Ísland verður með í Eurovision: Flestir vilja sjá Jóhönnu á sviðinu í Lissabon Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2017 10:30 Jóhanna Guðrún er vinsælli en bæði Of Monsters and Men og Björk. Vísir Ísland verður með í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Þetta staðfestir Ríkisútvarpið í samtali við Eurovisionáhugamannavefinn EscToday en það verður þá í 31. sinn sem Ísland sendir fulltrúa sinn í keppnina. Framlag Íslands verður valið með forkeppni eins og síðastliðin ár en nánari upplýsingar um útfærslu og umsóknarfrest verða kynntar síðar að sögn Esctoday. Söngvakeppnin 2018 verður haldin í Lissabon, höfuðborg Portúgals, dagana 8., 10. og 12. maí. Íslandi hefur mistekist að komast upp úr undanriðlunum undanfarin 3 ár og er Eurovisionáhugafólk um alla álfuna orðið langeygt eftir því að bölvun Íslands verði aflétt.EsctodayÁ vef EscToday er leitað aðstoðar almennings við að finna fulltrúa fyrir Ísland sem væri líklegur til að koma þjóðinni á úrslitakvöldið. Af þeim sjö valmöguleikum sem boðið er upp á í könnun EscToday trónir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, eða Yohanna, á toppnum. Það ætti að koma fáum á óvart enda heillaði hún Evrópu með flutningi sínum á Is it True? í Moskvu árið 2009 og uppskar annað sætið í keppninni fyrir vikið. Í öðru sæti er hljómsveitin Of Monsters and Men sem nýtur hylli um heim allan og hafa lög sveitarinnar rataði á topplista víða um álfuna. Í fjórða sæti er Greta Salóme Stefánsdóttir sem er Eurovisionaðdáendum góðkunn eftir að hafa keppt tvisvar fyrir Íslands hönd, fyrst í Bakú árið 2012 og svo í fyrra í Stokkhólmi. Önnur úrslit könnunarinnar má sjá hér til hliðar. Eurovision Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Sjá meira
Ísland verður með í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Þetta staðfestir Ríkisútvarpið í samtali við Eurovisionáhugamannavefinn EscToday en það verður þá í 31. sinn sem Ísland sendir fulltrúa sinn í keppnina. Framlag Íslands verður valið með forkeppni eins og síðastliðin ár en nánari upplýsingar um útfærslu og umsóknarfrest verða kynntar síðar að sögn Esctoday. Söngvakeppnin 2018 verður haldin í Lissabon, höfuðborg Portúgals, dagana 8., 10. og 12. maí. Íslandi hefur mistekist að komast upp úr undanriðlunum undanfarin 3 ár og er Eurovisionáhugafólk um alla álfuna orðið langeygt eftir því að bölvun Íslands verði aflétt.EsctodayÁ vef EscToday er leitað aðstoðar almennings við að finna fulltrúa fyrir Ísland sem væri líklegur til að koma þjóðinni á úrslitakvöldið. Af þeim sjö valmöguleikum sem boðið er upp á í könnun EscToday trónir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, eða Yohanna, á toppnum. Það ætti að koma fáum á óvart enda heillaði hún Evrópu með flutningi sínum á Is it True? í Moskvu árið 2009 og uppskar annað sætið í keppninni fyrir vikið. Í öðru sæti er hljómsveitin Of Monsters and Men sem nýtur hylli um heim allan og hafa lög sveitarinnar rataði á topplista víða um álfuna. Í fjórða sæti er Greta Salóme Stefánsdóttir sem er Eurovisionaðdáendum góðkunn eftir að hafa keppt tvisvar fyrir Íslands hönd, fyrst í Bakú árið 2012 og svo í fyrra í Stokkhólmi. Önnur úrslit könnunarinnar má sjá hér til hliðar.
Eurovision Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Sjá meira