Leiðtogakjör í Reykjavík Árni Árnason skrifar 15. ágúst 2017 08:00 Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðustu viku, var samþykkt tillaga þess efnis, að farin verði blönduð leið við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gærmorgun lagði ég fram tillöguna sem felur í sér leiðtogakjör um fyrsta sæti framboðslistans. Einstaka sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast telja þessa tillögu ólýðræðislega. