Fótbolti

Stjarnan áfram í Meistaradeild Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stjörnukonur voru kátar eftir sigurinn.
Stjörnukonur voru kátar eftir sigurinn. mynd/stjarnan
Stjarnan tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag með 0-1 sigri á Osijek frá Króatíu.

Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sigurmarkið fyrir Stjörnuna á 69. mínútu leiksins. 

Stjarnan hafði áður unnið Istatov frá Makedóníu og KÍ frá Færeyjum í undanriðlinum og var leikurinn í dag úrslitaleikur um hvort Stjarnan eða Osijek færi áfram í útsláttarkeppnina.

Stjarnan hefur þrisvar áður komist í 32-liða úrslit keppninnar. Í öll skiptin dróst liðið á móti rússneskum liðum og tapaði þeim leikjum öllum. 

Dregið verður í 32-liða úrslitin 1. september næst komandi.


Tengdar fréttir

Stjarnan skoraði sjö í fyrri hálfleik

Stjarnan rúllaði yfir KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 9-0, í riðli 7 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í dag. Riðilinn er leikinn í Osijek í Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×