Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 10:01 Vatnselgur liggur yfir aðalveginum að Arkema-efnaverksmiðjunni í Crosby, skammt frá Houston. Vísir/AFP Tvær sprengingar hafa heyrst og svartur reykur sést stíga upp frá efnaverksmiðju í útjaðrir Houston í Texas. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hefur varað við því að hún geti sprungið eða brunnið. Flóðin miklu af völdum fellibyljarins Harvey hafa sökkt verksmiðju fyrirtækisins Arkema og stöðvað kælikerfi þess. Án kælingarinnar ofhitna efnin sem þar er unnið með. Forsvarsmenn Arkema segja óhjákvæmilegt að verksmiðjan springi eða verði eldsvoða að bráð.Breska ríkisútvarpið BBC segir að flytja hafi þurft lögreglumann á sjúkrahús sem vann við að tryggja svæðið í kringum verksmiðjuna eftir að hann andaði að sér eiturgufum skömmu áður en sprengingarnar heyrðust.Ertandi reykur frá eldinumYfirvöld hafa skipað fólki í rúmlega tveggja kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna að yfirgefa svæðið vegna hættunnar. Verksmiðjan er 34 kílómetra fyrir utan Houston. Verksmiðjan framleiðir lífrænt peroxíð sem er meðal annars notað í lyfjaiðnaði og byggingarefni. Efnið getur orðið hættulegt við háan hita. Flóðin slógu út rafmagni til verksmiðjunnar og vararafstöðvar urðu einnig fyrir skemmdum af völdum vatnavaxtanna. Richard Rowe, forstjóri fyrirtækisins, sagði að svartur reykur frá sprengingum og eldi í verksmiðjunni yrði ertandi fyrir húð, augu og lungu.Fólk var enn að yfirgefa heimili sín á Houston-svæðinu í gær vegna flóðanna.Vísir/AFPHarvey nú talinn hitabeltislægðNú eru 33 sagðir látnir af völdum Harvey í austurhluta Texas. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltislægð en var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Veður er nú orðið skaplegra í Texas en áfram er spáð úrhellisrigningu næstu þrjá dagana allt frá Lúisíana til Kentucky. Varað er við flóðum í suðausturhluta Texas og suðvesturhluta Lúisíana. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Tvær sprengingar hafa heyrst og svartur reykur sést stíga upp frá efnaverksmiðju í útjaðrir Houston í Texas. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hefur varað við því að hún geti sprungið eða brunnið. Flóðin miklu af völdum fellibyljarins Harvey hafa sökkt verksmiðju fyrirtækisins Arkema og stöðvað kælikerfi þess. Án kælingarinnar ofhitna efnin sem þar er unnið með. Forsvarsmenn Arkema segja óhjákvæmilegt að verksmiðjan springi eða verði eldsvoða að bráð.Breska ríkisútvarpið BBC segir að flytja hafi þurft lögreglumann á sjúkrahús sem vann við að tryggja svæðið í kringum verksmiðjuna eftir að hann andaði að sér eiturgufum skömmu áður en sprengingarnar heyrðust.Ertandi reykur frá eldinumYfirvöld hafa skipað fólki í rúmlega tveggja kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna að yfirgefa svæðið vegna hættunnar. Verksmiðjan er 34 kílómetra fyrir utan Houston. Verksmiðjan framleiðir lífrænt peroxíð sem er meðal annars notað í lyfjaiðnaði og byggingarefni. Efnið getur orðið hættulegt við háan hita. Flóðin slógu út rafmagni til verksmiðjunnar og vararafstöðvar urðu einnig fyrir skemmdum af völdum vatnavaxtanna. Richard Rowe, forstjóri fyrirtækisins, sagði að svartur reykur frá sprengingum og eldi í verksmiðjunni yrði ertandi fyrir húð, augu og lungu.Fólk var enn að yfirgefa heimili sín á Houston-svæðinu í gær vegna flóðanna.Vísir/AFPHarvey nú talinn hitabeltislægðNú eru 33 sagðir látnir af völdum Harvey í austurhluta Texas. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltislægð en var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Veður er nú orðið skaplegra í Texas en áfram er spáð úrhellisrigningu næstu þrjá dagana allt frá Lúisíana til Kentucky. Varað er við flóðum í suðausturhluta Texas og suðvesturhluta Lúisíana.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47