Gekk á vegg þegar komið var að listasögunni Magnús Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2017 10:30 Henrik Anderson stendur hér yfir broti af því sem er að finna í skjalasafni Asgers Jorn, Scandinavian Institute of Comparative Vandalism. Visir/Anton Brink Asger Jorn (1914-1973) er mikilvægt nafn í norrænni myndlistarsögu síðustu aldar. Á Íslandi er hann einkum þekktur fyrir að vera einn stofnenda COBRA hreyfingarinnar, en allmargir íslenskir listamenn tengdust hreyfingunni og þá sérstaklega Svavar Guðnason. Auk þess að vera mikilvirkur listamaður þá var Asger Jorn alla tíð pólitískur einstaklingur, var m.a. um tíma virkur í andspyrnuhreyfingu kommúnista á hernámsárunum en jafnframt friðarsinni sem var hugmyndafræðilega virkur í bæði lífi sínu og list. Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands all sérstæð sýning á merkum hluta af höfundarverki Asgers Jorn en sýningarstjóri er myndlistarmaðurinn, sýningarstjórinn og rithöfundurinn Henrik Anderson. Henrik bendir á að flestir þekki til Jorns sem abstraktmálara frá fimmta til sjöunda áratugarins og að það höfundarverk hans sé vissulega gríðarlega mikilvægt. „Færri vita að hann var einnig virkur í ýmsum öðrum verkefnum en COBRA og m.a. í stofnun hreyfingar situationista sem var byltingarkennd listræn hreyfing. En á meðan á öllu þessu stóð var hann alltaf að vinna að eigin rannsóknarverkefni. Þetta verkefni var í aðra röndina afar fræðilegt en svo fól það einnig í sér ákveðið háð gagnvart hinni akademísku nálgun að listasögunni.Risavaxið alfræðirit Á þessum tíma, frá því seint á sjötta og snemma á sjöunda áratugnum, fór Jorn fjölmargar ferðir vítt og breitt um Skandinavíu og reyndar víðar um Evrópu og ljósmyndaði listmuni af ýmsum toga. Markmiðið var að setja saman 32 binda alfræðirit um skandinavíska alþýðulist. Verkið átti að heita Tíu þúsund ár af norrænni alþýðulist. Það fór þó því miður þannig að þetta verkefni gekk ekki upp þar sem hann fékk ekki þá viðurkenningu sem til þurfti frá fræðimönnum þess tíma, þrátt fyrir að hafa áður fengið ýmis vilyrði fyrir fjárstuðningi og jafnframt listrænu frelsi sem varð svo aldrei raunin. Það leiddi til þess að Jorn pakkaði skjalasafninu, sem innihélt tugir þúsunda ljósmynda, niður og það gerði hann reyndar með frekar dramatískum og táknrænum hætti. Skjalasafnið kallaði hann Scandinavian Institute of Comparative Vandalism. Þetta efni átti eftir að liggja lengi óhreyft en það hefur þó loksins verið að breytast á síðustu árum.“ Henrik Anderson segir að hann hafi lagst í að rannsaka þetta gríðarlega stóra skjalasafn Jorns og setja svo upp sýningar þar sem hann útskýrir aðferðafræði listamannsins. „Sýningin hjálpar okkur að skilja hvers vegna Jorn kallaði þetta mikla safn Scandinavian Institute of Comparative Vandalism. Svarið við því að er að finna á sýningunni í skoðun á nálgun og aðferðum Jorns á þessu mikla viðfangsefni.“Myndir úr skjalasafninu Scandinavian Institute of Comparative Vandalism. Visir/Anton BrinkAðferð en ekki verk Henrik Anderson segir að með því að koma nú með þessa sögu til Íslands þá bæði gefist listunnendum hér tækifæri til þess að kynna sér það sem að baki liggur, en einnig sé gaman að skoða þau tengsl sem listamaðurinn hafi haft við landið. „Jorn og Halldór Laxness voru til að mynda góðir vinir og unnu meðal annars saman að bókverki eftir Sögunni af brauðinu dýra, sem er eflaust öllum hér vel kunnug. En Asger Jorn var einnig góður vinur dr. Selmu Jónsdóttur listfræðings, en þannig vill til að hér er einmitt verið að minnast aldarafmælis þeirrar merku konu um þessar mundir. Að auki þá hefur komið á daginn að Selma tók þátt í umræddum rannsóknum Jorns. Hún hafði tekið að sér að ljósmynda íslenska listmuni og sitthvað fleira. Þetta er eitthvað sem við vorum bara að átta okkur á nýverið en það er líka hluti af því hvernig við vinnum í þessu ferli. Málið er að Asger Jorn hafði komið sér upp heilmiklu alþjóðlegu neti lista- og fræðimanna sem honum tókst að virkja í þessu stóra verkefni og auðvitað veitti ekki af.“ Henrik Anderson bætir við að sýningin í Listasafni Íslands snúist meðal annars um þessa þætti rannsóknar Asgers Jorn og sé því alls ekki hefðbundin listaverkasýning. „Þetta snýst um að útskýra aðferð fremur en að vera verk eftir Asger Jorn. Þetta er spurning um það hvernig við getum skoðað myndefni og listaverk og sett það í ákveðið samhengi.“ Skapandi skemmdarverk En um hvað snýst þetta hugtak Comperative Vandalism sem þýða má kannski sem samanburðarskemmdarverk? „Þegar Jorn notar þessa nálgun skemmdarverkanna þá er það í fyrsta lagi tilraun til þess að skapa hugtak sem hann getur notað til þess að túlka allt þetta efni. En í öðru lagi þá felur það líka í sér ögrun, ákveðið háð og grín. Margir listamenn hafa þó reynt að nýta sér skemmdarverkahugtakið sem eitthvað skapandi, eitthvað sem skapar nýja merkingu. Hugsaðu þér til að mynda að þú ofskrifir eitthvað – að þú gangir of langt. Þetta er staða undirmálsmannsins, þess sem hefur alltaf á brattann að sækja í samfélaginu. Þess sem segir: Þú sérð það sem ég geri sem skemmdarverk en fyrir mér er það afl til sköpunar. Leið til þess að ganga gegn viðteknum venjum og skapa eitthvað nýtt. Þetta er það sem Asger Jorn var að reyna að þróa og þetta er það sem hann finnur í norrænni alþýðulist. Hann finnur þennan samruna stíla frá ólíkum stöðum og tímabilum, þessi endurskrif sem leiða af sér að verkið er ofskrifað ef svo má segja. En í þessu ferli þá gefur hann út mikið af yfirlýsingum og sumar þeirra voru jafnvel í andstöðu við hans eigin hugmyndafræði þannig að í raun var hann stöðugt að vinna skemmdarverk á sinni eigin vinnu. Þannig að í öllu sem hann er að gera á þessum tíma þá fylgir hann sinni eigin hugmyndafræði og rökum.“ Allt er þetta líka hluti af því að Asger Jorn var stöðugt að enduruppgötva sig sem listamann og Henrik Anderson segir að sem listamaður hafi hann vissulega verið hluti af avant garde hreyfingu. „Þarna var verið að gera tilraunir með tónlist, kvikmyndir og málverkið – í raun stöðugt verið að rannsaka takmörk hins hefðbundna, láta reyna á allt til hins ýtrasta. En það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að þó svo allar þessar listrænu tilraunir hafi verið samþykktar ef svo má segja þá gekk hann á vegg þegar kom að því að endurskrifa listasöguna. Þá mætti honum algjört skilningsleysi og vantrú. Það er ótrúlega áhugavert og mikilvægt að skoða nánar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Asger Jorn (1914-1973) er mikilvægt nafn í norrænni myndlistarsögu síðustu aldar. Á Íslandi er hann einkum þekktur fyrir að vera einn stofnenda COBRA hreyfingarinnar, en allmargir íslenskir listamenn tengdust hreyfingunni og þá sérstaklega Svavar Guðnason. Auk þess að vera mikilvirkur listamaður þá var Asger Jorn alla tíð pólitískur einstaklingur, var m.a. um tíma virkur í andspyrnuhreyfingu kommúnista á hernámsárunum en jafnframt friðarsinni sem var hugmyndafræðilega virkur í bæði lífi sínu og list. Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands all sérstæð sýning á merkum hluta af höfundarverki Asgers Jorn en sýningarstjóri er myndlistarmaðurinn, sýningarstjórinn og rithöfundurinn Henrik Anderson. Henrik bendir á að flestir þekki til Jorns sem abstraktmálara frá fimmta til sjöunda áratugarins og að það höfundarverk hans sé vissulega gríðarlega mikilvægt. „Færri vita að hann var einnig virkur í ýmsum öðrum verkefnum en COBRA og m.a. í stofnun hreyfingar situationista sem var byltingarkennd listræn hreyfing. En á meðan á öllu þessu stóð var hann alltaf að vinna að eigin rannsóknarverkefni. Þetta verkefni var í aðra röndina afar fræðilegt en svo fól það einnig í sér ákveðið háð gagnvart hinni akademísku nálgun að listasögunni.Risavaxið alfræðirit Á þessum tíma, frá því seint á sjötta og snemma á sjöunda áratugnum, fór Jorn fjölmargar ferðir vítt og breitt um Skandinavíu og reyndar víðar um Evrópu og ljósmyndaði listmuni af ýmsum toga. Markmiðið var að setja saman 32 binda alfræðirit um skandinavíska alþýðulist. Verkið átti að heita Tíu þúsund ár af norrænni alþýðulist. Það fór þó því miður þannig að þetta verkefni gekk ekki upp þar sem hann fékk ekki þá viðurkenningu sem til þurfti frá fræðimönnum þess tíma, þrátt fyrir að hafa áður fengið ýmis vilyrði fyrir fjárstuðningi og jafnframt listrænu frelsi sem varð svo aldrei raunin. Það leiddi til þess að Jorn pakkaði skjalasafninu, sem innihélt tugir þúsunda ljósmynda, niður og það gerði hann reyndar með frekar dramatískum og táknrænum hætti. Skjalasafnið kallaði hann Scandinavian Institute of Comparative Vandalism. Þetta efni átti eftir að liggja lengi óhreyft en það hefur þó loksins verið að breytast á síðustu árum.