Erlent

Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Minnst þrettán þúsund manns hefur verið bjargað í Houston og hafa rúmlega sautján þúsund flúið til fjöldahjálparstöðva.
Minnst þrettán þúsund manns hefur verið bjargað í Houston og hafa rúmlega sautján þúsund flúið til fjöldahjálparstöðva. Vísir/Getty
Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum.

Verksmiðjan, sem er í eigu Arkema Inc, er um 32 kílómetra norðaustan af miðborg Houston og hefur verið hulin vatni síðan fellibylurinn Harvey gekk á land í síðustu viku. Hún hefur verið rafmagnslaus síðan á sunnudag en öflugt kælikerfi verksmiðjunnar hindrar að efnin sem þar eru geymd ofhitni. Ef þau verði of heit munu þau springa - sem líklegt er að gæti gerst á næstu sex dögum að sögn framkvæmdastjóra Arkema, Richard Rowe.

„Efnin gætu sprungið og valdið stærðarinnar eldsvoða í kjölfarið,“ segir Rowe í samtali við fjölmiðla ytra. „Hið mikla vatnsmagn á svæðinu, sem og rafmagnsleysið, hindrar okkur fullkomlega að koma í veg fyrir það.“

Búið er að rýma íbúabyggð í um tveggja kílómetra radíus frá verksmiðjunni. Fleiri verksmiðjur fyrirtækisins hafa skemmst í hamfaraflóðunum í Texas.

Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston næstu daga. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×