Það verður fjölgun í barneignum hérna í bænum á næsta ári Magnús Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2017 11:30 Anton Helgi og Sossa við undirbúning sýningarinnar í Bíósalnum, Duushúsum í Reykjanesbæ. Ljósanótt hefur á undanförnum átján árum vaxið og dafnað og er í dag fyrir mörgum skemmtilegur endapunktur við hvert sumar. Á meðal margra skemmtilegra viðburða á hátíðinni er opnun sýningarinnar Blossi í Bíósalnum, Duushúsum í Reykjanesbæ. Þar sýna ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson og myndlistarkonan Sossa saman ljóð og málverk með nokkuð óvenjulegum hætti. Sossa segir að grunnurinn að sýningunni liggi í óútgefnum erótískum ljóðum eftir Anton Helga. „Við ákváðum það svo í sameiningu að það væri spennandi að vera með sýningu á ljóðum og málverkum saman. Þannig að ég er búin að vera að mála einhver ellefu verk við ellefu ljóð. Að auki þá þrykktum við ljóðin á grafíkpappír þannig að við erum með grafíkverk líka með lítilli mynd af hverju ljóði og þau verða líka innrömmuð þarna á sýningunni.“ Sossa segir að þetta ferli sé búið að vera eitt allsherjar ævintýri en bætir við, svona til að fyrirbyggja allan misskilning, að hún sé ekki að myndskreyta ljóðin. „Ég er fyrst og fremst að mála undir áhrifum frá þessum ljóðum en óneitanlega er það samt þannig að ef vel er að gáð þá sjást vissulega ákveðnar tilvísanir og hvert ég er að fara. En mér finnst samt mikilvægt að halda þessu þannig að hver og einn áhorfandi geti búið til sitt eigið ljóð, þannig að maður má ekki segja of mikið þannig að allir fái tækifæri til þess að hafa áhrif á verkið ef svo má segja. Að áhorfandinn hafi nú svona tækifæri til þess að búa til sína eigin erótík út frá þessu hérna í Reykjanesbæ,“ segir Sossa hlæjandi og bætir við: „Það verður örugglega fjölgun í barneignum hérna í bænum á næsta ári.“ Spurð hvort þau Anton Helgi hafi unnið saman áður segir Sossa að það hafi nú ekki verið áður með þessum hætti. „Ég hef hins vegar lesið mikið eftir hann og verið mjög hrifin af verkum hans. Þannig að þetta er í raun ekki í fyrsta skipti sem ég er undir áhrifum af ljóðum hans í minni myndlist. Hann er fyndinn og mikill húmoristi og ég vil meina að ég sé það líka þannig að við smellpössum saman enda er svona smá kómískur undirtónn í því sem við erum að gera. Þetta verkefni er búið að vera sérstaklega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að þetta eru óútgefin ljóð sem eiga svo eftir að koma út og nú frumsýnum við þetta saman.“ Sossa segir að þó svo hún hafi áður unnið undir áhrifum ljóða þá hafi þetta verkefni verið afar frábrugðið því sem hún er vön. „Ég hef reynt að vera trú Antoni Helga sem listamanni og gæta þess að hann skíni í gegn líka og fyrir vikið hef ég bæði þurft að fara gætilega en líka í raun langt út fyrir þægindaramma minn. Myndefnið er þannig þar sem þarna eru samfarir og blíðuhót, líka karla við karla og kvenna við konur, en þetta er alltaf fallegt – aldrei ljótt. En það hefur alveg reynt á að takast á við þessa fegurð í öllum sínum formum og myndum.“ Ferlið var þannig að Sossa tók við ljóðunum fullbúnum frá Antoni Helga og í framhaldinu tók hennar vinna við. „Ég sendi honum reyndar á frumstigum ákveðna línu og fékk samþykki og aldrei fékk ég nei. Við erum líka hvort á sinni línu þannig að ég hefði ekkert fílað það ef hann hefði eitthvað verið að mála inn á mínar myndir frekar en að ég væri eitthvað að potast í hans texta. Við værum eflaust ekki svona góðir vinir í dag hefði það verið. En við erum búin að þekkjast í ein fjörutíu ár og höfum fylgst hvort með öðru sem listamönnum á þessum tíma og tölum í raun sama tungumálið þannig lagað séð. Það er líka að mörgu leyti stutt á milli myndlistar og ljóðs – þetta eru tveir ólíkir miðlar að sama marki. Ég sem málari vil þó ekki gefa alla línuna heldur kýs frekar að fólk fái að ráða í það sem fyrir augu ber og kannist þá vonandi við sig í verkunum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. ágúst. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljósanótt hefur á undanförnum átján árum vaxið og dafnað og er í dag fyrir mörgum skemmtilegur endapunktur við hvert sumar. Á meðal margra skemmtilegra viðburða á hátíðinni er opnun sýningarinnar Blossi í Bíósalnum, Duushúsum í Reykjanesbæ. Þar sýna ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson og myndlistarkonan Sossa saman ljóð og málverk með nokkuð óvenjulegum hætti. Sossa segir að grunnurinn að sýningunni liggi í óútgefnum erótískum ljóðum eftir Anton Helga. „Við ákváðum það svo í sameiningu að það væri spennandi að vera með sýningu á ljóðum og málverkum saman. Þannig að ég er búin að vera að mála einhver ellefu verk við ellefu ljóð. Að auki þá þrykktum við ljóðin á grafíkpappír þannig að við erum með grafíkverk líka með lítilli mynd af hverju ljóði og þau verða líka innrömmuð þarna á sýningunni.“ Sossa segir að þetta ferli sé búið að vera eitt allsherjar ævintýri en bætir við, svona til að fyrirbyggja allan misskilning, að hún sé ekki að myndskreyta ljóðin. „Ég er fyrst og fremst að mála undir áhrifum frá þessum ljóðum en óneitanlega er það samt þannig að ef vel er að gáð þá sjást vissulega ákveðnar tilvísanir og hvert ég er að fara. En mér finnst samt mikilvægt að halda þessu þannig að hver og einn áhorfandi geti búið til sitt eigið ljóð, þannig að maður má ekki segja of mikið þannig að allir fái tækifæri til þess að hafa áhrif á verkið ef svo má segja. Að áhorfandinn hafi nú svona tækifæri til þess að búa til sína eigin erótík út frá þessu hérna í Reykjanesbæ,“ segir Sossa hlæjandi og bætir við: „Það verður örugglega fjölgun í barneignum hérna í bænum á næsta ári.“ Spurð hvort þau Anton Helgi hafi unnið saman áður segir Sossa að það hafi nú ekki verið áður með þessum hætti. „Ég hef hins vegar lesið mikið eftir hann og verið mjög hrifin af verkum hans. Þannig að þetta er í raun ekki í fyrsta skipti sem ég er undir áhrifum af ljóðum hans í minni myndlist. Hann er fyndinn og mikill húmoristi og ég vil meina að ég sé það líka þannig að við smellpössum saman enda er svona smá kómískur undirtónn í því sem við erum að gera. Þetta verkefni er búið að vera sérstaklega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að þetta eru óútgefin ljóð sem eiga svo eftir að koma út og nú frumsýnum við þetta saman.“ Sossa segir að þó svo hún hafi áður unnið undir áhrifum ljóða þá hafi þetta verkefni verið afar frábrugðið því sem hún er vön. „Ég hef reynt að vera trú Antoni Helga sem listamanni og gæta þess að hann skíni í gegn líka og fyrir vikið hef ég bæði þurft að fara gætilega en líka í raun langt út fyrir þægindaramma minn. Myndefnið er þannig þar sem þarna eru samfarir og blíðuhót, líka karla við karla og kvenna við konur, en þetta er alltaf fallegt – aldrei ljótt. En það hefur alveg reynt á að takast á við þessa fegurð í öllum sínum formum og myndum.“ Ferlið var þannig að Sossa tók við ljóðunum fullbúnum frá Antoni Helga og í framhaldinu tók hennar vinna við. „Ég sendi honum reyndar á frumstigum ákveðna línu og fékk samþykki og aldrei fékk ég nei. Við erum líka hvort á sinni línu þannig að ég hefði ekkert fílað það ef hann hefði eitthvað verið að mála inn á mínar myndir frekar en að ég væri eitthvað að potast í hans texta. Við værum eflaust ekki svona góðir vinir í dag hefði það verið. En við erum búin að þekkjast í ein fjörutíu ár og höfum fylgst hvort með öðru sem listamönnum á þessum tíma og tölum í raun sama tungumálið þannig lagað séð. Það er líka að mörgu leyti stutt á milli myndlistar og ljóðs – þetta eru tveir ólíkir miðlar að sama marki. Ég sem málari vil þó ekki gefa alla línuna heldur kýs frekar að fólk fái að ráða í það sem fyrir augu ber og kannist þá vonandi við sig í verkunum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. ágúst.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira