Erlent

Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Peter Madsen sem bjargað var þegar kafbátur hans sökk.
Peter Madsen sem bjargað var þegar kafbátur hans sökk. Vísir/EPA

Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi.

Kim Wall, þrítug blaðakona sem hefur skrifað fyrir The New York Times, The Guardian og Vice Magazine hefur verið saknað síðan í gær en vitað er að hún fór um borð í kafbátinn fyrr um daginn til þess að skrifa grein um Madsen og kafbátinn.

Báturinn sem ber nafnið „The Nautilus“ er stærsti kafbátur í einkaeigu í heiminum. Peter þverneitar fyrir að hún hafi verið um borð þegar báturinn sökk. Segir hann að hún hafi verið komin upp á þurrt land þegar slysið varð.

Enn hefur ekki tekist að nálgast kafbátinn en hann liggur á botni Køge-flóa suður af Kaupmannahöfn. Lögregla leitar nú að vitnum og skoðar upptökur úr eftirlitsmyndavélum.

Umfangsmikil leit var gerð að kafbátnum í gærVísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×