Erlent

Trump heldur til Texas á þriðjudag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hvíta húsið staðfesti í kvöld að Trump heldur til Texas á þriðjudag.
Hvíta húsið staðfesti í kvöld að Trump heldur til Texas á þriðjudag. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fara til Texas næsta þriðjudag. Áður hefur Trump sagt að hann vilji ekki trufla björgunaraðgerðir á flóðasvæðinu en Hvíta húsið staðfesti för forsetans fyrr í kvöld. Á Twitter-reikningi Donald Trumps lofsamaði hann hugarfar fólksins á flóðasvæðunum og lýsti því sem ótrúlegu. 

Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins Harvey en talið er að þau séu mun fleiri að því er fram kemur á vef AFP.

Veðurstofa Bandaríkjanna sagði í kvöld frá því að ef spár ganga eftir og staðbundin úrkoma í austurhluta Texas fer yfir tólf hundruð millimetra, verða öll eldri úrkomumet slegin. Dreifing og magn úrkomunnar eru langt umfram nokkuð sem sést hefur áður. Hamfaraflóð eru nú hafin og er búist við að þau verði viðvarandi næstu daga.



Nýjustu upplýsingar eru þær að flóðahætta er nú einnig í Louisianafylki en það fylki varð illa úti þegar fellibylurinn Katrína fór yfir New Orleans árið 2005.


Tengdar fréttir

Söguleg hamfaraflóð í Houston

Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli.

Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×