Útflutningur lambs á hrakvirði Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2017 06:00 Íslendingar greiða töluvert hærra verð fyrir lambalæri í verslunum en viðskiptavinir erlendis. vísir/gva Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru flutt út um 1.050 tonn af lambakjöti samanborið við tæp 1.300 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 2016. Meðalverð afurðanna nú er um 500 krónur á hvert kíló. Fyrir tveimur árum var verðið sem fékkst í útflutningi rúmar 800 krónur. Vandi sauðfjárbænda er mikill. Útflutningsverðið hefur hrapað síðustu tvö árin og nú er svo komið að afurðastöðvarnar tapa háum fjárhæðum á hvert kíló sem sent er utan. Sem dæmi hefur 232 tonnum af frystum lambalærum og lambalærissneiðum verið flutt út á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðið sem fengist hefur fyrir þann hluta er um 600 krónur á hvert kíló. Til samanburðar er ódýrasta lambalærið í Bónus á rúmar 1.000 krónur kílóið. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, bendir á að þetta sé allt of lágt verð. „Það eru allir sammála um að það verð á útflutningi sem við sjáum í dag er of lágt. Það var of lágt í fyrra en hefur lækkað meira núna í ár,“ segir Oddný Steina. „Þess vegna er mikilvægt að bregðast við stöðunni með tímabundnum aðgerðum. Við bentum á ákveðnar leiðir sem ráðherra hafnaði.“ Oddný Steina segir of margt sauðfé í landinu. „Eins og staðan er núna er offramleiðsla á lambakjöti. Hins vegar var ekki offramleiðsla fyrir tveimur til þremur árum. Fé mun fækka eftir útspil ráðherra, það er á hreinu. Það er hvati til þess að fækka fé.“ Á síðasta ári var 555 þúsund lömbum slátrað sem er ekki ósvipað því sem verið hefur frá 2012. Hins vegar var meðalþyngd lamba í fyrra sú mesta á því tímabili, eða um 16,7 kíló. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru flutt út um 1.050 tonn af lambakjöti samanborið við tæp 1.300 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 2016. Meðalverð afurðanna nú er um 500 krónur á hvert kíló. Fyrir tveimur árum var verðið sem fékkst í útflutningi rúmar 800 krónur. Vandi sauðfjárbænda er mikill. Útflutningsverðið hefur hrapað síðustu tvö árin og nú er svo komið að afurðastöðvarnar tapa háum fjárhæðum á hvert kíló sem sent er utan. Sem dæmi hefur 232 tonnum af frystum lambalærum og lambalærissneiðum verið flutt út á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðið sem fengist hefur fyrir þann hluta er um 600 krónur á hvert kíló. Til samanburðar er ódýrasta lambalærið í Bónus á rúmar 1.000 krónur kílóið. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, bendir á að þetta sé allt of lágt verð. „Það eru allir sammála um að það verð á útflutningi sem við sjáum í dag er of lágt. Það var of lágt í fyrra en hefur lækkað meira núna í ár,“ segir Oddný Steina. „Þess vegna er mikilvægt að bregðast við stöðunni með tímabundnum aðgerðum. Við bentum á ákveðnar leiðir sem ráðherra hafnaði.“ Oddný Steina segir of margt sauðfé í landinu. „Eins og staðan er núna er offramleiðsla á lambakjöti. Hins vegar var ekki offramleiðsla fyrir tveimur til þremur árum. Fé mun fækka eftir útspil ráðherra, það er á hreinu. Það er hvati til þess að fækka fé.“ Á síðasta ári var 555 þúsund lömbum slátrað sem er ekki ósvipað því sem verið hefur frá 2012. Hins vegar var meðalþyngd lamba í fyrra sú mesta á því tímabili, eða um 16,7 kíló.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30