Pössum upp á þúsundkallana, milljarðarnir passa sig sjálfir Þórlindur Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 10:00 Stundum er grínast um hagfræðinga að þeir séu svo sannfærðir um kreddurnar sínar að þegar þeim er bent á að þær passi illa við raunveruleikann þá séu þeir fljótir að halda því fram að eitthvað hljóti að vera bogið við raunveruleikann, því kenningin sé skotheld.Skipulagðir sérhagsmunirHagfræðingar eiga því oft erfitt með horfa upp á ýmiss konar augljóst óhagræði og gengur illa að skilja hvernig það getur viðgengist árum og áratugum saman án þess að „markaðurinn“ einfaldlega „leiðrétti“ það. Dæmi um þetta eru ýmiss konar furðulegheit í tengslum við ríkisstyrki, til dæmis í landbúnaði. Það er skrýtin hagfræði að sá sem kaupir sér lambalæri borgi bara hluta af því en svo borgi allir skattgreiðendur saman hinn hlutann. Samt sem áður eru fjölmörg dæmi um alls kyns opinbera niðurgreiðslu á ýmiss konar starfsemi. Margt af því á sér eðlilegar skýringar og er réttlætanlegt í þágu samfélagslegra hagsmuna, en annað er í raun bara tilfærsla á fé til þess að fjármagna atvinnu, hugðarefni eða áhugamál tiltekinna hópa. Eðli málsins samkvæmt eru hlunnförnu skattgreiðendurnir alltaf miklu fleiri en þeir sem njóta góðs af sóuninni eða smáspillingunni. Hvernig getur á því staðið að fámennir hópar komist upp með slíkt? Hagfræðingarnir Gordon Tullock og James Buchanan veltu því fyrir sér upp úr miðri síðustu öld, hvernig stæði á því að kjósendur í lýðræðisríkjum létu bjóða sér að skattfé þeirra væri notað í óþarfar niðurgreiðslur eða jafnvel skaðlega sóun. Ætti hinn „skynsami maður“ ekki fljótlega að átta sig á því og kjósa burt alla þá stjórnmálamenn sem láta eitthvað annað en heildarhagsmuni og réttlæti ráða för? Niðurstaða þeirra var í raun býsna augljós—en þeim tókst að setja hana í fræðilegan búning svo hagfræðingar gætu tekið örlítið meira tillit til þess raunveruleika sem stangaðist svo harkalega á við kenningarnar. Tullock og Buchanan tókst að taka með í útreikninga sína þá staðreynd að smávægilegar hagsmunir mikils fjölda fólks eru gjarnan fótum troðnir ef þeir stangast á við mjög ríka hagsmuni fámenns hóps.Þúsundkallar að milljörðumEf við segjum sem svo að tíu manna hópur á Íslandi gæti með laumulegum eða illgreinanlegum hætti tryggt sér að þúsund krónur á mánuði flyttust til hópsins frá hverjum Íslendingi. Þá hefði sá hópur 3,6 milljarða upp úr krafsinu á hverju ári. Þúsundkallinn sem fólk lætur af hendi hverfur einhvern veginn með öllu hinu úr heimilisbókhaldi almennings; en fámennisklíkuna munar svo sannarlega um milljarðana. Fámenni hópurinn væri því tilbúinn að leggja mikið á sig til þess að passa upp á milljarðana á meðan venjulegt fólk hefur margt annað betra við tíma sinn að gera heldur en að fjargviðrast yfir þúsundkallinum. Forréttindahópurinn mun því passa vel upp á tengsl sín við stjórnvöld, styrkja jafnvel vinveitta frambjóðendur og stjórnmálaflokka, og halda úti ýmiss konar áróðri. Venjulegir borgarar eiga ekki aðeins erfitt með að verjast því óréttlæti sem felst í óhagkvæmum tilfærslum fjármuna á vettvangi stjórnmála. Við erum líka fremur berskjölduð gagnvart ýmsu sem fyrirtæki og talsmenn þeirra halda fram. Að einhverju leyti eiga lög, reglur og eftirlitsstofnanir að