“ Henrik Anderson segir að hann hafi lagst í að rannsaka þetta gríðarlega stóra skjalasafn Jorns og setja svo upp sýningar þar sem hann útskýrir aðferðafræði listamannsins. „Sýningin hjálpar okkur að skilja hvers vegna Jorn kallaði þetta mikla safn Scandinavian Institute of Comparative Vandalism. Svarið við því að er að finna á sýningunni í skoðun á nálgun og aðferðum Jorns á þessu mikla viðfangsefni.“Myndir úr skjalasafninu Scandinavian Institute of Comparative Vandalism. Visir/Anton BrinkAðferð en ekki verk Henrik Anderson segir að með því að koma nú með þessa sögu til Íslands þá bæði gefist listunnendum hér tækifæri til þess að kynna sér það sem að baki liggur, en einnig sé gaman að skoða þau tengsl sem listamaðurinn hafi haft við landið. „Jorn og Halldór Laxness voru til að mynda góðir vinir og unnu meðal annars saman að bókverki eftir Sögunni af brauðinu dýra, sem er eflaust öllum hér vel kunnug. En Asger Jorn var einnig góður vinur dr. Selmu Jónsdóttur listfræðings, en þannig vill til að hér er einmitt verið að minnast aldarafmælis þeirrar merku konu um þessar mundir. Að auki þá hefur komið á daginn að Selma tók þátt í umræddum rannsóknum Jorns. Hún hafði tekið að sér að ljósmynda íslenska listmuni og sitthvað fleira. Þetta er eitthvað sem við vorum bara að átta okkur á nýverið en það er líka hluti af því hvernig við vinnum í þessu ferli. Málið er að Asger Jorn hafði komið sér upp heilmiklu alþjóðlegu neti lista- og fræðimanna sem honum tókst að virkja í þessu stóra verkefni og auðvitað veitti ekki af.“ Henrik Anderson bætir við að sýningin í Listasafni Íslands snúist meðal annars um þessa þætti rannsóknar Asgers Jorn og sé því alls ekki hefðbundin listaverkasýning. „Þetta snýst um að útskýra aðferð fremur en að vera verk eftir Asger Jorn. Þetta er spurning um það hvernig við getum skoðað myndefni og listaverk og sett það í ákveðið samhengi.“ Skapandi skemmdarverk En um hvað snýst þetta hugtak Comperative Vandalism sem þýða má kannski sem samanburðarskemmdarverk? „Þegar Jorn notar þessa nálgun skemmdarverkanna þá er það í fyrsta lagi tilraun til þess að skapa hugtak sem hann getur notað til þess að túlka allt þetta efni. En í öðru lagi þá felur það líka í sér ögrun, ákveðið háð og grín. Margir listamenn hafa þó reynt að nýta sér skemmdarverkahugtakið sem eitthvað skapandi, eitthvað sem skapar nýja merkingu. Hugsaðu þér til að mynda að þú ofskrifir eitthvað – að þú gangir of langt. Þetta er staða undirmálsmannsins, þess sem hefur alltaf á brattann að sækja í samfélaginu. Þess sem segir: Þú sérð það sem ég geri sem skemmdarverk en fyrir mér er það afl til sköpunar. Leið til þess að ganga gegn viðteknum venjum og skapa eitthvað nýtt. Þetta er það sem Asger Jorn var að reyna að þróa og þetta er það sem hann finnur í norrænni alþýðulist. Hann finnur þennan samruna stíla frá ólíkum stöðum og tímabilum, þessi endurskrif sem leiða af sér að verkið er ofskrifað ef svo má segja. En í þessu ferli þá gefur hann út mikið af yfirlýsingum og sumar þeirra voru jafnvel í andstöðu við hans eigin hugmyndafræði þannig að í raun var hann stöðugt að vinna skemmdarverk á sinni eigin vinnu. Þannig að í öllu sem hann er að gera á þessum tíma þá fylgir hann sinni eigin hugmyndafræði og rökum.“ Allt er þetta líka hluti af því að Asger Jorn var stöðugt að enduruppgötva sig sem listamann og Henrik Anderson segir að sem listamaður hafi hann vissulega verið hluti af avant garde hreyfingu. „Þarna var verið að gera tilraunir með tónlist, kvikmyndir og málverkið – í raun stöðugt verið að rannsaka takmörk hins hefðbundna, láta reyna á allt til hins ýtrasta. En það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að þó svo allar þessar listrænu tilraunir hafi verið samþykktar ef svo má segja þá gekk hann á vegg þegar kom að því að endurskrifa listasöguna. Þá mætti honum algjört skilningsleysi og vantrú. Það er ótrúlega áhugavert og mikilvægt að skoða nánar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira