Furða sig á ákvörðun Theodóru Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 13:07 Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“ Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“
Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42