Fótbolti

United og Liverpool sluppu vel | Tottenham í erfiðum riðli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mauricio Pochettino og lærisveinar hans eru í afar erfiðum riðli.
Mauricio Pochettino og lærisveinar hans eru í afar erfiðum riðli. vísir/getty
Manchester United og Liverpool voru nokkuð heppin þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag.

United er í A-riðli með Benfica, Basel og CSKA Moskvu. Liverpool er í E-riðli með Spartak Moskvu, Sevilla og FH-bönunum í Maribor.

Tottenham datt ekki í lukkupottinn en liðið er með Evrópumeisturum Real Madrid, Borussia Dortmund og APOEL í H-riðli. Sömu sögu er að segja af Englandsmeisturum Chelsea sem eru með Atlético Madrid, Roma og Qarabag í C-riðli.

Manchester City er með Shakhtar Donetsk, Napoli og Feyenoord í F-riðli.

Juventus, silfurliðið frá síðasta tímabili, er í D-riðli með Barcelona og Bayern München og Paris Saint-Germain eru saman í B-riðli.

Riðlakeppnin hefst þriðjudaginn 12. september.

Riðlarnir í Meistaradeild Evrópu:

A-riðill:

Benfica

Manchester United

Basel

CSKA Moskva

B-riðill:

Bayern München

Paris Saint-Germain

Anderlecht

Celtic

C-riðill:

Chelsea

Atlético Madrid

Roma

Qarabag

D-riðill:

Juventus

Barcelona

Olympiacos

Sporting

E-riðill:

Spartak Moskva

Sevilla

Liverpool

Maribor

F-riðill:

Shakhtar Donetsk

Manchester City

Napoli

Feyenoord

G-riðill:

Monaco

Porto

Besiktas

RB Leipzig

H-riðill:

Real Madrid

Borussia Dortmund

Tottenham

APOEL




Fleiri fréttir

Sjá meira
×