vernda almenning fyrir hvers konar svindli, en eins og rakið er hér að framan er alls ekki hægt að treysta í blindni á stjórnvöld í þeim efnum. Stór fyrirtæki og stór iðnaður eiga miklu greiðari aðgang að stjórnmálamönnum og stjórnkerfinu heldur en hinn óskipulagði almenningur sem hugsanlega er hlunnfarinn.Göngum í NeytendasamtökinOg kemur þá að tilgangi þessara vangaveltna. Hvað er til ráða? Fjölmiðlar geta veitt mikilvægt aðhald, því þeir eru í aðstöðu til þess að lyfta almenningshagsmunum í sviðsljósið ef á þeim er troðið. Aðgangsharðir blaðamenn sem velgja valdhöfum og hagsmunasamtökum undir uggum eru mikilvægari fyrir lýðræðið heldur en flestir alþingismenn. Þess vegna er mikilvægt að fólk sé duglegt við að kaupa, lesa og styrkja fjölmiðla; jafnvel þá sem það er ósammála. En almenningur á líka önnur ráð. Samtök neytenda eru líklega einhver kraftmesti vettvangur sem völ er á til þess að sporna gegn yfirburðastöðu valdhafa, sérhagsmunahópa og stórfyrirtækja. Það er því verulegt áhyggjuefni að Neytendasamtökin skuli vera í ólestri; það er ekki bara mál þeirra sem þar eru í forystu heldur okkar allra. Neytendasamtökin nutu þeirrar gæfu að hafa í forystu sinni Jóhannes Gunnarsson í rúman aldarfjórðung en eru nú stórsködduð eftir valdabrölt. Það er mikið hagsmunamál alls almennings að samtökin rétti úr kútnum, finni sér góða forystu—en ekki síst að sem flestir Íslendingar gangi til liðs við samtökin. Það eru frjáls og óháð félagasamtök af þessu tagi sem einna helst geta passað upp á að þúsundkallarnir úr launaumslögunum okkar fljóti ekki í vasa skipulagðra forréttindahópa og að þeir sem reyna að svindla á neytendum fái raunverulegt aðhald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Stundum er grínast um hagfræðinga að þeir séu svo sannfærðir um kreddurnar sínar að þegar þeim er bent á að þær passi illa við raunveruleikann þá séu þeir fljótir að halda því fram að eitthvað hljóti að vera bogið við raunveruleikann, því kenningin sé skotheld.Skipulagðir sérhagsmunirHagfræðingar eiga því oft erfitt með horfa upp á ýmiss konar augljóst óhagræði og gengur illa að skilja hvernig það getur viðgengist árum og áratugum saman án þess að „markaðurinn“ einfaldlega „leiðrétti“ það. Dæmi um þetta eru ýmiss konar furðulegheit í tengslum við ríkisstyrki, til dæmis í landbúnaði. Það er skrýtin hagfræði að sá sem kaupir sér lambalæri borgi bara hluta af því en svo borgi allir skattgreiðendur saman hinn hlutann. Samt sem áður eru fjölmörg dæmi um alls kyns opinbera niðurgreiðslu á ýmiss konar starfsemi. Margt af því á sér eðlilegar skýringar og er réttlætanlegt í þágu samfélagslegra hagsmuna, en annað er í raun bara tilfærsla á fé til þess að fjármagna atvinnu, hugðarefni eða áhugamál tiltekinna hópa. Eðli málsins samkvæmt eru hlunnförnu skattgreiðendurnir alltaf miklu fleiri en þeir sem njóta góðs af sóuninni eða smáspillingunni. Hvernig getur á því staðið að fámennir hópar komist upp með slíkt? Hagfræðingarnir Gordon Tullock og James Buchanan veltu því fyrir sér upp úr miðri síðustu öld, hvernig stæði á því að kjósendur í lýðræðisríkjum létu bjóða sér að skattfé þeirra væri notað í óþarfar niðurgreiðslur eða jafnvel skaðlega sóun. Ætti hinn „skynsami maður“ ekki fljótlega að átta sig á því og kjósa burt alla