Erlent

Málmstykki var bundið á lík Kim Wall

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn.
Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn.

Blóð úr sænsku blaðakonunni Kim Wall fannst um borð í kafbátnum Nautilus. Jens Møller aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni staðfesti þetta á blaðamannafundi lögreglunnar í Kaupmannahöfn í morgunn. Lögreglan í Kaupmannahöfn staðfesti á Twitter fyrr í dag að líkið sem fannst sundurlimað við strendur Amager sé af Wall. Notast var við hárbursta og tannbursta hennar við DNA rannsóknina.

Á blaðamannafundinum kom fram að málmstykki var bundið á líkið til þess að tryggja að það myndi sökkva til botns. Einnig voru áverkar á líkinu sem þykja sýna að morðingi Wall hafi reynt að lofttæma það til þess að koma í veg fyrir að það myndi fljóta eða reka í land. Enn verið að leita af fleiri líkamshlutum. Jens vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um líkið að svo stöddu.

Kafbátnum UC3 Nautilus var sökkt viljandi og hingað til hafði líkfundurinn og kafbátarannsóknin verið skoðað sem tvö aðskilin mál. Nú er þetta rannsakað sem eitt og sama málið. Lögreglan hefur enn ekki staðfest dánarorsök blaðakonunnar sem sást síðast þann 10.ágúst. Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi til 5.september grunaður um aðild að hvarfi Wall.


Tengdar fréttir

Sundurlimaða líkið af Kim Wall

Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×