Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 3-2 | Langþráður sigur Grindavíkur eftir dramatík Smári Jökull Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 21:15 Andri Rúnar Bjarnason er markahæstur í Pepsi-deildinni. vísir/stefán Grindvíkingar unnu langþráðan sigur í dag þegar þeir lögðu ÍA 3-2 á heimavelli eftir mikla dramatík. Skagamenn komust tvisvar yfir í leiknum en heimamenn jöfnuðu úr tveimur vítaspyrnum áður en Juan Manuel Ortiz Jimenez skoraði sigurmarkið á 84.mínútu eftir að hafa komið inn sem varamaður fimmtán mínútum áður. Fyrri hálfleikur var rólegur framan af. Þórður Þorsteinn Þórðarson fór illa með gott færi snemma í hálfleiknum og þá voru Grindvíkingar klaufar undir lok hans þegar þeir fengu nokkur góð tækifæri til að skora. Það var því markalaust eftir fyrri hálfleikinn en annað var uppi á teningunum í þeim síðari. Á 51.mínútu kom Þórður Þorsteinn ÍA yfir með góðu skoti úr teignum sem Kristijan Jajalo réði ekki við. Rúmum tíu mínútum síðar náði Alexander Veigar Þórarinsson síðan í vítaspyrnu sem markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason skoraði úr af öryggi og jafnaði metin. Margir héldu að heimamenn myndu ganga á lagið eftir þetta og það var því eins og köld vatnsgusa framan í þá þegar Garðar Gunnlaugsson kom ÍA yfir á nýjan leik með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Staðan orðin 2-1 fyrir ÍA. Við þetta féllu Skagamenn aftar á völlinn og ætluðu að verja stigin þrjú. Þeim gekk ágætlega þar til á 80.mínútu þegar varamaðurinn Juan Ortiz náði í aðra vítaspyrnu. Þóroddur Hjaltalín sá ekki ástæðu til að flauta en benti á punktinn eftir ábendingu aðstoðardómara síns. Andri Rúnar fór aftur á punktinn og skoraði sitt fjórtánda mark í Pepsi-deildinni. Það var svo Juan Ortiz sem skoraði sigurmark Grindavíkur á 84.mínútu þegar hann potaði boltanum inn af fjærstöng eftir sendingu Simon Smidt sem einnig hafði komið inn af bekknum. Það sem eftir lifði leik pressuðu Skagamenn og gerðu sig líklega í nokkur skipti. Juan Ortiz lét reka sig útaf í uppbótartíma þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot. Gestunum tókst hins vegar ekki að jafna og Grindavík fagnaði vel langþráðum sigri.Af hverju vann Grindavík?Þeir sýndu ótrúlega seiglu og gáfust aldrei upp þrátt fyrir að hafa lent tvisvar undir. Þeir voru heppnir að fá þessar tvær vítaspyrnur og sérstaklega er hægt að setja spurningarmerki við síðari dóminn en þá var dæmt á bakhrindingu í teignum. Skagamenn voru klaufar í sínum varnarleik eftir að hafa verið komnir með forystuna. Þeir voru ekki nógu þéttir fyrir og Grindvíkingar nýttu sér það vel.Hverjir stóðu upp úr?Hjá ÍA var Árni Snær Ólafsson góður í markinu þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk. Tvö þeirra komu úr vítaspyrnum og það er eriftt að sjá að hann hafi átt einhverja sök í þriðja markinu. Arnar Már Guðjónsson var ágætur á miðjunni sömuleiðis. Hjá Grindvíkingum var Milos Zeravica öflugur á miðjunni og þá átti Alexander Veigar Þórarinsson ágæta spretti þó svo að hann hafi farið illa með færi í fyrri hálfleiknum. Innkoma Juan Manuel Ortiz Jimenez breytti leik Grindvíkinga. Hann kom inn í stöðunni 2-1, fékk vítið sem Andri Rúnar jafnaði úr og skoraði síðan sigumarkið. Þrátt fyrir að hafa látið reka sig útaf í lokin fær hann nafnbótina maður leiksins.Hvað gekk illa?Augljóslega gekk Skagamönnum bölvanlega að halda forystu. Fyrir leikinn hefði Gunnlaugur þjálfari vafalaust þegið tvö mörk á útivelli með þökkum en í þetta sinn var það varnarleikurinn sem brást þeim. Grindvíkingar hefðu átt að skora í fyrri hálfleiknum og nýta sér betur hversu vel þeir voru í raun að spila á löngum köflum. Varnarlega voru þeir