Stórbokkaskapur sagður hafa kostað Star Wars-leikstjóra starfið Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2017 18:52 Colin Trevorrow. Vísir/Getty Fregnir bárust af því í vikunni að leikstjórinn Colin Trevorrow hefði stigið til hliðar sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm kom fram að um hefði verið að ræða sameiginlega ákvörðun leikstjórans og Lucasfilm og Disney um að stíga til hliðar.Á vef Vulture er kafað dýpra í málið og rætt við innanbúðarmenn í Hollywood, sem þekkja vel til fyrri verka Trevorrow, sem segja leikstjórann afar erfiðan í samstarfi. Trevorrow komst inn á radar Hollywood-risanna árið 2012 þegar myndin hans, Safety Not Guaranteed, sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Svo fór að hann var handvalinn af leikstjóranum Steven Spielberg til að leikstýra risamyndinni Jurassic World, sem gefin var út af Universal-kvikmyndaverinu. Myndin sló rækilega í gegn og þénaði 1,6 milljarða Bandaríkjadala í miðasölu kvikmyndahúsa. Hann var skömmu síðar ráðinn til að leikstýra níundu Stjörnustríðsmyndinni, en áður en hann fékk að setjast í leikstjórastólinn gerði hann myndina The Book of Henry. Hann lagði mikinn metnað í þá mynd en gagnrýnendur rifu hana í sig og áhorfendur héldu sig frá henni. „Á meðan Jurassic World var í framleiðslu þá eyddi Trevorrow mikilli orku í að standa fast á sínu,“ segir einn af innanbúðarmönnunum sem Vulture ræddi við en kaus að halda nafnleynd. „En af því að Spielberg hafði komið að því að ráða hann sem leikstjóra, þá gat enginn rekið hann fyrir að vera erfiður. Þegar myndin sló svo rækilega í gegn og hann ákvað að gera The Book of Henry, þá var hann gjörsamlega óþolandi. Hann var rosalega sjálfhverfur og duglegur að láta það í ljós.“ Þegar hann var við hugmyndavinnu að níundu Stjörnustríðsmyndinni reyndi mikið á samband hans við yfirmenn hjá Lucasfilm og varð að lokum óviðráðanlegur vegna fjölda breytinga á handriti myndarinnar. Einn heimildarmanna Vulture segir að þegar The Book of Henry kom út í ár og viðtökurnar hafi verið jafn dræmar og raun bar vitni, hafi það auðveldað ákvörðun Lucasfilm að láta Trevorrow fara. „Þau voru ekki svo spennt fyrir því lengur að vinna með honum. Hann er rosalega sannfærður um hæfileika sína og getu. Látum það duga.“ Sú sem ræður öllu hjá Lucas Film er kona að nafni Kathleen Kenedy, sem á að baki átta Óskarsverðlaunatilnefningar, en hún er forstjóri fyrirtækisins og vörumerkjastjóri þess. Hún var harðlega gagnrýnd í júní síðastliðnum fyrir að reka þá Phil Lord og Chris Miller sem leikstjóra Han Solo-myndarinnar. „Það er einn hliðarvörður þegar kemur að Star Wars og það er Kathleen Kennedy. Ef þú pirrar hana á einhvern hátt, þá ert þú búinn. Margir af þessum ungu leikstjórum mæta á svæðið og segjast vilja gera hitt og þetta. Þeir urðu ríkir rosalega fljótt, hafa notið mikillar velgengni og virkilega öruggir með sig. Þeir vilja ekki spila eftir reglunum. Þeir vilja gera hlutina öðruvísi. Kathleen Kennedy hefur ekki þolinmæði fyrir slíku,“ er haft eftir einum af heimildarmönnum Vulture. Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fregnir bárust af því í vikunni að leikstjórinn Colin Trevorrow hefði stigið til hliðar sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm kom fram að um hefði verið að ræða sameiginlega ákvörðun leikstjórans og Lucasfilm og Disney um að stíga til hliðar.Á vef Vulture er kafað dýpra í málið og rætt við innanbúðarmenn í Hollywood, sem þekkja vel til fyrri verka Trevorrow, sem segja leikstjórann afar erfiðan í samstarfi. Trevorrow komst inn á radar Hollywood-risanna árið 2012 þegar myndin hans, Safety Not Guaranteed, sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Svo fór að hann var handvalinn af leikstjóranum Steven Spielberg til að leikstýra risamyndinni Jurassic World, sem gefin var út af Universal-kvikmyndaverinu. Myndin sló rækilega í gegn og þénaði 1,6 milljarða Bandaríkjadala í miðasölu kvikmyndahúsa. Hann var skömmu síðar ráðinn til að leikstýra níundu Stjörnustríðsmyndinni, en áður en hann fékk að setjast í leikstjórastólinn gerði hann myndina The Book of Henry. Hann lagði mikinn metnað í þá mynd en gagnrýnendur rifu hana í sig og áhorfendur héldu sig frá henni. „Á meðan Jurassic World var í framleiðslu þá eyddi Trevorrow mikilli orku í að standa fast á sínu,“ segir einn af innanbúðarmönnunum sem Vulture ræddi við en kaus að halda nafnleynd. „En af því að Spielberg hafði komið að því að ráða hann sem leikstjóra, þá gat enginn rekið hann fyrir að vera erfiður. Þegar myndin sló svo rækilega í gegn og hann ákvað að gera The Book of Henry, þá var hann gjörsamlega óþolandi. Hann var rosalega sjálfhverfur og duglegur að láta það í ljós.“ Þegar hann var við hugmyndavinnu að níundu Stjörnustríðsmyndinni reyndi mikið á samband hans við yfirmenn hjá Lucasfilm og varð að lokum óviðráðanlegur vegna fjölda breytinga á handriti myndarinnar. Einn heimildarmanna Vulture segir að þegar The Book of Henry kom út í ár og viðtökurnar hafi verið jafn dræmar og raun bar vitni, hafi það auðveldað ákvörðun Lucasfilm að láta Trevorrow fara. „Þau voru ekki svo spennt fyrir því lengur að vinna með honum. Hann er rosalega sannfærður um hæfileika sína og getu. Látum það duga.“ Sú sem ræður öllu hjá Lucas Film er kona að nafni Kathleen Kenedy, sem á að baki átta Óskarsverðlaunatilnefningar, en hún er forstjóri fyrirtækisins og vörumerkjastjóri þess. Hún var harðlega gagnrýnd í júní síðastliðnum fyrir að reka þá Phil Lord og Chris Miller sem leikstjóra Han Solo-myndarinnar. „Það er einn hliðarvörður þegar kemur að Star Wars og það er Kathleen Kennedy. Ef þú pirrar hana á einhvern hátt, þá ert þú búinn. Margir af þessum ungu leikstjórum mæta á svæðið og segjast vilja gera hitt og þetta. Þeir urðu ríkir rosalega fljótt, hafa notið mikillar velgengni og virkilega öruggir með sig. Þeir vilja ekki spila eftir reglunum. Þeir vilja gera hlutina öðruvísi. Kathleen Kennedy hefur ekki þolinmæði fyrir slíku,“ er haft eftir einum af heimildarmönnum Vulture.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira