Erlent

Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey

Atli Ísleifsson skrifar
Fellibylurinn Harvey kom á land seint á föstudag.
Fellibylurinn Harvey kom á land seint á föstudag. Vísir/epa
Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga.

75 sentimetra úrkoma hefur mælst í Houston þar sem vegir hafa margir breyst í árfarvegi. Veðurfræðingar segja að úrkoman næstu vikuna muni jafnast á við þá úrkomu sem fellur að meðaltali á svæðinu á heilu ári.

Aðstæður eru sagðar fordæmalausar, en staðfest er að fimm hafi látist af völdum óveðursins. Búið er að bjarga fjölda manns af þökum húsa úr þyrlum.

Fellibylurinn Harvey kom á land seint á föstudag, en hann er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur.

Um 6,6 milljónir manna búa í Houston og segir í frétt BBC að björgunarlið hafi þurft að bjarga um tvö þúsund manns vegna hamfaranna.

Mörg þúsund heimili eru nú án rafmagns og hefur fjölda skóla verið lokað. Flætt hefur yfir flugbrautir tveggja stærstu flugvalla Houston-borgar.


Tengdar fréttir

Trump heldur til Texas á þriðjudag

Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri.

Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×