allt of varkárir þegar Þórður kom Skagamönnum yfir og þá voru þeir klaufar að gefa frá sér aukaspyrnur við teiginn í nokkur skipti. Garðar nýtti sér það vel þegar hann skoraði annað mark ÍA.Hvað gerist næst?Skagamenn eiga algjöran lykilleik í næstu umferð þegar þeir taka á móti ÍBV á Akranesi. Liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar en Eyjamenn eiga leik til góða á miðvikudag gegn liðinu í 10.sæti, Víkingi frá Ólafsvík. Tapi Skagamenn þessum leik lítur allt út fyrir að þeir spili í Inkasso-deildinni á næsta ári. Grindvíkingar halda sér í baráttu um Evrópusæti með sigrinum í kvöld en eiga næst útileik gegn toppliði Vals. Þeir geta mætt þangað örlítið rólegri eftir að hafa unnið fyrsta sigur sinn í fimm leikjum í kvöld og gætu vel strítt Valsliðinu að Hlíðarenda.Maður leiksins: Juan Manuel Ortiz Jimenez, Grindavík.Einkunnir má sjá með því að smella á flipann Liðin hér fyrir ofan Óli Stefán: Rosalega stoltur og ánægðurÓli Stefán var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/andri marinó„Ég er rosalega stoltur og ánægður með strákana í dag. Við lögðum mikið í leikinn og spennustigið var gríðarlega hátt eins og menn kannski sáu. Við héldum skipulagi allan tímann og áttum að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik og þá fara menn að hugsa nei, ekki aftur, ekki aftur en strákarnir héldu áfram og uppskáru eftir því,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir sigurinn gegn ÍA í kvöld. Grindvíkingar bættu við sig mönnum í félagaskiptaglugganum og Óli Stefán hafði talað um að þá vantaði menn sem gætu komið inn af bekknum og breytt leikjum. Það gerðu þeir Juan Manuel Ortiz og Simon Smidt í dag. Juan Manuel náði í víti og skoraði síðan sigurmarkið eftir sendingu Smidt. „Þetta er einmitt það sem við höfum talað um að við getum sett inn leikmenn til að breyta leikjum. Þeir gerðu það svo sannarlega í dag og Juan Manuel er búinn að koma sterkur inn í síðustu leikjum með mikinn kraft. Ég er ofboðslega ánægður fyrir hans hönd því hann er búinn að vera í miklum meiðslum og vera ótrúlega duglegur að koma til baka.“ Óli Stefán talaði um það um daginn að Grindvíkingar þyrftu eitt stig til að ná markmiðum sínum fyrir mót. Það stig var langsótt en kom loks í dag. Fara þeir nú að skoða önnur markmið? „Við höldum bara áfram að príla og reyna að gera betur en Grindavík hefur gert áður. Það er 31 stig og það er eitthvað sem við höldum hjá okkur. Aðalmálið núna er að vinna leik fyrir leik. Við þurftum að einbeita okkur vel að þessu verkefni því Skaginn er með rosalega kröftugt lið." "Mig langar bara að óska þeim velfarnaðar í þeirri baráttu sem þeir eiga framundan því þeir lögðu hjarta og sál í þennan leik í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum. Gunnlaugur: Högg í magann að tapa þessuGunnlaugur Jónsson segir að Skagamenn muni ekki gefast upp þrátt fyrir erfiða stöðu í Pepsi-deildinni.vísir/ernir„Fyrst og fremst eru þetta gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn sterkt og erum betri aðilinn fyrstu 30-35 mínúturnar. Við fáum ágæt færi en þeir fá síðan færi undir lok fyrri hálfleiks. Við byrjum síðan aftur sterkt og komust yfir og í stöðunni 2-1 hélt ég að við myndum loka hreinlega markinu. Því miður þá gefum við þetta frá okkur með frekar slökum varnarleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir grátlegt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir í dag en misstu forystuna niður áður en Grindvíkingar skoruðu sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir. „Það sem við náum upp gegn KR er ofboðslegur þéttleiki og hrikaleg vinnusemi þar sem hjálparvörn var alltaf til staðar. Við erum opnir í dag full glannalega og við erum ekki eins þéttir og við vorum gegn KR. Það er eitthvað sem ég er ósáttur með og við þurfum að skoða það og laga.“ Grindvíkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í dag og voru Skagamenn sérstaklega ósáttir með seinna vítið sem annar aðstoðardómarinn dæmdi. Hvað fannst Gunnlaugi um þessa dóma? „Því miður er ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst seinna vítið frekar „soft“ eftir því sem leikmenn segja. Við eigum klárlega að fá víti í fyrri hálfleik en svona er þetta. Við þurfum bara að horfa í næsta leik og það er heldur betur stórleikur gegn ÍBV,“ en ÍA er þremur stigum á eftir Eyjamönnum í neðsta sæti deildarinnar og á ÍBV leik til góða gegn Ólsurum á miðvikudag. „Við ætluðum að koma hingað í dag og taka þrjú stig. Það er ljóst að við þurfum að gíra okkur hrikalega upp gegn ÍBV og vinnan í þessari viku snýst um það hvernig við ætlum að ná í þrjú stig.“ „Þetta er vissulega högg í magann að ná forystu tvisvar og tapa svo leiknum. Við þurfum að vera menn að taka því og vera menn að mæta til leiks á Akranesi. Það er enn von og á meðan hún er þá gefumst við ekki upp.“ Alexander: Ég gæti hafa sótt hana örlítiðAlexander Veigar Þórarinsson í baráttunni fyrr í sumar.VísirAlexander Veigar Þórarinsson átti ágætan leik fyrir Grindavík í sigrinum í kvöld. „Við spiluðum flottan fótbolta allan þennan leik. Við gerðum það líka í síðasta leik og þar síðasta. Loksins féll þetta með okkur en við erum ljómandi sáttir með að það hafi gert það.“ Grindvíkingar höfðu tapað fjórum leikjum í röð í Pepsi-deildinni áður en kom að leiknum í dag. Var þessi taphrina farin að fara á sálina á leikmönnum liðsins? „Alveg pottþétt. Það er óhjákvæmilegt þegar menn tapa svona mörgum í röð. Við höfðum alltaf trú og þegar menn eru að spila vel þá er ekkert annað en að halda áfram.“ Alexander Veigar fékk dæmda vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason jafnaði síðan úr fyrir Grindvíkinga. Var það réttur dómur að dæma víti? „Sko, ég myndi segja 50/50. Við eigum eftir að sjá þetta í sjónvarpinu og þá lítur illa út ef ég segi já. Hann fór klárlega í mig en hvort hann stóð kyrr, ég veit ekki. Þetta gerist mjög hratt og það var snerting en ég gæti hafa sótt hana örlítið,“ sagði Alexander Veigar að lokum. Garðar: Hann veit ekkert hver brautGarðar Gunnlaugsson skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu í leiknum í kvöld.Vísir/ErnirGarðar Gunnlaugsson var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamann Vísis að leik loknum í kvöld. „Þetta er hrikalega svekkjandi. Við komumst tvisvar yfir og eigum góðan möguleika á að klára leikinn. Svekkjandi að missa þetta niður,“ sagði Garðar en ÍA komst tvisvar yfir í leiknum. Garðar skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 68.mínútu og hélt að það myndi fara langleiðina með að tryggja Skagamönnum stigin þrjú. Hann var ekki sáttur með seinni vítaspyrnuna sem Grindvíkingar fengu í kvöld. „Já, ég hélt að við værum að fara að landa sigri. Mér fannst það einhvern veginn. Síðan fáum við á okkur þetta seinna víti sem ég set stórt spurningamerki við. Línuvörðurinn dæmir í 20 metra fjarlægð og þegar hann er spurður hver braut þá veit hann það ekki. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Skagamenn eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti auk þess sem liðin í sætunum fyrir ofan eiga innbyrðis leik til góða nú á miðvikudag. Þeir mæta síðan ÍBV í næstu umferð sem er þremur stigum á undan ÍA í 11.sæti Pepsi-deildarinnar. „Þetta verður stærsti leikurinn á sumrinu og hver leikur sem er eftir er bara bikarúrslitaleikur fyrir okkur. Við verðum að einbeita okkur að næsta leik og munum undirbúa okkur vel í vikunni,“ sagði Garðar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnlaugur: Högg í magann að tapa þessu 14. ágúst 2017 20:33
Grindvíkingar unnu langþráðan sigur í dag þegar þeir lögðu ÍA 3-2 á heimavelli eftir mikla dramatík. Skagamenn komust tvisvar yfir í leiknum en heimamenn jöfnuðu úr tveimur vítaspyrnum áður en Juan Manuel Ortiz Jimenez skoraði sigurmarkið á 84.mínútu eftir að hafa komið inn sem varamaður fimmtán mínútum áður. Fyrri hálfleikur var rólegur framan af. Þórður Þorsteinn Þórðarson fór illa með gott færi snemma í hálfleiknum og þá voru Grindvíkingar klaufar undir lok hans þegar þeir fengu nokkur góð tækifæri til að skora. Það var því markalaust eftir fyrri hálfleikinn en annað var uppi á teningunum í þeim síðari. Á 51.mínútu kom Þórður Þorsteinn ÍA yfir með góðu skoti úr teignum sem Kristijan Jajalo réði ekki við. Rúmum tíu mínútum síðar náði Alexander Veigar Þórarinsson síðan í vítaspyrnu sem markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason skoraði úr af öryggi og jafnaði metin. Margir héldu að heimamenn myndu ganga á lagið eftir þetta og það var því eins og köld vatnsgusa framan í þá þegar Garðar Gunnlaugsson kom ÍA yfir á nýjan leik með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Staðan orðin 2-1 fyrir ÍA. Við þetta féllu Skagamenn aftar á völlinn og ætluðu að verja stigin þrjú. Þeim gekk ágætlega þar til á 80.mínútu þegar varamaðurinn Juan Ortiz náði í aðra vítaspyrnu. Þóroddur Hjaltalín sá ekki ástæðu til að flauta en benti á punktinn eftir ábendingu aðstoðardómara síns. Andri Rúnar fór aftur á punktinn og skoraði sitt fjórtánda mark í Pepsi-deildinni. Það var svo Juan Ortiz sem skoraði sigurmark Grindavíkur á 84.mínútu þegar hann potaði boltanum inn af fjærstöng eftir sendingu Simon Smidt sem einnig hafði komið inn af bekknum. Það sem eftir lifði leik pressuðu Skagamenn og gerðu sig líklega í nokkur skipti. Juan Ortiz lét reka sig útaf í uppbótartíma þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot. Gestunum tókst hins vegar ekki að jafna og Grindavík fagnaði vel langþráðum sigri.Af hverju vann Grindavík?Þeir sýndu ótrúlega seiglu og gáfust aldrei upp þrátt fyrir að hafa lent tvisvar undir. Þeir voru heppnir að fá þessar tvær vítaspyrnur og sérstaklega er hægt að setja spurningarmerki við síðari dóminn en þá var dæmt á bakhrindingu í teignum. Skagamenn voru klaufar í sínum varnarleik eftir að hafa verið komnir með forystuna. Þeir voru ekki nógu þéttir fyrir og Grindvíkingar nýttu sér það vel.Hverjir stóðu upp úr?Hjá ÍA var Árni Snær Ólafsson góður í markinu þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk. Tvö þeirra komu úr vítaspyrnum og það er eriftt að sjá að hann hafi átt einhverja sök í þriðja markinu. Arnar Már Guðjónsson var ágætur á miðjunni sömuleiðis. Hjá Grindvíkingum var Milos Zeravica öflugur á miðjunni og þá átti Alexander Veigar Þórarinsson ágæta spretti þó svo að hann hafi farið illa með færi í fyrri hálfleiknum. Innkoma Juan Manuel Ortiz Jimenez breytti leik Grindvíkinga. Hann kom inn í stöðunni 2-1, fékk vítið sem Andri Rúnar jafnaði úr og skoraði síðan sigumarkið. Þrátt fyrir að hafa látið reka sig útaf í lokin fær hann nafnbótina maður leiksins.Hvað gekk illa?Augljóslega gekk Skagamönnum bölvanlega að halda forystu. Fyrir leikinn hefði Gunnlaugur þjálfari vafalaust þegið tvö mörk á útivelli með þökkum en í þetta sinn var það varnarleikurinn sem brást þeim. Grindvíkingar hefðu átt að skora í fyrri hálfleiknum og nýta sér betur hversu vel þeir voru í raun að spila á löngum köflum. Varnarlega voru þeir allt of varkárir þegar Þórður kom Skagamönnum yfir og þá voru þeir klaufar að gefa frá sér