Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Grikkjum á morgun. vísir/óskaró Þegar blaðamenn gengu inn í salinn í lok æfingar íslenska körfuboltalandsliðsins í Helsinki í gær sat Haukur Helgi Pálsson einn á varamannabekknum við hlið sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Ekki var þó ástæða til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því þar sem hljóðið í Hauki sjálfum var gott eftir æfinguna. „Staðan er þokkaleg á mér miðað við æfingu í dag. Ég kláraði æfinguna og var frekar góður,“ sagði Haukur sem missti af síðasta undirbúningsleik íslenska liðsins fyrir mótið. Haukur Helgi er bjartsýnn á framhaldið eftir að hafa fengið að taka vel á því á gólfinu í Arena í gær. „Núna hef ég ekki spilað í viku. Pumpan er að komast af stað og ég er að venjast þessu aftur. Þetta er allt í góðu. Það er ennþá tími í fyrsta leik sem er mjög gott. Þetta lítur mjög vel út miðað við æfinguna í dag. Það er mikill spenningur og tilhlökkun í gangi núna,“ sagði Haukur. Jón Arnór Stefánsson tók líka þátt í æfingunni í gær á fullu en þeir hafa báðir verið að missa úr leiki í lokaundirbúningnum. Svo vill til að þeir eru nú orðnir herbergisfélagar. „Finnarnir eru alveg að sjá um okkur. Ég held að við Jón höfum fengið aðeins stærra herbergi því það vilja margir hanga þar. Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum herbergisfélagar. Hann er að kenna mér ýmsa hluti,“ segir Haukur léttur. Þeir félagar voru einmitt tveir stigahæstu leikmenn íslenska liðsins á EM í Berlín fyrir tveimur árum, Jón Arnór með 13,6 stig í leik en Haukur með 12,8 stig í leik.Af æfingu landsliðsins í keppnishöllinni í Helsinki í gær.vísir/óskaró„Ég sé fyrir mér að mitt hlutverk verði svipað og fyrir tveimur árum. Mér fannst ég eiga frábært mót og ætla bara að halda því áfram núna í ár, ef ekki bara bæta við,“ segir Haukur en hann nýtti 56 prósent þriggja stiga skota sinna í Berlín 2015. „Núna eru við komnir með marga aðra sem geta tekið við boltanum og búið eitthvað til. Það léttir því aðeins á mér og opnar vonandi fyrir fleiri en mig sjálfan. Að fá Martin og Tryggva inn sem eru að fá stór hlutverk núna og eru báðir að gera mjög vel. Það gerir ekkert nema að hjálpa. Þetta lítur mjög vel út og ég hlakka til,“ segir Haukur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að meiðslapésarnir og herbergisfélagarnir láti fjarveru sína að undanförnu trufla sig eitthvað í fyrsta leik á móti Grikkjum á morgun. „Ég er vanur að verða fyrir einhverju hnjaski og Jón líka. Þetta er nú þokkalega auðvelt fyrir okkur að koma aftur inn í þetta lið. Þetta breytist aldrei, það er alltaf sami mórall og við spilum líka eins. Við vitum allir hvað hver og einn getur gert. Það er því aðeins þægilegra að koma inn í þetta lið eftir smá stopp heldur en í önnur lið,“ segir Haukur. Það fer ekki framhjá neinum sem umgengst strákana að liðsheildin er gegnheil og sterk. „Við erum búnir að spila saman í mörg ár og sérstaklega síðustu ár. Þetta er ennþá sama gamla góða formúlan; að berjast og gera það sem maður getur,“ sagði Haukur Helgi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Grikkjum klukkan 13.30 á morgun að íslenskum tíma. Þar verða þeir Haukur Helgi og Jón Arnór væntanlega í hópi þeirra fimm sem byrja leikinn fyrir Ísland. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00 Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17 Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Þegar blaðamenn gengu inn í salinn í lok æfingar íslenska körfuboltalandsliðsins í Helsinki í gær sat Haukur Helgi Pálsson einn á varamannabekknum við hlið sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Ekki var þó ástæða til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því þar sem hljóðið í Hauki sjálfum var gott eftir æfinguna. „Staðan er þokkaleg á mér miðað við æfingu í dag. Ég kláraði æfinguna og var frekar góður,“ sagði Haukur sem missti af síðasta undirbúningsleik íslenska liðsins fyrir mótið. Haukur Helgi er bjartsýnn á framhaldið eftir að hafa fengið að taka vel á því á gólfinu í Arena í gær. „Núna hef ég ekki spilað í viku. Pumpan er að komast af stað og ég er að venjast þessu aftur. Þetta er allt í góðu. Það er ennþá tími í fyrsta leik sem er mjög gott. Þetta lítur mjög vel út miðað við æfinguna í dag. Það er mikill spenningur og tilhlökkun í gangi núna,“ sagði Haukur. Jón Arnór Stefánsson tók líka þátt í æfingunni í gær á fullu en þeir hafa báðir verið að missa úr leiki í lokaundirbúningnum. Svo vill til að þeir eru nú orðnir herbergisfélagar. „Finnarnir eru alveg að sjá um okkur. Ég held að við Jón höfum fengið aðeins stærra herbergi því það vilja margir hanga þar. Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum herbergisfélagar. Hann er að kenna mér ýmsa hluti,“ segir Haukur léttur. Þeir félagar voru einmitt tveir stigahæstu leikmenn íslenska liðsins á EM í Berlín fyrir tveimur árum, Jón Arnór með 13,6 stig í leik en Haukur með 12,8 stig í leik.Af æfingu landsliðsins í keppnishöllinni í Helsinki í gær.vísir/óskaró„Ég sé fyrir mér að mitt hlutverk verði svipað og fyrir tveimur árum. Mér fannst ég eiga frábært mót og ætla bara að halda því áfram núna í ár, ef ekki bara bæta við,“ segir Haukur en hann nýtti 56 prósent þriggja stiga skota sinna í Berlín 2015. „Núna eru við komnir með marga aðra sem geta tekið við boltanum og búið eitthvað til. Það léttir því aðeins á mér og opnar vonandi fyrir fleiri en mig sjálfan. Að fá Martin og Tryggva inn sem eru að fá stór hlutverk núna og eru báðir að gera mjög vel. Það gerir ekkert nema að hjálpa. Þetta lítur mjög vel út og ég hlakka til,“ segir Haukur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að meiðslapésarnir og herbergisfélagarnir láti fjarveru sína að undanförnu trufla sig eitthvað í fyrsta leik á móti Grikkjum á morgun. „Ég er vanur að verða fyrir einhverju hnjaski og Jón líka. Þetta er nú þokkalega auðvelt fyrir okkur að koma aftur inn í þetta lið. Þetta breytist aldrei, það er alltaf sami mórall og við spilum líka eins. Við vitum allir hvað hver og einn getur gert. Það er því aðeins þægilegra að koma inn í þetta lið eftir smá stopp heldur en í önnur lið,“ segir Haukur. Það fer ekki framhjá neinum sem umgengst strákana að liðsheildin er gegnheil og sterk. „Við erum búnir að spila saman í mörg ár og sérstaklega síðustu ár. Þetta er ennþá sama gamla góða formúlan; að berjast og gera það sem maður getur,“ sagði Haukur Helgi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Grikkjum klukkan 13.30 á morgun að íslenskum tíma. Þar verða þeir Haukur Helgi og Jón Arnór væntanlega í hópi þeirra fimm sem byrja leikinn fyrir Ísland.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00 Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17 Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00
Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17
Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30