Erlent

José nú orðinn fjórða stigs fellibylur

Atli Ísleifsson skrifar
José fer svipaða leið og Irma.
José fer svipaða leið og Irma. NOAA
Styrkur fellibylsins José í Atlantshafi hefur aukist nokkuð á síðustu klukkustundum og er hann nú flokkaður sem fjórða stigs fellibylur. Frá þessu greinir Bandaríska fellibyljastofnunin.

José er nú um sjö hundruð kílómetrum austsuðaustur af Hléborðseyjum og hafa vindhviður mælst all að 67 metrar á sekúndu.

José fer svipaða leið og Irma sem hefur herjað á íbúa Karíbahafs síðustu daga og stefnir á Flórída.

Mikill viðbúnaður hefur verið á Flórída og á eyjum Karíbahafs vegna komu Irmu. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við að allir íbúar ríkisins gætu þurft að yfirgefa heimili sín vegna komu Irmu. Búist er við að Irma nái Flórída á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×