Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2017 21:00 Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413. Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413.
Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira