Leiðtogar íslenska liðsins hugsa sinn gang og gáfu ekkert út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2017 06:00 Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson á ferðinni í leiknum gegn Finnlandi í gær. Óvíst er hvort þetta var hans síðasti landsleikur. vísir/epa Ungu strákarnir og þjálfarinn Craig Pedersen vonast eftir því að þeir Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson haldi áfram með íslenska landsliðinu og að lokaleikur Íslands á EM í Helsinki í gær verði ekki síðasti leikur þessara miklu leiðtoga og frábæru leikmanna með íslenska körfuboltalandsliðinu. Það voru hins vegar engar stórar yfirlýsingar í fjölmiðlaviðtölum eftir leikinn í Hartwall Arena í gærkvöldi. Íslenska liðið stóð sig frábærlega á móti Finnum í gær og var um tíma níu stigum yfir eftir að liðið hélt Finnum stigalausum í meira en sex mínútur samfellt. „Þetta var vörnin sem við vorum búnir að bíða eftir. Það er rosalega pirrandi að það sé ekki nóg og að hugsa til þess að við áttum að vinna þennan leik,“ sagði Martin Hermannsson eftir leikinn. Finnarnir áttu hins vegar svör í lokin og voru með hinn tvítuga Lauri Markkanen sem var íslenska liðinu mjög erfiður í þessum leik með 23 stig á 23 mínútum. Finnar unnu leikinn á endanum með fjórum stigum, 83-79. „Þetta er hrikalega sárt tap og það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði niðurbrotinn Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn í gær. „Ég verð örugglega léttari á morgun en það jákvæða sem maður finnur fyrir núna er stemningin í höllinni og hvernig liðið spilaði og lagði sig fram í dag. Við vorum nálægt því að ná sigri,“ sagði Jón. Íslenska liðið brotnaði ekki og hikaði aldrei í gær eins og oft áður í mótinu og Finnar, sem eru með annað besta lið riðilsins, gátu þakkað fyrir að boltinn og dómarar féllu með þeim í lokin. „Ég er bara svo ótrúlega svekktur að ná ekki að landa sigrinum fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir þessu allan þennan tíma. Ég get samt ekki annað en verið ótrúlega ánægður með þennan leik,“ sagði Jón Arnór. En hvað með mótið?Jón Arnór verst Lauri Markkanen.vísir/epa„Ég er búinn að gleyma leikjunum á undan og hugsa bara um þennan leik og hvað var gaman að spila með mínum liðsfélögum í dag og fyrir framan þessa ótrúlegu áhorfendur,“ sagði Jón. En hvað með framhaldið með landsliðinu? „Ef ég er ennþá nógu góður þá kemur alveg til greina að ég verði með. Þessir gluggar heilla og það er meira vit í því að vera með en ekki. Það bara kemur í ljós. Ég tek smá tíma eftir þetta mót og hugsa minn gang,“ sagði Jón Arnór og á þá við tvö landsleikjahlé á komandi tímabili í nóvember og febrúar. Hlynur svaraði á svipuðum nótum og það var að heyra á Loga Gunnarssyni að hann vildi spila áfram. „Við erum ekkert að yngjast og það kemur að þessum kynslóðarskiptum. Við eigum samt alveg nóg að gefa þessu liði,“ sagði Jón. Martin Hermannsson var bæði stigahæstur (12,8) og stoðsendingahæstur (4,8) hjá íslenska liðinu á mótinu og hann vill sjá reynsluboltana halda áfram. „Ég vil halda í þessa gömlu eins lengi og hægt er. Það sást í dag að Jón Arnór er ennþá með þvílík gæði, baráttán hans Hlyns smitar endanlaust út frá sér og þótt að Logi spilaði ekki mikið þá er það gott fyrir sálina að hafa hann á bekknum. Hann hjálpar okkur ungu leikmönnunum mikið,“ sagði Martin. Haukur Helgi Pálsson, næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins á EM í Helsinki, talaði á svipuðum nótum. „Það er líklega ákveðin kynslóðarskipti í gangi þótt ég myndi helst ekki vilja það. Mér finnst geggjað að spila með þessum strákum og sérstaklega þessum eldri. Maður á alltaf að spila á besta liðinu sama þótt séu orðnir fertugir. Ef þeir betri en einhverjir aðrir þá er það bara þannig. Við erum samt með flotta unga stráka sem eru að koma upp,“ sagði Haukur. Landsliðsþjálfarinn Cragi Pedersen vonast líka eftir því að Jón og Hlynur taki slaginn áfram. „Það er best að þeir fái smá tíma til að meta stöðuna og finni réttu tilfinninguna. Það er rangur tími að spyrja þá núna en ég vona að þeir haldi áfram. Þeir eru leiðtogarnir í liðinu og þegar liðið lendir í mótlæti þá eru það þeir sem sýna réttu leiðina,“ sagði Craig. Jón Arnór og Hlynur ætla að taka sér sinn tíma í þessa stóru ákvörðun. Hver veit nema að sigur í gærkvöldi hefði verið réttur tímapunktur til að kveðja en það breytir ekki því að það eru forréttindi fyrir okkur Íslendinga að sjá þessa miklu höfðingja klæðast landsliðstreyjunni. Hver veit nema að við sjáum meira af þeim í númerum 8 og 9 í nóvember og febrúar. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Hörður Axel: Stoltur af okkur Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag. 6. september 2017 20:46 Martin: Mátti ekki anda á Markkanen Martin Hermannsson skoraði 12 stig í tapinu fyrir Finnum í síðasta leik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:46 Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin 6. september 2017 13:47 Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. 6. september 2017 22:12 Pedersen: Vil sjá hvort við komumst á þriðja Evrópumótið Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var ánægður með frammistöðuna gegn Finnum þótt úrslitin hafi verið neikvæð. Hann vill halda áfram með íslenska landsliðið. 6. september 2017 22:19 Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38 Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02 Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30 Grikkir fara áfram í 16-liða úrslit Grikkir tryggðu sér fjórða sæti A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag með sigri á Pólverjum 95-77 6. september 2017 16:23 Haukur Helgi: Sýndi að við eigum skilið að vera hérna Haukur Helgi Pálsson sagði sárt að sjá eftir sigrinum á móti Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta í kvöld. 6. september 2017 23:03 Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Ungu strákarnir og þjálfarinn Craig Pedersen vonast eftir því að þeir Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson haldi áfram með íslenska landsliðinu og að lokaleikur Íslands á EM í Helsinki í gær verði ekki síðasti leikur þessara miklu leiðtoga og frábæru leikmanna með íslenska körfuboltalandsliðinu. Það voru hins vegar engar stórar yfirlýsingar í fjölmiðlaviðtölum eftir leikinn í Hartwall Arena í gærkvöldi. Íslenska liðið stóð sig frábærlega á móti Finnum í gær og var um tíma níu stigum yfir eftir að liðið hélt Finnum stigalausum í meira en sex mínútur samfellt. „Þetta var vörnin sem við vorum búnir að bíða eftir. Það er rosalega pirrandi að það sé ekki nóg og að hugsa til þess að við áttum að vinna þennan leik,“ sagði Martin Hermannsson eftir leikinn. Finnarnir áttu hins vegar svör í lokin og voru með hinn tvítuga Lauri Markkanen sem var íslenska liðinu mjög erfiður í þessum leik með 23 stig á 23 mínútum. Finnar unnu leikinn á endanum með fjórum stigum, 83-79. „Þetta er hrikalega sárt tap og það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði niðurbrotinn Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn í gær. „Ég verð örugglega léttari á morgun en það jákvæða sem maður finnur fyrir núna er stemningin í höllinni og hvernig liðið spilaði og lagði sig fram í dag. Við vorum nálægt því að ná sigri,“ sagði Jón. Íslenska liðið brotnaði ekki og hikaði aldrei í gær eins og oft áður í mótinu og Finnar, sem eru með annað besta lið riðilsins, gátu þakkað fyrir að boltinn og dómarar féllu með þeim í lokin. „Ég er bara svo ótrúlega svekktur að ná ekki að landa sigrinum fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir þessu allan þennan tíma. Ég get samt ekki annað en verið ótrúlega ánægður með þennan leik,“ sagði Jón Arnór. En hvað með mótið?Jón Arnór verst Lauri Markkanen.vísir/epa„Ég er búinn að gleyma leikjunum á undan og hugsa bara um þennan leik og hvað var gaman að spila með mínum liðsfélögum í dag og fyrir framan þessa ótrúlegu áhorfendur,“ sagði Jón. En hvað með framhaldið með landsliðinu? „Ef ég er ennþá nógu góður þá kemur alveg til greina að ég verði með. Þessir gluggar heilla og það er meira vit í því að vera með en ekki. Það bara kemur í ljós. Ég tek smá tíma eftir þetta mót og hugsa minn gang,“ sagði Jón Arnór og á þá við tvö landsleikjahlé á komandi tímabili í nóvember og febrúar. Hlynur svaraði á svipuðum nótum og það var að heyra á Loga Gunnarssyni að hann vildi spila áfram. „Við erum ekkert að yngjast og það kemur að þessum kynslóðarskiptum. Við eigum samt alveg nóg að gefa þessu liði,“ sagði Jón. Martin Hermannsson var bæði stigahæstur (12,8) og stoðsendingahæstur (4,8) hjá íslenska liðinu á mótinu og hann vill sjá reynsluboltana halda áfram. „Ég vil halda í þessa gömlu eins lengi og hægt er. Það sást í dag að Jón Arnór er ennþá með þvílík gæði, baráttán hans Hlyns smitar endanlaust út frá sér og þótt að Logi spilaði ekki mikið þá er það gott fyrir sálina að hafa hann á bekknum. Hann hjálpar okkur ungu leikmönnunum mikið,“ sagði Martin. Haukur Helgi Pálsson, næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins á EM í Helsinki, talaði á svipuðum nótum. „Það er líklega ákveðin kynslóðarskipti í gangi þótt ég myndi helst ekki vilja það. Mér finnst geggjað að spila með þessum strákum og sérstaklega þessum eldri. Maður á alltaf að spila á besta liðinu sama þótt séu orðnir fertugir. Ef þeir betri en einhverjir aðrir þá er það bara þannig. Við erum samt með flotta unga stráka sem eru að koma upp,“ sagði Haukur. Landsliðsþjálfarinn Cragi Pedersen vonast líka eftir því að Jón og Hlynur taki slaginn áfram. „Það er best að þeir fái smá tíma til að meta stöðuna og finni réttu tilfinninguna. Það er rangur tími að spyrja þá núna en ég vona að þeir haldi áfram. Þeir eru leiðtogarnir í liðinu og þegar liðið lendir í mótlæti þá eru það þeir sem sýna réttu leiðina,“ sagði Craig. Jón Arnór og Hlynur ætla að taka sér sinn tíma í þessa stóru ákvörðun. Hver veit nema að sigur í gærkvöldi hefði verið réttur tímapunktur til að kveðja en það breytir ekki því að það eru forréttindi fyrir okkur Íslendinga að sjá þessa miklu höfðingja klæðast landsliðstreyjunni. Hver veit nema að við sjáum meira af þeim í númerum 8 og 9 í nóvember og febrúar.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Hörður Axel: Stoltur af okkur Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag. 6. september 2017 20:46 Martin: Mátti ekki anda á Markkanen Martin Hermannsson skoraði 12 stig í tapinu fyrir Finnum í síðasta leik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:46 Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin 6. september 2017 13:47 Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. 6. september 2017 22:12 Pedersen: Vil sjá hvort við komumst á þriðja Evrópumótið Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var ánægður með frammistöðuna gegn Finnum þótt úrslitin hafi verið neikvæð. Hann vill halda áfram með íslenska landsliðið. 6. september 2017 22:19 Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38 Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02 Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30 Grikkir fara áfram í 16-liða úrslit Grikkir tryggðu sér fjórða sæti A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag með sigri á Pólverjum 95-77 6. september 2017 16:23 Haukur Helgi: Sýndi að við eigum skilið að vera hérna Haukur Helgi Pálsson sagði sárt að sjá eftir sigrinum á móti Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta í kvöld. 6. september 2017 23:03 Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Hörður Axel: Stoltur af okkur Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag. 6. september 2017 20:46
Martin: Mátti ekki anda á Markkanen Martin Hermannsson skoraði 12 stig í tapinu fyrir Finnum í síðasta leik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:46
Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin 6. september 2017 13:47
Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. 6. september 2017 22:12
Pedersen: Vil sjá hvort við komumst á þriðja Evrópumótið Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var ánægður með frammistöðuna gegn Finnum þótt úrslitin hafi verið neikvæð. Hann vill halda áfram með íslenska landsliðið. 6. september 2017 22:19
Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38
Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02
Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30
Grikkir fara áfram í 16-liða úrslit Grikkir tryggðu sér fjórða sæti A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag með sigri á Pólverjum 95-77 6. september 2017 16:23
Haukur Helgi: Sýndi að við eigum skilið að vera hérna Haukur Helgi Pálsson sagði sárt að sjá eftir sigrinum á móti Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta í kvöld. 6. september 2017 23:03
Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“