Hjálpar að hafa sálufélagann hjá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 06:30 Halldór Jón Sigurðson, þjálfari Þórs/KA fagnar einu marka liðsins hér á myndinni til vinstri en á myndinni til hægri má sjá Þórs/KA stelpurnar fagna marki Stephany Mayor. Bianca Sierra faðmar Stephany. Fréttablaðið/Ernir Þór/KA er í frábærum málum á toppi Pepsi-deildar kvenna með átta stiga forskot þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Þegar lagt var af stað í vor var enginn að tala um lið Þórs/KA en eftir sigur á meistaraefnum Vals og Breiðabliks í fyrstu tveimur umferðunum hafa allir verið að elta norðankonur. Maður á bak við velgengni Þórs/KA er þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson sem breytti meðalliði í meistaralið á nokkrum mánuðum. „Feykilega öflugt skipulag og vinnusamir leikmenn með bunka af hæfileikum,“ segir Halldór um lykilatriðið á bak við árangurinn.Unnu mest í hugarfarinu „Þó að það sé mjög svipaður leikmannahópur þá breytum við alveg um leikkerfi. Við höfum samt unnið hvað mest í hugarfarslegum þáttum. Það er það stærsta í þessu að mínu mati. Svo höfum við haldið áfram að vinna þá góðu vinnu sem hefur verið unnin hjá Þór/KA áður í þó nokkur ár. Stelpurnar hafa fengið flotta reynslu í gegnum fyrri þjálfara og hafa þróast vel. Svo höfum við bara haldið áfram með það og hjálpað þeim að verða enn þá betri,“ segir Halldór. Hann þjálfar nú knattspyrnukonur í fyrsta sinn. „Þetta var fyrst og fremst aðeins öðruvísi reynsla. Þó að þetta sé sjöunda árið mitt í meistaraflokksþjálfun þá hef ég ekki áður verið með kvennalið í efstu deild. Það var ákveðin áskorun sem mig langaði að taka og ég sé alls ekki eftir því. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ég get alveg hugsað mér að vera áfram í þessu,“ segir Halldór. Þór/KA er með góða forystu og það er lítið eftir af mótinu. Það væri algjört klúður að missa af titlinum úr þessu.Svakalega góð staða „Staðan er svakalega góð en það er ótrúlega auðvelt að klúðra þessu. Það er miklu auðveldara en margir halda. Það er miklu auðveldara að klúðra hlutunum núna heldur en að klára þá. Það þarf að halda svakalega vel á spöðunum og halda einbeitingu því það eru allir að keppast við að vinna efsta liðið og vera fyrsta liðið til að vinna okkur,“ segir Halldór og fram undan eru leikir við ÍBV og Stjörnuna. „Við erum að spila við lið í næstu tveimur leikjum sem eiga enn þá tölfræðilega möguleika á vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það er enginn að segja mér annað en þau vilji reyna það. Það þarf að halda vel á spöðunum og klára þetta mót með glans,“ segir Halldór.Donni fagnar í sumar.vísir/eyþórDraumaleikmaður þjálfarans Það verður ekki erfitt að velja leikmann ársins fari svo eins og allt stefnir í. Stephany Mayor hefur átt stórkostlegt sumar. Hafi hún verið góð í fyrra þá hefur verið rosaleg í sumar. „Hún er ótrúlega útsjónarsamur leikmaður, fljót og mjög líkamlega sterk. Hún er með tæknilega getu sem enginn annar leikmaður hefur á Íslandi. Svo er hún líka ótrúlega auðmjúkur og duglegur leikmaður. Hún sinnir varnarvinnunni mjög vel, sinnir sínu hlutverki alveg svakalega vel og fer vel eftir fyrirmælum. Hún er draumaleikmaður þjálfarans í rauninni,“ segir Halldór. Mayor er þegar búinn að skora þremur mörkum meira en allt síðasta sumar og þá er hún líka að leggja upp fleiri mörk í sumar. „Hún hefur kannski kreist meira út úr sjálfri sér og við höfum reynt að hjálpa henni með það. Hún er klárlega að spila betur heldur en í fyrra. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að henni líður ótrúlega vel á Íslandi núna og enn þá betur fyrst að Bianca er með henni. Það hjálpar alveg hundrað prósent að hafa sálufélagann með sér á Íslandi. Þeim líður svakalega vel og þegar þér líður vel og ert á góðum stað þá getur þú gert enn þá betur í lífinu og í fótboltanum með,“ segir Halldór Hann er ánægðastur með hvað stelpurnar eru móttækilegar fyrir hans hugmyndum. „Aðalmálið í þessu öllu saman er að stelpurnar hafi trú á því sem er verið að gera, fari eftir því og skili því af sér. Það er auðvelt fyrir þjálfara að setja eitthvað upp en svo gera stelpurnar bara einhvern fjandann sem þær vilja. Þær eru ótrúlega góðar í að fara eftir hlutunum og trúa á það sem þær eru að gera. Þetta væri ekki hægt öðruvísi.“ sagði Halldór að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Þór/KA er í frábærum málum á toppi Pepsi-deildar kvenna með átta stiga forskot þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Þegar lagt var af stað í vor var enginn að tala um lið Þórs/KA en eftir sigur á meistaraefnum Vals og Breiðabliks í fyrstu tveimur umferðunum hafa allir verið að elta norðankonur. Maður á bak við velgengni Þórs/KA er þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson sem breytti meðalliði í meistaralið á nokkrum mánuðum. „Feykilega öflugt skipulag og vinnusamir leikmenn með bunka af hæfileikum,“ segir Halldór um lykilatriðið á bak við árangurinn.Unnu mest í hugarfarinu „Þó að það sé mjög svipaður leikmannahópur þá breytum við alveg um leikkerfi. Við höfum samt unnið hvað mest í hugarfarslegum þáttum. Það er það stærsta í þessu að mínu mati. Svo höfum við haldið áfram að vinna þá góðu vinnu sem hefur verið unnin hjá Þór/KA áður í þó nokkur ár. Stelpurnar hafa fengið flotta reynslu í gegnum fyrri þjálfara og hafa þróast vel. Svo höfum við bara haldið áfram með það og hjálpað þeim að verða enn þá betri,“ segir Halldór. Hann þjálfar nú knattspyrnukonur í fyrsta sinn. „Þetta var fyrst og fremst aðeins öðruvísi reynsla. Þó að þetta sé sjöunda árið mitt í meistaraflokksþjálfun þá hef ég ekki áður verið með kvennalið í efstu deild. Það var ákveðin áskorun sem mig langaði að taka og ég sé alls ekki eftir því. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ég get alveg hugsað mér að vera áfram í þessu,“ segir Halldór. Þór/KA er með góða forystu og það er lítið eftir af mótinu. Það væri algjört klúður að missa af titlinum úr þessu.Svakalega góð staða „Staðan er svakalega góð en það er ótrúlega auðvelt að klúðra þessu. Það er miklu auðveldara en margir halda. Það er miklu auðveldara að klúðra hlutunum núna heldur en að klára þá. Það þarf að halda svakalega vel á spöðunum og halda einbeitingu því það eru allir að keppast við að vinna efsta liðið og vera fyrsta liðið til að vinna okkur,“ segir Halldór og fram undan eru leikir við ÍBV og Stjörnuna. „Við erum að spila við lið í næstu tveimur leikjum sem eiga enn þá tölfræðilega möguleika á vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það er enginn að segja mér annað en þau vilji reyna það. Það þarf að halda vel á spöðunum og klára þetta mót með glans,“ segir Halldór.Donni fagnar í sumar.vísir/eyþórDraumaleikmaður þjálfarans Það verður ekki erfitt að velja leikmann ársins fari svo eins og allt stefnir í. Stephany Mayor hefur átt stórkostlegt sumar. Hafi hún verið góð í fyrra þá hefur verið rosaleg í sumar. „Hún er ótrúlega útsjónarsamur leikmaður, fljót og mjög líkamlega sterk. Hún er með tæknilega getu sem enginn annar leikmaður hefur á Íslandi. Svo er hún líka ótrúlega auðmjúkur og duglegur leikmaður. Hún sinnir varnarvinnunni mjög vel, sinnir sínu hlutverki alveg svakalega vel og fer vel eftir fyrirmælum. Hún er draumaleikmaður þjálfarans í rauninni,“ segir Halldór. Mayor er þegar búinn að skora þremur mörkum meira en allt síðasta sumar og þá er hún líka að leggja upp fleiri mörk í sumar. „Hún hefur kannski kreist meira út úr sjálfri sér og við höfum reynt að hjálpa henni með það. Hún er klárlega að spila betur heldur en í fyrra. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að henni líður ótrúlega vel á Íslandi núna og enn þá betur fyrst að Bianca er með henni. Það hjálpar alveg hundrað prósent að hafa sálufélagann með sér á Íslandi. Þeim líður svakalega vel og þegar þér líður vel og ert á góðum stað þá getur þú gert enn þá betur í lífinu og í fótboltanum með,“ segir Halldór Hann er ánægðastur með hvað stelpurnar eru móttækilegar fyrir hans hugmyndum. „Aðalmálið í þessu öllu saman er að stelpurnar hafi trú á því sem er verið að gera, fari eftir því og skili því af sér. Það er auðvelt fyrir þjálfara að setja eitthvað upp en svo gera stelpurnar bara einhvern fjandann sem þær vilja. Þær eru ótrúlega góðar í að fara eftir hlutunum og trúa á það sem þær eru að gera. Þetta væri ekki hægt öðruvísi.“ sagði Halldór að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira