Pawel vill að KKÍ hætti að mismuna leikmönnum eftir þjóðerni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2017 20:35 Úr leik í Domino's deild karla í vetur. vísir/anton Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, vill að KKÍ hætti að mismuna leikmönnum eftir þjóðerni þeirra og segir að stjórnvöld eigi að beita sér í málinu. Fyrr í sumar bárust fréttir af því að KKÍ bryti reglur EES með því að leyfa aðeins einn erlendan leikmann inni á vellinum í hvoru liði í einu. Í pistli á heimasíðu sinni furðar Pawel sig á þessari svokölluðu 4+1 reglu sem hefur verið í gildi undanfarin ár.Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.„Körfuknattleikssamband Íslands er með hámark á fjölda erlendra leikmanna á vellinum. Hámarkið er einn,“ skrifar Pawel. „Þetta er augljóst brot á EES samningnum. Króati sem vill fá vinnu hjá íslensku körfuboltaliði verður að keppa um eina lausa sætið við Bandaríkjamenn og alla aðra. Íslendingur hefur miklu meiri séns á að komast í liðið. Það er augljóst brot á EES-samningnum.“ Sú undantekning er á 4+1 reglunni að erlendir leikmenn sem hafa haft búsetu hér á landi í þrjú ár teljast sem Íslendingar. Pawel segir þetta litlu skárra. „Í fyrsta lagi er enginn að fara að koma til Íslandi til að spila ef hann þarf fyrst að bíða í 3 ár eftir að fá að gera það. Í öðru lagi er þessi búsetukrafa ekki gerð þegar Íslendingar eiga í hlut svo þetta er augljóst brot á EES-samningnum. KKÍ má þetta vera ljóst og sambandið hlýtur að vita það. Enda er Eftirlitsstofnu EFTA búin að lýsa því yfir að þetta sé brot,“ skrifar Pawel. Hann segir að stjórnvöld eigi að biðja KKÍ um að breyta þessum reglum sínum. Pawel segir jafnframt að ef það gangi ekki eigi að setja lög sem leggi bann við að sett séu hámörk á fjölda EES-borgara í keppnisleikjum.Pistil Pawels má lesa með því að smella hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, vill að KKÍ hætti að mismuna leikmönnum eftir þjóðerni þeirra og segir að stjórnvöld eigi að beita sér í málinu. Fyrr í sumar bárust fréttir af því að KKÍ bryti reglur EES með því að leyfa aðeins einn erlendan leikmann inni á vellinum í hvoru liði í einu. Í pistli á heimasíðu sinni furðar Pawel sig á þessari svokölluðu 4+1 reglu sem hefur verið í gildi undanfarin ár.Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.„Körfuknattleikssamband Íslands er með hámark á fjölda erlendra leikmanna á vellinum. Hámarkið er einn,“ skrifar Pawel. „Þetta er augljóst brot á EES samningnum. Króati sem vill fá vinnu hjá íslensku körfuboltaliði verður að keppa um eina lausa sætið við Bandaríkjamenn og alla aðra. Íslendingur hefur miklu meiri séns á að komast í liðið. Það er augljóst brot á EES-samningnum.“ Sú undantekning er á 4+1 reglunni að erlendir leikmenn sem hafa haft búsetu hér á landi í þrjú ár teljast sem Íslendingar. Pawel segir þetta litlu skárra. „Í fyrsta lagi er enginn að fara að koma til Íslandi til að spila ef hann þarf fyrst að bíða í 3 ár eftir að fá að gera það. Í öðru lagi er þessi búsetukrafa ekki gerð þegar Íslendingar eiga í hlut svo þetta er augljóst brot á EES-samningnum. KKÍ má þetta vera ljóst og sambandið hlýtur að vita það. Enda er Eftirlitsstofnu EFTA búin að lýsa því yfir að þetta sé brot,“ skrifar Pawel. Hann segir að stjórnvöld eigi að biðja KKÍ um að breyta þessum reglum sínum. Pawel segir jafnframt að ef það gangi ekki eigi að setja lög sem leggi bann við að sett séu hámörk á fjölda EES-borgara í keppnisleikjum.Pistil Pawels má lesa með því að smella hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira