Innlent

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Valhöll.
Valhöll. Vísir/Pjetur
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun halda leiðtogaprófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, nú síðdegis.

Fyrir fundinn höfðu félagar í stjórn Varðar gagnrýnt stjórn fulltrúaráðsins fyrir afgreiðslu á tillögu um leiðtogaprófkjör en slíkt fyrirkomulag gerir ráð fyrir að aðeins sé kosið um oddvitasæti lista í almennum kosningum. Nefnd sjái svo um að skipa í önnur sæti á listunum.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði fram breytingartillögu á fundinum sem samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða og segir Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar í samtali við Vísi að sátt hafi náðst um breytingartillögu Guðlaugs Þórs.

Hún felur í sér að skipaður verði fimm manna starfshópur em hafi umsjón með leiðtogaprófkjörinu og uppstillinguna auk þess sem að þessi hópur leggi fram tillögur um hvenær prófkjörið fari fram en fyrri tillaga hafi gert ráð fyrir því að kosið yrði þann 21. október næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×