aukaspyrnur við teiginn í nokkur skipti. Garðar nýtti sér það vel þegar hann skoraði annað mark ÍA.Hvað gerist næst?Skagamenn eiga algjöran lykilleik í næstu umferð þegar þeir taka á móti ÍBV á Akranesi. Liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar en Eyjamenn eiga leik til góða á miðvikudag gegn liðinu í 10.sæti, Víkingi frá Ólafsvík. Tapi Skagamenn þessum leik lítur allt út fyrir að þeir spili í Inkasso-deildinni á næsta ári. Grindvíkingar halda sér í baráttu um Evrópusæti með sigrinum í kvöld en eiga næst útileik gegn toppliði Vals. Þeir geta mætt þangað örlítið rólegri eftir að hafa unnið fyrsta sigur sinn í fimm leikjum í kvöld og gætu vel strítt Valsliðinu að Hlíðarenda.Maður leiksins: Juan Manuel Ortiz Jimenez, Grindavík.Einkunnir má sjá með því að smella á flipann Liðin hér fyrir ofan Óli Stefán: Rosalega stoltur og ánægðurÓli Stefán var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/andri marinó„Ég er rosalega stoltur og ánægður með strákana í dag. Við lögðum mikið í leikinn og spennustigið var gríðarlega hátt eins og menn kannski sáu. Við héldum skipulagi allan tímann og áttum að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik og þá fara menn að hugsa nei, ekki aftur, ekki aftur en strákarnir héldu áfram og uppskáru eftir því,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir sigurinn gegn ÍA í kvöld. Grindvíkingar bættu við sig mönnum í félagaskiptaglugganum og Óli Stefán hafði talað um að þá vantaði menn sem gætu komið inn af bekknum og breytt leikjum. Það gerðu þeir Juan Manuel Ortiz og Simon Smidt í dag. Juan Manuel náði í víti og skoraði síðan sigurmarkið eftir sendingu Smidt. „Þetta er einmitt það sem við höfum talað um að við getum sett inn leikmenn til að breyta leikjum. Þeir gerðu það svo sannarlega í dag og Juan Manuel er búinn að koma sterkur inn í síðustu leikjum með mikinn kraft. Ég er ofboðslega ánægður fyrir hans hönd því hann er búinn að vera í miklum meiðslum og vera ótrúlega duglegur að koma til baka.“ Óli Stefán talaði um það um daginn að Grindvíkingar þyrftu eitt stig til að ná markmiðum sínum fyrir mót. Það stig var langsótt en kom loks í dag. Fara þeir nú að skoða önnur markmið? „Við höldum bara áfram að príla og reyna að gera betur en Grindavík hefur gert áður. Það er 31 stig og það er eitthvað sem við höldum hjá okkur. Aðalmálið núna er að vinna leik fyrir leik. Við þurftum að einbeita okkur vel að þessu verkefni því Skaginn er með rosalega kröftugt lið." "Mig langar bara að óska þeim velfarnaðar í þeirri baráttu sem þeir eiga framundan því þeir lögðu hjarta og sál í þennan leik í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum. Gunnlaugur: Högg í magann að tapa þessuGunnlaugur Jónsson segir að Skagamenn muni ekki gefast upp þrátt fyrir erfiða stöðu í Pepsi-deildinni.vísir/ernir„Fyrst og fremst eru þetta gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn sterkt og erum betri aðilinn fyrstu 30-35 mínúturnar. Við fáum ágæt færi en þeir fá síðan færi undir lok fyrri hálfleiks. Við byrjum síðan aftur sterkt og komust yfir og í stöðunni 2-1 hélt ég að við myndum loka hreinlega markinu. Því miður þá gefum við þetta frá okkur með frekar slökum varnarleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir grátlegt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir í dag en misstu forystuna niður áður en Grindvíkingar skoruðu sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir. „Það sem við náum upp gegn KR er ofboðslegur þéttleiki og hrikaleg vinnusemi þar sem hjálparvörn var alltaf til staðar. Við erum opnir í dag full glannalega og við erum ekki eins þéttir og við vorum gegn KR. Það er eitthvað sem ég er ósáttur með og við þurfum að skoða það og laga.“ Grindvíkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í dag og voru Skagamenn sérstaklega ósáttir með seinna vítið sem annar aðstoðardómarinn dæmdi. Hvað fannst Gunnlaugi um þessa dóma? „Því miður er ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst seinna vítið frekar „soft“ eftir því sem leikmenn segja. Við eigum klárlega að fá víti í fyrri hálfleik en svona er þetta. Við þurfum bara að horfa í næsta leik og það er heldur betur stórleikur gegn ÍBV,“ en ÍA er þremur stigum á eftir Eyjamönnum í neðsta sæti deildarinnar og á ÍBV leik til góða gegn Ólsurum á miðvikudag. „Við ætluðum að koma hingað í dag og taka þrjú stig. Það er ljóst að við þurfum að gíra okkur hrikalega upp gegn ÍBV og vinnan í þessari viku snýst um það hvernig við ætlum að ná í þrjú stig.“ „Þetta er vissulega högg í magann að ná forystu tvisvar og tapa svo leiknum. Við þurfum að vera menn að taka því og vera menn að mæta til leiks á Akranesi. Það er enn von og á meðan hún er þá gefumst við ekki upp.“ Alexander: Ég gæti hafa sótt hana örlítiðAlexander Veigar Þórarinsson í baráttunni fyrr í sumar.VísirAlexander Veigar Þórarinsson átti ágætan leik fyrir Grindavík í sigrinum í kvöld. „Við spiluðum flottan fótbolta allan þennan leik. Við gerðum það líka í síðasta leik og þar síðasta. Loksins féll þetta með okkur en við erum ljómandi sáttir með að það hafi gert það.“ Grindvíkingar höfðu tapað fjórum leikjum í röð í Pepsi-deildinni áður en kom að leiknum í dag. Var þessi taphrina farin að fara á sálina á leikmönnum liðsins? „Alveg pottþétt. Það er óhjákvæmilegt þegar menn tapa svona mörgum í röð. Við höfðum alltaf trú og þegar menn eru að spila vel þá er ekkert annað en að halda áfram.“ Alexander Veigar fékk dæmda vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason jafnaði síðan úr fyrir Grindvíkinga. Var það réttur dómur að dæma víti? „Sko, ég myndi segja 50/50. Við eigum eftir að sjá þetta í sjónvarpinu og þá lítur illa út ef ég segi já. Hann fór klárlega í mig en hvort hann stóð kyrr, ég veit ekki. Þetta gerist mjög hratt og það var snerting en ég gæti hafa sótt hana örlítið,“ sagði Alexander Veigar að lokum. Garðar: Hann veit ekkert hver brautGarðar Gunnlaugsson skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu í leiknum í kvöld.Vísir/ErnirGarðar Gunnlaugsson var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamann Vísis að leik loknum í kvöld. „Þetta er hrikalega svekkjandi. Við komumst tvisvar yfir og eigum góðan möguleika á að klára leikinn. Svekkjandi að missa þetta niður,“ sagði Garðar en ÍA komst tvisvar yfir í leiknum. Garðar skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 68.mínútu og hélt að það myndi fara langleiðina með að tryggja Skagamönnum stigin þrjú. Hann var ekki sáttur með seinni vítaspyrnuna sem Grindvíkingar fengu í kvöld. „Já, ég hélt að við værum að fara að landa sigri. Mér fannst það einhvern veginn. Síðan fáum við á okkur þetta seinna víti sem ég set stórt spurningamerki við. Línuvörðurinn dæmir í 20 metra fjarlægð og þegar hann er spurður hver braut þá veit hann það ekki. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Skagamenn eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti auk þess sem liðin í sætunum fyrir ofan eiga innbyrðis leik til góða nú á miðvikudag. Þeir mæta síðan ÍBV í næstu umferð sem er þremur stigum á undan ÍA í 11.sæti Pepsi-deildarinnar. „Þetta verður stærsti leikurinn á sumrinu og hver leikur sem er eftir er bara bikarúrslitaleikur fyrir okkur. Við verðum að einbeita okkur að næsta leik og munum undirbúa okkur vel í vikunni,“ sagði Garðar að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti