Ef það er bilað, lagaðu það! Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Flestir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á góða hagstjórn, enda kjörnir til þess að stýra landinu af ábyrgð. Það sama gilti um íslenska stjórnmálamenn síðustu áratuga. Þeir reyndu sitt besta og jafnvel þótt þeir hafi ekki verið í sama stjórnmálaflokki og ég, þá ætla ég þeim ekki annað en að hafa sinnt hagstjórn landsins af heilindum. En þrátt fyrir góðan vilja sýnir sagan okkur að þeim hefur aldrei tekist að stýra peningamálum þjóðarinnar svo þau þjóni hagsmunum almennings. Þeir hafa aldrei náð að beisla ótemjuna: Krónuna. Síendurteknar gengisfellingar með tilheyrandi kjaraskerðingum fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólga, kreppur og hrun, allt hefur þetta komið sér skelfilega fyrir launafólk í landinu. Í dag þurfa þeir sem vilja fjárfesta í húsnæði að borga heilli milljón meira á ársgrundvelli af 20 milljóna króna láni en frændur okkar Danir, vegna hárra vaxta. Útflutnings- og nýsköpunarfyrirtækjum er lífsins ómögulegt að gera áætlanir vegna gengissveiflna. Krónan hefur alltaf reynst dýrkeypt. Þessar síendurteknu kjaraskerðingar sem almenningur hefur tekið á sig síðustu áratugi af völdum íslensku krónunnar segja okkur það eitt að krónan er gallagripur sem þjónar engum, eða a.m.k. mjög fáum. Hún þjónar ekki heimilunum, ekki landbúnaðinum, sjávarútveginum, ferðaþjónustunni eða nýsköpunarfyrirtækjunum okkar, né íslenska ríkinu. Háir vextir þjóna einungis fjármagnseigendum og sveiflurnar sem krónan veldur eru slæmar fyrir alla. Það hlýtur því að vera meginverkefni stjórnmálanna í dag að boða lausnir á krónuvandanum, öllum til hagsbóta. Viðreisn boðar framtíðarsýn í peningamálum til skemmri og lengri tíma sem miðar að því að lækka vexti. Til skemmri tíma tölum við fyrir bindingu krónunnar við annan gjaldmiðil, svokallölluðu myntráði, til að skapa nauðsynlegan stöðugleika til að geta lækkað vexti. Til langframa talar Viðreisn fyrir upptöku evru, sem er samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands frá 2012 raunhæfasti kostinn í gjaldmiðlamálum Íslands fyrir utan myntráð og krónu. Núverandi velmegun hefur náðst þrátt fyrir íslensku krónuna en væri meiri án hennar. Íslendingar eiga betra skilið. Nú er tíminn fyrir breytingar!Höfundur er alþingismaður og varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á góða hagstjórn, enda kjörnir til þess að stýra landinu af ábyrgð. Það sama gilti um íslenska stjórnmálamenn síðustu áratuga. Þeir reyndu sitt besta og jafnvel þótt þeir hafi ekki verið í sama stjórnmálaflokki og ég, þá ætla ég þeim ekki annað en að hafa sinnt hagstjórn landsins af heilindum. En þrátt fyrir góðan vilja sýnir sagan okkur að þeim hefur aldrei tekist að stýra peningamálum þjóðarinnar svo þau þjóni hagsmunum almennings. Þeir hafa aldrei náð að beisla ótemjuna: Krónuna. Síendurteknar gengisfellingar með tilheyrandi kjaraskerðingum fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólga, kreppur og hrun, allt hefur þetta komið sér skelfilega fyrir launafólk í landinu. Í dag þurfa þeir sem vilja fjárfesta í húsnæði að borga heilli milljón meira á ársgrundvelli af 20 milljóna króna láni en frændur okkar Danir, vegna hárra vaxta. Útflutnings- og nýsköpunarfyrirtækjum er lífsins ómögulegt að gera áætlanir vegna gengissveiflna. Krónan hefur alltaf reynst dýrkeypt. Þessar síendurteknu kjaraskerðingar sem almenningur hefur tekið á sig síðustu áratugi af völdum íslensku krónunnar segja okkur það eitt að krónan er gallagripur sem þjónar engum, eða a.m.k. mjög fáum. Hún þjónar ekki heimilunum, ekki landbúnaðinum, sjávarútveginum, ferðaþjónustunni eða nýsköpunarfyrirtækjunum okkar, né íslenska ríkinu. Háir vextir þjóna einungis fjármagnseigendum og sveiflurnar sem krónan veldur eru slæmar fyrir alla. Það hlýtur því að vera meginverkefni stjórnmálanna í dag að boða lausnir á krónuvandanum, öllum til hagsbóta. Viðreisn boðar framtíðarsýn í peningamálum til skemmri og lengri tíma sem miðar að því að lækka vexti. Til skemmri tíma tölum við fyrir bindingu krónunnar við annan gjaldmiðil, svokallölluðu myntráði, til að skapa nauðsynlegan stöðugleika til að geta lækkað vexti. Til langframa talar Viðreisn fyrir upptöku evru, sem er samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands frá 2012 raunhæfasti kostinn í gjaldmiðlamálum Íslands fyrir utan myntráð og krónu. Núverandi velmegun hefur náðst þrátt fyrir íslensku krónuna en væri meiri án hennar. Íslendingar eiga betra skilið. Nú er tíminn fyrir breytingar!Höfundur er alþingismaður og varaformaður Viðreisnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun