sem öryrkjar eða þarf á framfærslu sveitarfélaga að halda til langs tíma. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að aldrei hafi jafn margir þegið fjárhagsaðstoð eins og um þessar mundir. Jafnframt kom fram að stærsti hópurinn væri einhleypir karlmenn með litla menntun. Langstærsti hópur fanga er einmitt einhleypir karlmenn með litla menntun. Þetta eru mennirnir sem koma út úr fangelsunum, frjálsir en hafa ekkert í farteskinu til að takast á við lífið.Starfsþjálfun í fangelsum Í mínum huga er skýrt að atvinnulífið, Samtök atvinnulífsins sérstaklega, þarf að koma að málum. Þróa mætti styttri námskeið þannig að fangar í afplánun fengju starfsþjálfun sem nýtast myndi utan veggja fangelsisins. Þá verður að vera vilji til að ráða fyrrverandi fanga til starfa því fái hann ekki tækifæri endar hann aftur í fangelsi. Það er samfélagslega hagkvæmt að fangar fái tækifæri og njóti aftur trausts. Með því að skapa störf fyrir fyrrverandi fanga lækkar kostnaður og tekjur aukast í formi skatta, auk þess sem samfélagið fær nýta þegna sem skila einhverju til baka en taka ekki eingöngu. Ég skora því á Samtök atvinnulífsins og atvinnurekendur almennt að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka upp hanskann fyrir fyrrverandi fanga. Yfir til ykkar. Greinarhöfundur er formaður Afstöðu – félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða enda snertiflöturinn víða, t.d. hjá lögreglu, dómstólum, fangelsunum, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu. Er þá ónefndur kostnaður dómþola og ekki síður brotaþola sem getur bæði verið fjárhagslegur og persónulegur. Meira en helmingur fanga endar sem öryrkjar eða þarf á framfærslu sveitarfélaga að halda til langs tíma. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að aldrei hafi jafn margir þegið fjárhagsaðstoð eins og um þessar mundir. Jafnframt kom fram að stærsti hópurinn væri einhleypir karlmenn með litla menntun. Langstærsti hópur fanga er einmitt einhleypir karlmenn með litla menntun. Þetta eru mennirnir sem koma út úr fangelsunum, frjálsir en hafa ekkert í farteskinu til að takast á við lífið.Starfsþjálfun í fangelsum Í mínum huga er skýrt að atvinnulífið, Samtök atvinnulífsins sérstaklega, þarf að koma að málum. Þróa mætti styttri námskeið þannig að fangar í afplánun fengju starfsþjálfun sem nýtast myndi utan veggja fangelsisins. Þá verður að vera vilji til að ráða fyrrverandi fanga til starfa því fái hann ekki tækifæri endar hann aftur í fangelsi. Það er samfélagslega hagkvæmt að fangar fái tækifæri og njóti aftur trausts. Með því að skapa störf fyrir fyrrverandi fanga lækkar kostnaður og tekjur aukast í formi skatta, auk þess sem samfélagið fær nýta þegna sem skila einhverju til baka en taka ekki eingöngu. Ég skora því á Samtök atvinnulífsins og atvinnurekendur almennt að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka upp hanskann fyrir fyrrverandi fanga. Yfir til ykkar. Greinarhöfundur er formaður Afstöðu – félags fanga.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar