Arðgreiðslur af veiði dreifast um byggðir landsins Árni Pétur Hilmarsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Einar K. Guðfinnsson, sá ágæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið í síðustu viku sem kannski mætti hafa gaman af ef ekki lægi svo mikið undir. Aðallega er hann að ræða í gífuryrðum um meint gífuryrði annarra án þess að leggja fram nokkur rök en er samt ofandottinn af meintu rökfærsluleysi þeirra er hann ritar gegn. Það eina sem er hans haldreipi er „mat“ Hafrannsóknastofnunar, stofnunar sem ekki hafði hugmynd um að 160 þúsund laxaseiðum var sleppt úr sjókví í Tálknafirði og ollu erfðamengun í nærliggjandi á. Ekkert kemur fram í greininni hvernig þetta „mat“ Hafrannsóknastofnunar var unnið. Nú er það svo að ég er ekki sérfræðingur á sviði laxeldis (frekar en Einar K.) en ég veit samt að ég er hræddur! Ég er hræddur um hvaða áhrif laxeldi hefur á þau hundruð áa sem á Íslandi renna. Ég veit að reynsla annarra þjóða af laxeldi er slæm hvað varðar umhverfismengun, sjúkdóma, slysasleppingar og erfðablöndun. Ég veit að á Íslandi eigum við eitthvað sem er algerlega einstakt í heiminum, sem eru fiskistofnarnir okkar. Ég veit að samkvæmt lögum ber okkur að vernda þær dýrategundir sem eru á Íslandi og teljast íslenskar fyrir framandi tegundum. Ég veit að fáar greinar dreifa arði út um byggðir landsins jafn vel og silungs- og laxveiði, því yfir 1.500 fjölskyldur í sveitum landsins njóta arðgreiðslna af veiði. Ég veit að á Íslandi eru tugir þúsunda manna sem leggja stund á stangveiði og hafa ánægju af. Ég veit að laxar geta auðveldlega ferðast hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra. Það gera eldislaxar líka. Því eru allar ár á Íslandi í áhættuhópi fyrir þeim vágestum sem eldisfiskar eru. Ég veit að ef menn gætu ferðast aftur í tímann myndu þeir ekki fara í minkaeldi á Íslandi. Samt átti minkurinn ekki að sleppa og áhættan átti að vera lítil og tæknin vaxandi og góð. Ég veit að í tugum sveita landið um kring er mikil atvinnustarfsemi í kringum stangveiði sem skiptir heimamenn miklu máli. Ég er hlynntur fjölbreyttri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni en tel að menn þurfi að stíga varlega til jarðar. Við megum ekki vinna tjón sem ekki verður aftur tekið. Náttúra Íslands og lífríki er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er leiðsögumaður, veiðiréttarhafi, landeigandi, sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sá ágæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið í síðustu viku sem kannski mætti hafa gaman af ef ekki lægi svo mikið undir. Aðallega er hann að ræða í gífuryrðum um meint gífuryrði annarra án þess að leggja fram nokkur rök en er samt ofandottinn af meintu rökfærsluleysi þeirra er hann ritar gegn. Það eina sem er hans haldreipi er „mat“ Hafrannsóknastofnunar, stofnunar sem ekki hafði hugmynd um að 160 þúsund laxaseiðum var sleppt úr sjókví í Tálknafirði og ollu erfðamengun í nærliggjandi á. Ekkert kemur fram í greininni hvernig þetta „mat“ Hafrannsóknastofnunar var unnið. Nú er það svo að ég er ekki sérfræðingur á sviði laxeldis (frekar en Einar K.) en ég veit samt að ég er hræddur! Ég er hræddur um hvaða áhrif laxeldi hefur á þau hundruð áa sem á Íslandi renna. Ég veit að reynsla annarra þjóða af laxeldi er slæm hvað varðar umhverfismengun, sjúkdóma, slysasleppingar og erfðablöndun. Ég veit að á Íslandi eigum við eitthvað sem er algerlega einstakt í heiminum, sem eru fiskistofnarnir okkar. Ég veit að samkvæmt lögum ber okkur að vernda þær dýrategundir sem eru á Íslandi og teljast íslenskar fyrir framandi tegundum. Ég veit að fáar greinar dreifa arði út um byggðir landsins jafn vel og silungs- og laxveiði, því yfir 1.500 fjölskyldur í sveitum landsins njóta arðgreiðslna af veiði. Ég veit að á Íslandi eru tugir þúsunda manna sem leggja stund á stangveiði og hafa ánægju af. Ég veit að laxar geta auðveldlega ferðast hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra. Það gera eldislaxar líka. Því eru allar ár á Íslandi í áhættuhópi fyrir þeim vágestum sem eldisfiskar eru. Ég veit að ef menn gætu ferðast aftur í tímann myndu þeir ekki fara í minkaeldi á Íslandi. Samt átti minkurinn ekki að sleppa og áhættan átti að vera lítil og tæknin vaxandi og góð. Ég veit að í tugum sveita landið um kring er mikil atvinnustarfsemi í kringum stangveiði sem skiptir heimamenn miklu máli. Ég er hlynntur fjölbreyttri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni en tel að menn þurfi að stíga varlega til jarðar. Við megum ekki vinna tjón sem ekki verður aftur tekið. Náttúra Íslands og lífríki er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er leiðsögumaður, veiðiréttarhafi, landeigandi, sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari.
Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu. 1. ágúst 2017 06:00
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun