Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Haraldur Guðmundsson skrifar 7. september 2017 06:00 Opna á þriðju verslun H&M hér á land á Hafnartorgi þegar framkvæmdum þar verður lokið um mitt næsta ár. vísir/ernir Stjórnendur Regins óskuðu í vikunni eftir staðfestingu forsvarsmanna H&M um að enn standi til að opna þriðju verslun sænska fatarisans hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri fasteignafélagsins segir orð forstjóra H&M Group í síðustu viku, um að ekki sé fullvíst að verslunin verði opnuð þar, hafa komið á óvart og vísar í leigusamning sem undirritaður var í júlí í fyrra.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gva„Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið síðasta fimmtudag að opnun verslunar sænska fatarisans á Hafnartorgi muni ráðast af gengi H&M í Smáralind og Kringlunni. Búið væri að taka ákvörðun um að opna þær tvær en sú þriðja væri í vinnslu, eins og Persson orðaði það. Helgi vill ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en að staðfesta að hann hafi óskað skýringa hjá H&M. Aftur á móti hafi hvorki Reginn né H&M farið fram á leiðréttingu á því sem haft var eftir Persson í viðtalinu. Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár. Fasteignafélagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu 8. júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun verslana í Smáralind og á Hafnartorgi. Ljóst er að opnun H&M á torginu er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu þess en líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnendur Regins átt í viðræðum við marga aðra mögulega leigutaka og þar á meðal dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunina Illums Bolighus. „Auðvitað er þetta stórt svæði en þetta er minni verslun en flaggskipið í Smáralind en stærri en verslun þeirra í Kringlunni,“ svarar Helgi aðspurður hvort stjórnendur Regins líti ekki svo á að H&M sé kjölfestuleigjandi á Hafnartorginu. Birtist í Fréttablaðinu H&M Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Sjá meira
Stjórnendur Regins óskuðu í vikunni eftir staðfestingu forsvarsmanna H&M um að enn standi til að opna þriðju verslun sænska fatarisans hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri fasteignafélagsins segir orð forstjóra H&M Group í síðustu viku, um að ekki sé fullvíst að verslunin verði opnuð þar, hafa komið á óvart og vísar í leigusamning sem undirritaður var í júlí í fyrra.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gva„Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið síðasta fimmtudag að opnun verslunar sænska fatarisans á Hafnartorgi muni ráðast af gengi H&M í Smáralind og Kringlunni. Búið væri að taka ákvörðun um að opna þær tvær en sú þriðja væri í vinnslu, eins og Persson orðaði það. Helgi vill ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en að staðfesta að hann hafi óskað skýringa hjá H&M. Aftur á móti hafi hvorki Reginn né H&M farið fram á leiðréttingu á því sem haft var eftir Persson í viðtalinu. Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár. Fasteignafélagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu 8. júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun verslana í Smáralind og á Hafnartorgi. Ljóst er að opnun H&M á torginu er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu þess en líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnendur Regins átt í viðræðum við marga aðra mögulega leigutaka og þar á meðal dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunina Illums Bolighus. „Auðvitað er þetta stórt svæði en þetta er minni verslun en flaggskipið í Smáralind en stærri en verslun þeirra í Kringlunni,“ svarar Helgi aðspurður hvort stjórnendur Regins líti ekki svo á að H&M sé kjölfestuleigjandi á Hafnartorginu.
Birtist í Fréttablaðinu H&M Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Sjá meira