Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Stjarnan 1-1 | Tíu KA-menn náðu ekki að halda út Ólafur Haukur Tómasson skrifar 14. ágúst 2017 21:30 Hólmbert Aron Friðjónsson fékk rautt spjald í lokin, Vísir/Ernir KA og Stjarnan skildu jöfn í atkvæða miklum leik á Akureyrarvelli í kvöld í 15.umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn byrjaði afar rólega og hvorugt liðið gerði eitthvað að ráði fyrr en á 22.mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson leikmaður KA vann boltann af leikmanni Stjörnunnar og sólaði sig í gegnum varnarlínu þeirra áður en Hörður Árnason kom til bjargar á síðustu stundu og við það opnaðist leikurinn töluvert. Fullt af hálf færum voru í leiknum og hinum ýmsu vafa atriðum í dómgæslunni. Það byrjaði á því að Emil Lyng nældi sér í leikbann með því að stökkva fyrir markspyrnu Haralds Björnssonar, markvarðar Stjörnunnar. Algjör óþarfi og gæti reynst KA dýrkeypt. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA-mönnum yfir á 41.mínútu þegar Elfar Árni Aðalsteinsson sendir boltann inn fyrir vörn Stjörnunnar þar sem Ásgeir kemur á fleygiferð og kemur boltanum í netið. Frábær skyndisókn KA sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Á 54.mínútu dró til tíðinda þegar Aleksandar Trninic leikmaður KA fær beint rautt spjald fyrir seina og grófa tæklingu á Hilmar Árna Halldórsson, leikmann Stjörnunnar. Eftir það féllu KA-menn dýpra niður á völlinn og reyndu að verja stigið og pressan frá Stjörnunni jókst. Stjarnan átti fullt af ágætum færum en náðu þó ekki almennilega að ógna marki KA. Leikmenn þeirra áttu skalla í góðum stöðum í teignum og Baldur Sigurðsson átti til að mynda skot í stöng. Það varð fjör í leiknum í restina sem byrjaði á því að Óttar Bjarni Guðmundsson brýtur á Ásgeiri Sigurgeirssyni og kemur alltof seint í hliðina á honum þegar hann er að komast framhjá honum. KA-menn verða æfir og heimta rautt spjald sem verður aðeins til þess að Guðmann Þórisson, leikmaður KA sem er frá vegna meiðsla, var sendur af varamannabekknum og upp í stúku. Nokkrum andartökum síðar fær Emil Lyng, leikmaður KA, dauðafæri til að klára leikinn fyrir heimamenn en skot hans úr dauðafæri eftir skyndisókn fer framhjá. Það átti eftir að hafa reynst KA mönnum dýrkeypt því nokkrum andartökum síðar skorar Jósef Kristinn Jósefsson jöfnunarmark fyrir Stjörnuna af stuttu færi á 85.mínútu eftir atgang í teig KA. Vakti það ekki mikla kátínu meðal KA-manna sem vildu meina að brotið hafi verið á markverði sínum í markinu og það hefði ekki átt að standa. Það var svo á 96.mínútu að Hólmbert Aron Friðjónsson fær sitt annað gula spjald í leiknum og þar af leiðandi rautt eftir að hafa farið fyrir markspyrnu Rajkovic í marki KA. Afar dýrkeypt rautt spjald fyrir Stjörnuna. Liðin skildu því jöfn með eitt mark hvort og missti Stjarnan af góðu tækifæri til að saxa á forskot Vals og setja mikla pressu á þá. Af hverju varð jafnt? Bæði liðin sýndu góða takta í leiknum. Varnarleikur KA var gífurlega þéttur og skyndisóknir þeirra beinskeyttar. Stjörnumenn sýndu mikla þolinmæði og baráttu í því að ná seinbúnu jöfnunarmarki og ógnuðu með fínum fyrirgjöfum og sköllum. Bæði lið sköpuðu sér færi til að gera meira í leiknum en nýttu sér ekki og þar við situr. Hverjir stóðu upp úr? Það var í raun ekki einhverjir ákveðnir sem stóðu upp úr í leiknum. Baldur Sigurðsson var atkvæðamikill í leiknum og skilaði sér vel í teig KA-manna og Ásgeir Sigurgeirsson barðist vel, skoraði mark og ógnaði mikið með hraða sínum - sérstaklega í fyrri hálfleik. Miðverðir liðana stóðu sig líka mjög vel. Hvað gekk illa? Mikið var af vafaatriðum í leiknum sem gætu hafa haft áhrif á leikinn þegar upp er staðið hafi þau verið dæmd ranglega. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og fullt af óþarfa spjöldum og tæklingum litu dagsins ljós. Það mætti því segja að ákvarðana taka leikmanna í ákveðnum atvikum hafi ekki verið nægilega góð. Hvað gerist næst? KA mætir Víkingi Reykjavík í næstu umferð og Stjarnan mætir Fjölni. Stjarnan tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni og mega ekki við því að missa fleiri gegn Fjölni, KA siglir nokkuð lygnan sjó þessa dagana en þurfa að næla í fleiri stig til að forða sér frá því að dragast frekar í þétta baráttu við botninn. Bæði lið munu hafa leikmenn í banni sem gæti reynst þeim dýrkeypt.Einkunnir leikmanna:KA (4-2-3-1): Srdjan Rajkovic 5 - Hrannar Björn Steingrímsson 5, Callum Williams 6, Vedran Turkalj 5, Darko Bulatovic 5 - Almarr Ormarsson 6, Aleksandar Trninic 4- Hallgrímur Mar Steingrímsson 6 (83. Steinþór Freyr Þorsteinsson -), Emil Lyng 5, Ásgeir Sigurgeirsson 6 (95. Bjarki Þór Viðarsson-) - Elfar Árni Aðalsteinsson 4 (61. Archange Nkumu 5) Stjarnan (3-5-2): Haraldur Björnsson 5 - Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Óttar Bjarni Guðmundsson 5, Hörður Árnason 6 - Jósef Kristinn Jósefsson 6, Baldur Sigurðsson 7, Hilmar Árni Halldórsson 6, Jóhann Laxdal 5 (85. Kristófer Konráðsson -), Alex Þór Hauksson 3 (46. Eyjólfur Héðinsson 5) - Hólmbert Aron Friðjónsson 5, Guðjón Baldvinsson 5Srdjan Tufegdzic.Vísir/StefánTufa: Ekki í fyrsta skiptið sem dómgæsla hefur áhrif á stigasöfnun „Ég er ekki sáttur með stig í dag því það vorum við sem vorum að tapa stigum í dag. Við vorum mjög flottir frá fyrstu mínútu fram á þá síðustu. Mér fannst bara leikskipulagið ganga vel og við höfðum stjórn á leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Maður sá líka að dómarar höfðu mikil áhrif á úrslitin," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari KA eftir leikinn. KA-menn voru ekki par sáttir með dómara leiksins sem þeim fannst hafa haft stór áhrif á gang hans með dómum sem kom þeim heldur betur illa. Þeir voru ósáttir með rauða spjaldið hjá Aleksandar Trninic og vilja meina að brotið hafi verið á markverði sínum í jöfnunarmarkinu. Tufa var því ekki ánægður með dómara leiksins. „Rauða spjaldið á fyrsta skiptið sem við stöðvum skyndisókn en það er búið að brjóta tíu til tólf sinnum á okkur í skyndisókn. Þeir hefðu getað fengið rautt í tvígang fyrir markið hjá þeim áður en það kemur klárt brot á Rajkovic í markinu þeirra. Aðstoðardómarinn sér horn í 50-50 dæminu en sér ekki brot á markmanni sem er á marklínu í beinni línu við hann. Maður er sár því þetta er ekki í fyrsta skiptið sem dómari hefur áhrif á stigasöfnun okkar á heimavelli," sagði Tufa. Tufa vildi þó ekki taka neitt af Stjörnunni, sem hann telur mjög sterkt lið, en er ekki ánægður með dómgæsluna sem liðið hefur fengið gegn sér í sumar. „Fyrir mér er þetta brot og ekkert mark. Þetta er að sjálfsögðu mikill skellur því við höfum stjórn á leiknum og erum færri á vellinum en ég er stoltur af mínum mönnum sem stóðu sig vel gegn flottu liði Stjörnunnar. Ég ætla ekkert að vera að taka neitt af þeim, þetta er flott lið og berst um titilinn og við sýndum það í dag og í Garðabæ að við erum bara með gott lið eins og þeir en í bæði skiptin er eitthvað ótengt fótboltanum sem hefur áhrif á úrslit," sagði Tufa.Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/EyþórRúnar Páll: Öll stig telja „Við virðum þetta stig sem við fengum í dag. Við lentum undir og þurftum að sækja á mjög öflugan varnarleik KA-manna frá fyrstu mínútu. Þeir vörðust á teignum og gerðu það mjög vel svo ég er feginn að hafa fengið þetta jöfnunarmark því við herjuðum mikið á þá og fengum fullt af færum. KA hefði líka getað refsað okkur og komust í gott færi í lokin eftir skyndisókn svo ég er sáttur með stigið þó við höfum komið hingað að sækja öll stigin," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið gegn KA í kvöld. Mikill hiti var í leiknum og fullt af vafaatriðum sem hægt er að taka fyrir. Rúnar og hans menn í Stjörnunni voru töluvert sáttari með dómara leiksins en fundust hann þó hafa tekið kolranga ákvörðun með því að reka Hólmbert Aron útaf fyrir tvö væg spjöld. „Ég sá það ekki[Meint brot á markverði KA í jöfnunarmarkinu]. Ég var bara feginn að við jöfnuðum. Þetta var rautt á KA-manninn eftir gróft brot á Hilmari Árna. Hólmbert fær rautt fyrir tvö væg gul spjöld. Ég var ósáttur með það því Emil Lyng fær gult fyrir að henda sér fyrir markmanninn og gera sig breiðan en Hólmbert snýr baki í markvörðinn og er að labba til baka. Það er stór munur á spjöldunum. Að mínu viti var það ekki spjald en ég er ekki dómari," sagði Rúnar. Fyrirfram hefði Stjarnan kosið að koma frá Akureyri með þrjú stig til þess að geta sett aukna pressu á Val í titilbaráttunni. Rúnar ætlar ekki að syrgja tvö töpuð stig í kvöld og er sáttur með eitt í stað ekki neins. „Öll stig telja. Við sjáum til hvernig Valur gegn KR fer og við förum bara til Fjölnis og reynum að eiga góðan leik. Það er langt eftir og við spyrjum að leikslokum," sagði Rúnar. Almarr Ormarsson.Vísir/StefánAlmarr: Hefðum átt skilið þrjú stig „Við ætluðum okkur að vinna leikinn og miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá hefðum við alveg getað náð öllum stigunum en þetta varð mjög erfitt eftir að við misstum mann útaf. Mér fannst við berjast vel og hefðum átt skilið þrjú stig," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður KA, eftir leikinn. KA komst yfir á 41.mínútu en urðu manni færri snemma í seinni hálfleik og því kom mikil pressa frá Stjörnunni á vörn KA út leikinn. Almarr er sáttur með frammistöðu sinna manna. „Við vörðumst vel manni færri, þeir voru að ná nokkrum fyrirgjöfum og sköllum en við erum þéttir og höldum áfram. Ég er bara ánægður með baráttuna í mönnum," Mikið var af vafaatriðum í leiknum og vill Almarr meina að pirringur á meðal leikmanna hafi frekar beinst gegn dómara leiksins en öðrum leikmönnum. Hann segist ekki hafa verið sáttur með að mark Stjörnunnar fékk að standa. „Það voru nokkur vafaatriði sem menn voru ósáttir með í báðum liðum en mesti pirringurinn varð gagnvart dómaranum frekar en gegn hinu liðinu. Mér fannst markið hjá þeim vera ólöglegt en ég þarf að sjá það aftur til að geta dæmt um það því mér finnst vera keyrt inn í Rajkovic og það hlýtur að vera brot ef það er gert. Þeir voru eflaust ekki í góðri stöðu til að sjá það eða ég sá það eitthvað vitlaust en þetta var svekkjandi eftir alla þessa baráttu," sagði Almarr. Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar.Vísir/AntonBaldur: Dýrt að vera með tvo leikmenn í banni í næsta leik „Fyrirfram eru þetta tvö töpuð því öll stig eru dýrmæt þegar við viljum vera í þessari toppbaráttu. Eftir á að hyggja er þetta eflaust tvö töpuð fyrir KA því þeir spila sinn leik flott í dag en við náum að jafna einum manni fleiri svo við hefðum viljað skora sigurmarkið," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir jafnteflið í kvöld. Það þurfti mikla þolinmæði fyrir leikmenn Stjörnunnar við það að reyna að brjóta niður þétta vörn KA-manna og þó hann væri sáttur með eitt stig í stað ekki neins þá vildi Baldur að sínir menn hefðu skorað fyrr og sótt öll stigin verandi manni fleiri nær hálfan leikinn. „Við vorum ekki með stjórn í fyrri hálfleik og spiluðum hann frekar illa. Þeir spiluðu sinn leik vel og beittu hættulegum skyndisóknum. Það var ekkert flæði hjá okkur, þeir lokuðu á okkur og spiluðu boltanum á þau svæði sem þeir vildu og voru fljótir fram. Seinni hálfleikurinn spilast allt öðruvísi eftir að Trninic fær rautt spjald fyrir stórhættulega tæklingu og eftir það þá þurfa þeir að falla og ekki mikið í spilunum hjá þeim. Mér fannst við fá færin til að vinna þetta í dag og ef maður nýtir ekki þessi færi það er erfitt að spila gegn liðum sem eru manni færri og liggja svona djúpt en við fengum færin til að ná marki fyrr," Hiti var í leiknum og var Baldur ánægður með baráttuna en hann hrósaði Erlendi Eiríkssyni dómara leiksins fyrir dómgæsluna en setti út á dýrkeypt rautt spjald sem hann gaf Hólmberti Aroni í blá lok leiksins. „Við vissum að lið koma klár í baráttuna gegn okkur og við höfum verið kallaðir „bullies“ og að við spilum kraftabolta. Þessi leikur spilaðist þannig að það kom töluverður hiti en mér fannst Elli [dómari leiksins] standa sig mjög vel með stórar ákvarðanir nema fyrir þetta dýra rauða spjald á Hólmbert. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ótrúlegt að gefa manni gult spjald þegar hann snýr sér við og sér ekki markvörðinn. Þetta er dýrt og nú erum við með tvo leikmenn í banni í næsta leik," sagði Baldur. Pepsi Max-deild karla
KA og Stjarnan skildu jöfn í atkvæða miklum leik á Akureyrarvelli í kvöld í 15.umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn byrjaði afar rólega og hvorugt liðið gerði eitthvað að ráði fyrr en á 22.mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson leikmaður KA vann boltann af leikmanni Stjörnunnar og sólaði sig í gegnum varnarlínu þeirra áður en Hörður Árnason kom til bjargar á síðustu stundu og við það opnaðist leikurinn töluvert. Fullt af hálf færum voru í leiknum og hinum ýmsu vafa atriðum í dómgæslunni. Það byrjaði á því að Emil Lyng nældi sér í leikbann með því að stökkva fyrir markspyrnu Haralds Björnssonar, markvarðar Stjörnunnar. Algjör óþarfi og gæti reynst KA dýrkeypt. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA-mönnum yfir á 41.mínútu þegar Elfar Árni Aðalsteinsson sendir boltann inn fyrir vörn Stjörnunnar þar sem Ásgeir kemur á fleygiferð og kemur boltanum í netið. Frábær skyndisókn KA sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Á 54.mínútu dró til tíðinda þegar Aleksandar Trninic leikmaður KA fær beint rautt spjald fyrir seina og grófa tæklingu á Hilmar Árna Halldórsson, leikmann Stjörnunnar. Eftir það féllu KA-menn dýpra niður á völlinn og reyndu að verja stigið og pressan frá Stjörnunni jókst. Stjarnan átti fullt af ágætum færum en náðu þó ekki almennilega að ógna marki KA. Leikmenn þeirra áttu skalla í góðum stöðum í teignum og Baldur Sigurðsson átti til að mynda skot í stöng. Það varð fjör í leiknum í restina sem byrjaði á því að Óttar Bjarni Guðmundsson brýtur á Ásgeiri Sigurgeirssyni og kemur alltof seint í hliðina á honum þegar hann er að komast framhjá honum. KA-menn verða æfir og heimta rautt spjald sem verður aðeins til þess að Guðmann Þórisson, leikmaður KA sem er frá vegna meiðsla, var sendur af varamannabekknum og upp í stúku. Nokkrum andartökum síðar fær Emil Lyng, leikmaður KA, dauðafæri til að klára leikinn fyrir heimamenn en skot hans úr dauðafæri eftir skyndisókn fer framhjá. Það átti eftir að hafa reynst KA mönnum dýrkeypt því nokkrum andartökum síðar skorar Jósef Kristinn Jósefsson jöfnunarmark fyrir Stjörnuna af stuttu færi á 85.mínútu eftir atgang í teig KA. Vakti það ekki mikla kátínu meðal KA-manna sem vildu meina að brotið hafi verið á markverði sínum í markinu og það hefði ekki átt að standa. Það var svo á 96.mínútu að Hólmbert Aron Friðjónsson fær sitt annað gula spjald í leiknum og þar af leiðandi rautt eftir að hafa farið fyrir markspyrnu Rajkovic í marki KA. Afar dýrkeypt rautt spjald fyrir Stjörnuna. Liðin skildu því jöfn með eitt mark hvort og missti Stjarnan af góðu tækifæri til að saxa á forskot Vals og setja mikla pressu á þá. Af hverju varð jafnt? Bæði liðin sýndu góða takta í leiknum. Varnarleikur KA var gífurlega þéttur og skyndisóknir þeirra beinskeyttar. Stjörnumenn sýndu mikla þolinmæði og baráttu í því að ná seinbúnu jöfnunarmarki og ógnuðu með fínum fyrirgjöfum og sköllum. Bæði lið sköpuðu sér færi til að gera meira í leiknum en nýttu sér ekki og þar við situr. Hverjir stóðu upp úr? Það var í raun ekki einhverjir ákveðnir sem stóðu upp úr í leiknum. Baldur Sigurðsson var atkvæðamikill í leiknum og skilaði sér vel í teig KA-manna og Ásgeir Sigurgeirsson barðist vel, skoraði mark og ógnaði mikið með hraða sínum - sérstaklega í fyrri hálfleik. Miðverðir liðana stóðu sig líka mjög vel. Hvað gekk illa? Mikið var af vafaatriðum í leiknum sem gætu hafa haft áhrif á leikinn þegar upp er staðið hafi þau verið dæmd ranglega. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og fullt af óþarfa spjöldum og tæklingum litu dagsins ljós. Það mætti því segja að ákvarðana taka leikmanna í ákveðnum atvikum hafi ekki verið nægilega góð. Hvað gerist næst? KA mætir Víkingi Reykjavík í næstu umferð og Stjarnan mætir Fjölni. Stjarnan tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni og mega ekki við því að missa fleiri gegn Fjölni, KA siglir nokkuð lygnan sjó þessa dagana en þurfa að næla í fleiri stig til að forða sér frá því að dragast frekar í þétta baráttu við botninn. Bæði lið munu hafa leikmenn í banni sem gæti reynst þeim dýrkeypt.Einkunnir leikmanna:KA (4-2-3-1): Srdjan Rajkovic 5 - Hrannar Björn Steingrímsson 5, Callum Williams 6, Vedran Turkalj 5, Darko Bulatovic 5 - Almarr Ormarsson 6, Aleksandar Trninic 4- Hallgrímur Mar Steingrímsson 6 (83. Steinþór Freyr Þorsteinsson -), Emil Lyng 5, Ásgeir Sigurgeirsson 6 (95. Bjarki Þór Viðarsson-) - Elfar Árni Aðalsteinsson 4 (61. Archange Nkumu 5) Stjarnan (3-5-2): Haraldur Björnsson 5 - Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Óttar Bjarni Guðmundsson 5, Hörður Árnason 6 - Jósef Kristinn Jósefsson 6, Baldur Sigurðsson 7, Hilmar Árni Halldórsson 6, Jóhann Laxdal 5 (85. Kristófer Konráðsson -), Alex Þór Hauksson 3 (46. Eyjólfur Héðinsson 5) - Hólmbert Aron Friðjónsson 5, Guðjón Baldvinsson 5Srdjan Tufegdzic.Vísir/StefánTufa: Ekki í fyrsta skiptið sem dómgæsla hefur áhrif á stigasöfnun „Ég er ekki sáttur með stig í dag því það vorum við sem vorum að tapa stigum í dag. Við vorum mjög flottir frá fyrstu mínútu fram á þá síðustu. Mér fannst bara leikskipulagið ganga vel og við höfðum stjórn á leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Maður sá líka að dómarar höfðu mikil áhrif á úrslitin," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari KA eftir leikinn. KA-menn voru ekki par sáttir með dómara leiksins sem þeim fannst hafa haft stór áhrif á gang hans með dómum sem kom þeim heldur betur illa. Þeir voru ósáttir með rauða spjaldið hjá Aleksandar Trninic og vilja meina að brotið hafi verið á markverði sínum í jöfnunarmarkinu. Tufa var því ekki ánægður með dómara leiksins. „Rauða spjaldið á fyrsta skiptið sem við stöðvum skyndisókn en það er búið að brjóta tíu til tólf sinnum á okkur í skyndisókn. Þeir hefðu getað fengið rautt í tvígang fyrir markið hjá þeim áður en það kemur klárt brot á Rajkovic í markinu þeirra. Aðstoðardómarinn sér horn í 50-50 dæminu en sér ekki brot á markmanni sem er á marklínu í beinni línu við hann. Maður er sár því þetta er ekki í fyrsta skiptið sem dómari hefur áhrif á stigasöfnun okkar á heimavelli," sagði Tufa. Tufa vildi þó ekki taka neitt af Stjörnunni, sem hann telur mjög sterkt lið, en er ekki ánægður með dómgæsluna sem liðið hefur fengið gegn sér í sumar. „Fyrir mér er þetta brot og ekkert mark. Þetta er að sjálfsögðu mikill skellur því við höfum stjórn á leiknum og erum færri á vellinum en ég er stoltur af mínum mönnum sem stóðu sig vel gegn flottu liði Stjörnunnar. Ég ætla ekkert að vera að taka neitt af þeim, þetta er flott lið og berst um titilinn og við sýndum það í dag og í Garðabæ að við erum bara með gott lið eins og þeir en í bæði skiptin er eitthvað ótengt fótboltanum sem hefur áhrif á úrslit," sagði Tufa.Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/EyþórRúnar Páll: Öll stig telja „Við virðum þetta stig sem við fengum í dag. Við lentum undir og þurftum að sækja á mjög öflugan varnarleik KA-manna frá fyrstu mínútu. Þeir vörðust á teignum og gerðu það mjög vel svo ég er feginn að hafa fengið þetta jöfnunarmark því við herjuðum mikið á þá og fengum fullt af færum. KA hefði líka getað refsað okkur og komust í gott færi í lokin eftir skyndisókn svo ég er sáttur með stigið þó við höfum komið hingað að sækja öll stigin," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið gegn KA í kvöld. Mikill hiti var í leiknum og fullt af vafaatriðum sem hægt er að taka fyrir. Rúnar og hans menn í Stjörnunni voru töluvert sáttari með dómara leiksins en fundust hann þó hafa tekið kolranga ákvörðun með því að reka Hólmbert Aron útaf fyrir tvö væg spjöld. „Ég sá það ekki[Meint brot á markverði KA í jöfnunarmarkinu]. Ég var bara feginn að við jöfnuðum. Þetta var rautt á KA-manninn eftir gróft brot á Hilmari Árna. Hólmbert fær rautt fyrir tvö væg gul spjöld. Ég var ósáttur með það því Emil Lyng fær gult fyrir að henda sér fyrir markmanninn og gera sig breiðan en Hólmbert snýr baki í markvörðinn og er að labba til baka. Það er stór munur á spjöldunum. Að mínu viti var það ekki spjald en ég er ekki dómari," sagði Rúnar. Fyrirfram hefði Stjarnan kosið að koma frá Akureyri með þrjú stig til þess að geta sett aukna pressu á Val í titilbaráttunni. Rúnar ætlar ekki að syrgja tvö töpuð stig í kvöld og er sáttur með eitt í stað ekki neins. „Öll stig telja. Við sjáum til hvernig Valur gegn KR fer og við förum bara til Fjölnis og reynum að eiga góðan leik. Það er langt eftir og við spyrjum að leikslokum," sagði Rúnar. Almarr Ormarsson.Vísir/StefánAlmarr: Hefðum átt skilið þrjú stig „Við ætluðum okkur að vinna leikinn og miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá hefðum við alveg getað náð öllum stigunum en þetta varð mjög erfitt eftir að við misstum mann útaf. Mér fannst við berjast vel og hefðum átt skilið þrjú stig," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður KA, eftir leikinn. KA komst yfir á 41.mínútu en urðu manni færri snemma í seinni hálfleik og því kom mikil pressa frá Stjörnunni á vörn KA út leikinn. Almarr er sáttur með frammistöðu sinna manna. „Við vörðumst vel manni færri, þeir voru að ná nokkrum fyrirgjöfum og sköllum en við erum þéttir og höldum áfram. Ég er bara ánægður með baráttuna í mönnum," Mikið var af vafaatriðum í leiknum og vill Almarr meina að pirringur á meðal leikmanna hafi frekar beinst gegn dómara leiksins en öðrum leikmönnum. Hann segist ekki hafa verið sáttur með að mark Stjörnunnar fékk að standa. „Það voru nokkur vafaatriði sem menn voru ósáttir með í báðum liðum en mesti pirringurinn varð gagnvart dómaranum frekar en gegn hinu liðinu. Mér fannst markið hjá þeim vera ólöglegt en ég þarf að sjá það aftur til að geta dæmt um það því mér finnst vera keyrt inn í Rajkovic og það hlýtur að vera brot ef það er gert. Þeir voru eflaust ekki í góðri stöðu til að sjá það eða ég sá það eitthvað vitlaust en þetta var svekkjandi eftir alla þessa baráttu," sagði Almarr. Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar.Vísir/AntonBaldur: Dýrt að vera með tvo leikmenn í banni í næsta leik „Fyrirfram eru þetta tvö töpuð því öll stig eru dýrmæt þegar við viljum vera í þessari toppbaráttu. Eftir á að hyggja er þetta eflaust tvö töpuð fyrir KA því þeir spila sinn leik flott í dag en við náum að jafna einum manni fleiri svo við hefðum viljað skora sigurmarkið," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir jafnteflið í kvöld. Það þurfti mikla þolinmæði fyrir leikmenn Stjörnunnar við það að reyna að brjóta niður þétta vörn KA-manna og þó hann væri sáttur með eitt stig í stað ekki neins þá vildi Baldur að sínir menn hefðu skorað fyrr og sótt öll stigin verandi manni fleiri nær hálfan leikinn. „Við vorum ekki með stjórn í fyrri hálfleik og spiluðum hann frekar illa. Þeir spiluðu sinn leik vel og beittu hættulegum skyndisóknum. Það var ekkert flæði hjá okkur, þeir lokuðu á okkur og spiluðu boltanum á þau svæði sem þeir vildu og voru fljótir fram. Seinni hálfleikurinn spilast allt öðruvísi eftir að Trninic fær rautt spjald fyrir stórhættulega tæklingu og eftir það þá þurfa þeir að falla og ekki mikið í spilunum hjá þeim. Mér fannst við fá færin til að vinna þetta í dag og ef maður nýtir ekki þessi færi það er erfitt að spila gegn liðum sem eru manni færri og liggja svona djúpt en við fengum færin til að ná marki fyrr," Hiti var í leiknum og var Baldur ánægður með baráttuna en hann hrósaði Erlendi Eiríkssyni dómara leiksins fyrir dómgæsluna en setti út á dýrkeypt rautt spjald sem hann gaf Hólmberti Aroni í blá lok leiksins. „Við vissum að lið koma klár í baráttuna gegn okkur og við höfum verið kallaðir „bullies“ og að við spilum kraftabolta. Þessi leikur spilaðist þannig að það kom töluverður hiti en mér fannst Elli [dómari leiksins] standa sig mjög vel með stórar ákvarðanir nema fyrir þetta dýra rauða spjald á Hólmbert. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ótrúlegt að gefa manni gult spjald þegar hann snýr sér við og sér ekki markvörðinn. Þetta er dýrt og nú erum við með tvo leikmenn í banni í næsta leik," sagði Baldur.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti