„Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 12:53 Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, á nefndarfundinum í dag. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, sem sat fyrir svörum hjá allsherjar-og menntamálanefnd þar sem fjallað var um uppreist æru segir að baráttan fyrir breytingum á reglum og verklagi varðandi uppreist æru hafi verið eins og vekja steinrunnið tröll af dvala. Þá finnist brotaþolum og aðstandendum eins og Robert hafi sannað sakleysi sitt með því að fá uppreist æru. Bergur hefur mikið látið til sín taka í sumar í varðandi þessi mál og farið fyrir brotaþolum og aðstandendum þeirra en Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Mál hans komst þó ekki í hámæli fyrr en í sumar eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Robert geti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.Misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum, bað Berg um að lýsa því hvernig viðbrögð kerfisins í þessu máli hefðu haft áhrif á brotaþola. Bergur sagði að sú flétta sem hefði átt sér staði í máli Roberts Downey væri misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins. Vísaði hann meðal annars í dóm Hæstaréttar í málinu sem svipti Robert starfsréttindum sínum og sagði hann ekki verðugan að hafa réttindi héraðsdómslögmanns vegna alvarleika brotanna.„Eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala“ „Okkar upplifun er sú að uppreist æra hafi verið misnotuð í þessu tilfelli. Að hlusta á það hér að forsetinn beri ekki ábyrgð, þó að hann skrifi undir, það þarf samt undirskrift hans, þetta hljómar fáránlega í eyrum fólks. Að þetta fari fyrir ríkisráð og ríkisstjórn og þeir hafi ekkert um þetta að segja, þetta hljómar líka fáránlega. Þetta sýnir líka að lögin um uppreist æru eru úr sér gengin,“ sagði Bergur. Hann benti síðan á það að Robert hefur aldrei játað sín brot eða viðurkennt þau þrátt fyrir ótvíræðan dóm Hæstaréttar um að hann hafi brotið alvarlega af sér. „Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru. Þannig snýr þetta að okkur. Okkur finnst hann hafa misnotað lögin og komi til með að starfa sem lögmaður með sama viðhorfi og þegar hann braut af sér. Við höfum þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt, skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl og skrifa inn á netmiðla til að það hafi heyrst í okkur. Þetta hefur verið eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala,“ sagði Bergur.Verst þegar menn í yfirburðastöðu smætta brotin Hann sagði að smám saman hafi komið eyru og heyrt í þeim, nokkrir þingmenn hafi haft samband og að þau væru þakklát fyrir það. „En það versta er þegar þessi brot eru smættuð af opinberum aðilum í fjölmiðlum og þeir koma fram í fjölmiðlum og segja að til séu verri brot og því ætti ekki að vera að ræða þetta. Þetta gerist á sama tíma og stelpurnar eru heima hjá sér ælandi af áfallastreituröskun. [...] Að menn í yfirburðastöðu, eins og brotamaðurinn, haldi áfram að smætta brotin, það voru skelfilegustu tímarnir í þessu,“ sagði Bergur og beindi svo eftirfarandi til nefndarmanna: „Hysjið upp um ykkur buxurnar og skoðið þetta.“ Sjá má upptöku frá fyrsta innleggi Bergs á fundinum hér fyrir neðan.Hér má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni. Uppreist æru Tengdar fréttir Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, sem sat fyrir svörum hjá allsherjar-og menntamálanefnd þar sem fjallað var um uppreist æru segir að baráttan fyrir breytingum á reglum og verklagi varðandi uppreist æru hafi verið eins og vekja steinrunnið tröll af dvala. Þá finnist brotaþolum og aðstandendum eins og Robert hafi sannað sakleysi sitt með því að fá uppreist æru. Bergur hefur mikið látið til sín taka í sumar í varðandi þessi mál og farið fyrir brotaþolum og aðstandendum þeirra en Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Mál hans komst þó ekki í hámæli fyrr en í sumar eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Robert geti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.Misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum, bað Berg um að lýsa því hvernig viðbrögð kerfisins í þessu máli hefðu haft áhrif á brotaþola. Bergur sagði að sú flétta sem hefði átt sér staði í máli Roberts Downey væri misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins. Vísaði hann meðal annars í dóm Hæstaréttar í málinu sem svipti Robert starfsréttindum sínum og sagði hann ekki verðugan að hafa réttindi héraðsdómslögmanns vegna alvarleika brotanna.„Eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala“ „Okkar upplifun er sú að uppreist æra hafi verið misnotuð í þessu tilfelli. Að hlusta á það hér að forsetinn beri ekki ábyrgð, þó að hann skrifi undir, það þarf samt undirskrift hans, þetta hljómar fáránlega í eyrum fólks. Að þetta fari fyrir ríkisráð og ríkisstjórn og þeir hafi ekkert um þetta að segja, þetta hljómar líka fáránlega. Þetta sýnir líka að lögin um uppreist æru eru úr sér gengin,“ sagði Bergur. Hann benti síðan á það að Robert hefur aldrei játað sín brot eða viðurkennt þau þrátt fyrir ótvíræðan dóm Hæstaréttar um að hann hafi brotið alvarlega af sér. „Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru. Þannig snýr þetta að okkur. Okkur finnst hann hafa misnotað lögin og komi til með að starfa sem lögmaður með sama viðhorfi og þegar hann braut af sér. Við höfum þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt, skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl og skrifa inn á netmiðla til að það hafi heyrst í okkur. Þetta hefur verið eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala,“ sagði Bergur.Verst þegar menn í yfirburðastöðu smætta brotin Hann sagði að smám saman hafi komið eyru og heyrt í þeim, nokkrir þingmenn hafi haft samband og að þau væru þakklát fyrir það. „En það versta er þegar þessi brot eru smættuð af opinberum aðilum í fjölmiðlum og þeir koma fram í fjölmiðlum og segja að til séu verri brot og því ætti ekki að vera að ræða þetta. Þetta gerist á sama tíma og stelpurnar eru heima hjá sér ælandi af áfallastreituröskun. [...] Að menn í yfirburðastöðu, eins og brotamaðurinn, haldi áfram að smætta brotin, það voru skelfilegustu tímarnir í þessu,“ sagði Bergur og beindi svo eftirfarandi til nefndarmanna: „Hysjið upp um ykkur buxurnar og skoðið þetta.“ Sjá má upptöku frá fyrsta innleggi Bergs á fundinum hér fyrir neðan.Hér má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni.
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11
Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00