Afkoma N1 veldur vonbrigðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 EBIDTA N1 dróst saman um 30% á milli ára. vísir/vilhelm Sala og framlegð olíufélagsins N1 á öðrum fjórðungi ársins olli vonbrigðum að mati hagfræðideildar Landsbankans sem segir að svo virðist sem félagið finni fyrir áhrifum af samkeppninni við bandaríska risann Costco. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu var rúmlega 300 milljónum króna lægri en sérfræðingar Landsbankans og IFS greiningar höfðu spáð. Fjárfestar virðast ekki hafa tekið vel í uppgjör olíufélagsins fyrir annan fjórðung ársins, en til marks um það lækkuðu hlutabréf í félaginu um 5,8 prósent í verði í gær. Fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því af hverju stjórnendur N1 hafi ákveðið að halda afkomuspá sinni óbreyttri fyrir árið, en stjórnendurnir gera áfram ráð fyrir að EBIDTA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna á árinu, að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup félagsins á Festi. EBIDTA félagsins var 768 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins og lækkaði um heil þrjátíu prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining gerðu hins vegar ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn myndi haldast nokkuð óbreyttur eða lækka um örfá prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í ljósi afkomu N1 á öðrum fjórðungi ársins þurfi EBIDTA á seinni helmingi þessa árs að vera 64 milljónum króna hærri en hún var á seinni helmingi síðasta árs til þess að spá stjórnendanna gangi eftir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58 Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00 GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Sala og framlegð olíufélagsins N1 á öðrum fjórðungi ársins olli vonbrigðum að mati hagfræðideildar Landsbankans sem segir að svo virðist sem félagið finni fyrir áhrifum af samkeppninni við bandaríska risann Costco. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu var rúmlega 300 milljónum króna lægri en sérfræðingar Landsbankans og IFS greiningar höfðu spáð. Fjárfestar virðast ekki hafa tekið vel í uppgjör olíufélagsins fyrir annan fjórðung ársins, en til marks um það lækkuðu hlutabréf í félaginu um 5,8 prósent í verði í gær. Fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því af hverju stjórnendur N1 hafi ákveðið að halda afkomuspá sinni óbreyttri fyrir árið, en stjórnendurnir gera áfram ráð fyrir að EBIDTA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna á árinu, að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup félagsins á Festi. EBIDTA félagsins var 768 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins og lækkaði um heil þrjátíu prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining gerðu hins vegar ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn myndi haldast nokkuð óbreyttur eða lækka um örfá prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í ljósi afkomu N1 á öðrum fjórðungi ársins þurfi EBIDTA á seinni helmingi þessa árs að vera 64 milljónum króna hærri en hún var á seinni helmingi síðasta árs til þess að spá stjórnendanna gangi eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58 Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00 GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58
Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00
GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00