Fótbolti

Tölvuþrjótar fölsuðu frétt um nýjan stjörnuleikmann Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
:Lionel Messi og Angel Di Maria á æfingu með argentínska landsliðinu.
:Lionel Messi og Angel Di Maria á æfingu með argentínska landsliðinu. Vísir/Getty
Lionel Messi er ekki að fá til síns félaga sinn úr argentínska landsliðinu allavega ekki strax. Það voru falskar fréttir sem birtustu óvænt inn á samfélagsamiðil Barcelona í nótt.

Barcelona hefur nú gefið það út að tölvuþrjótur hafi brotist inn á Twitter-síðu félagsins eftir að þar kom fram að Barcelona hefði gengið frá kaupunum á Argentínumanninum Angel di Maria frá Paris Saint-Germain.

Katalóníuliðið hefur enn ekki tekist að fylla í skarð Brasilíumannsins Neymars sem fór til Paris Saint-Germain fyrir metfé.

Hakkarahópurinn OurMine ber ábyrgð af fréttinni af Angel di Maria. Þeir settu inn á Barcelona Twitter-reikninginn: „Vertu velkominn Angel di Maria til FC Bacelona“.  Sky segir frá.





Mynd/Skjáskot
Umsjónarmenn samfélagsmiðla Barcelona vöknuðu því upp við vondan draum þegar allt fór af stað við þessar fréttir en gáfu það út tveimur tímum síðar að tölvuþrjótar bæru ábyrgð á þessu.

Barcelona hefur enn ekki tekist að kaupa Philippe Coutinho frá Liverpool eða Ousmane Dembélé frá Dortmund sem eru efstu menn á óskalistanum.

Það voru hinsvegar einhverjar fréttir af því að Börsungar væru farnir að horfa til þess að fá Angel di Maria frá Paris Saint-Germain og tölvuþrjótarnir stukku á það.

Það fyndnasta af öllu væri síðan ef að Angel di Maria komi eftir allt saman til Barcelona frá Paris Saint-Germain áður en félagsskiptaglugginn lokar í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×