þá stjórnmálamenn sem láta eitthvað annað en heildarhagsmuni og réttlæti ráða för? Niðurstaða þeirra var í raun býsna augljós—en þeim tókst að setja hana í fræðilegan búning svo hagfræðingar gætu tekið örlítið meira tillit til þess raunveruleika sem stangaðist svo harkalega á við kenningarnar. Tullock og Buchanan tókst að taka með í útreikninga sína þá staðreynd að smávægilegar hagsmunir mikils fjölda fólks eru gjarnan fótum troðnir ef þeir stangast á við mjög ríka hagsmuni fámenns hóps.Þúsundkallar að milljörðumEf við segjum sem svo að tíu manna hópur á Íslandi gæti með laumulegum eða illgreinanlegum hætti tryggt sér að þúsund krónur á mánuði flyttust til hópsins frá hverjum Íslendingi. Þá hefði sá hópur 3,6 milljarða upp úr krafsinu á hverju ári. Þúsundkallinn sem fólk lætur af hendi hverfur einhvern veginn með öllu hinu úr heimilisbókhaldi almennings; en fámennisklíkuna munar svo sannarlega um milljarðana. Fámenni hópurinn væri því tilbúinn að leggja mikið á sig til þess að passa upp á milljarðana á meðan venjulegt fólk hefur margt annað betra við tíma sinn að gera heldur en að fjargviðrast yfir þúsundkallinum. Forréttindahópurinn mun því passa vel upp á tengsl sín við stjórnvöld, styrkja jafnvel vinveitta frambjóðendur og stjórnmálaflokka, og halda úti ýmiss konar áróðri. Venjulegir borgarar eiga ekki aðeins erfitt með að verjast því óréttlæti sem felst í óhagkvæmum tilfærslum fjármuna á vettvangi stjórnmála. Við erum líka fremur berskjölduð gagnvart ýmsu sem fyrirtæki og talsmenn þeirra halda fram. Að einhverju leyti eiga lög, reglur og eftirlitsstofnanir að vernda almenning fyrir hvers konar svindli, en eins og rakið er hér að framan er alls ekki hægt að treysta í blindni á stjórnvöld í þeim efnum. Stór fyrirtæki og stór iðnaður eiga miklu greiðari aðgang að stjórnmálamönnum og stjórnkerfinu heldur en hinn óskipulagði almenningur sem hugsanlega er hlunnfarinn.Göngum í NeytendasamtökinOg kemur þá að tilgangi þessara vangaveltna. Hvað er til ráða? Fjölmiðlar geta veitt mikilvægt aðhald, því þeir eru í aðstöðu til þess að lyfta almenningshagsmunum í sviðsljósið ef á þeim er troðið. Aðgangsharðir blaðamenn sem velgja valdhöfum og hagsmunasamtökum undir uggum eru mikilvægari fyrir lýðræðið heldur en flestir alþingismenn. Þess vegna er mikilvægt að fólk sé duglegt við að kaupa, lesa og styrkja fjölmiðla; jafnvel þá sem það er ósammála. En almenningur á líka önnur ráð. Samtök neytenda eru líklega einhver kraftmesti vettvangur sem völ er á til þess að sporna gegn yfirburðastöðu valdhafa, sérhagsmunahópa og stórfyrirtækja. Það er því verulegt áhyggjuefni að Neytendasamtökin skuli vera í ólestri; það er ekki bara mál þeirra sem þar eru í forystu heldur okkar allra. Neytendasamtökin nutu þeirrar gæfu að hafa í forystu sinni Jóhannes Gunnarsson í rúman aldarfjórðung en eru nú stórsködduð eftir valdabrölt. Það er mikið hagsmunamál alls almennings að samtökin rétti úr kútnum, finni sér góða forystu—en ekki síst að sem flestir Íslendingar gangi til liðs við samtökin. Það eru frjáls og óháð félagasamtök af þessu tagi sem einna helst geta passað upp á að þúsundkallarnir úr launaumslögunum okkar fljóti ekki í vasa skipulagðra forréttindahópa og að þeir sem reyna að svindla á neytendum fái raunverulegt aðhald.