Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 16:11 Vegatálmum hefur verið komið fyrir til að loka fyrir aðgang að efnaverksmiðjunni í Crosby, rúma 30 kílómetrum frá Houston. Vísir/AFP Reykjarmökkurinn sem leggur frá skemmdri efnaverksmiðju nærri Houston getur verið „ótrúlega hættulegur“, að sögn yfirmanns Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA). Eldur logar í efnum í verksmiðjunni eftir að flóð af völdum Harvey skemmdu kælikerfi hennar. William Long, yfirmaður FEMA, lýstu verulegum áhyggjum af því að eiturský gæti lagt frá verksmiðjunni, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Forsvarsmenn Arkema, franska fyrirtækisins sem rekur verksmiðjuna, höfðu áður varað við að engin leið væri að koma í veg fyrir sprengingu í henni. Reuters-fréttastofan segir að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi sent neyðarstarfsmenn á staðinn. Lögreglumaður sem andaði að sér eiturgufum var fluttur á sjúkrahús og níu aðrir voru færðir til aðhlynningar til öryggis. Fólki í tæplega 2,5 kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.Neita frásögnum af sprenginguWashington Post segir hins vegar að ólíkum sögum fari af því hvað hafi gerst í verksmiðjunni fram að þessu. Upphaflega sagði fyrirtækið að neyðarstarfsmenn Harris-sýslu hafi greint því frá tveimur sprengingum og svörtum reyk frá verksmiðjunni. Aftur á móti segir slökkvilið sýslunnar að efnahvörf hefðu átt sér stað í verksmiðjunni og að reyk legði frá henni við og við og embættismaður sýslunnar fullyrti að miklar sprengingar hefðu ekki átt sér stað. Þess í stað hafi „hvellir“ heyrst frá verksmiðjunni. Arkema framleiðir lífærnt peroxíð. Þegar rafmagni sló út í flóðunum stöðvaðist kælikerfi verksmiðjunnar. Sprengihætta hefur skapast af því að efnin ofhitni. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Reykjarmökkurinn sem leggur frá skemmdri efnaverksmiðju nærri Houston getur verið „ótrúlega hættulegur“, að sögn yfirmanns Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA). Eldur logar í efnum í verksmiðjunni eftir að flóð af völdum Harvey skemmdu kælikerfi hennar. William Long, yfirmaður FEMA, lýstu verulegum áhyggjum af því að eiturský gæti lagt frá verksmiðjunni, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Forsvarsmenn Arkema, franska fyrirtækisins sem rekur verksmiðjuna, höfðu áður varað við að engin leið væri að koma í veg fyrir sprengingu í henni. Reuters-fréttastofan segir að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi sent neyðarstarfsmenn á staðinn. Lögreglumaður sem andaði að sér eiturgufum var fluttur á sjúkrahús og níu aðrir voru færðir til aðhlynningar til öryggis. Fólki í tæplega 2,5 kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.Neita frásögnum af sprenginguWashington Post segir hins vegar að ólíkum sögum fari af því hvað hafi gerst í verksmiðjunni fram að þessu. Upphaflega sagði fyrirtækið að neyðarstarfsmenn Harris-sýslu hafi greint því frá tveimur sprengingum og svörtum reyk frá verksmiðjunni. Aftur á móti segir slökkvilið sýslunnar að efnahvörf hefðu átt sér stað í verksmiðjunni og að reyk legði frá henni við og við og embættismaður sýslunnar fullyrti að miklar sprengingar hefðu ekki átt sér stað. Þess í stað hafi „hvellir“ heyrst frá verksmiðjunni. Arkema framleiðir lífærnt peroxíð. Þegar rafmagni sló út í flóðunum stöðvaðist kælikerfi verksmiðjunnar. Sprengihætta hefur skapast af því að efnin ofhitni.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47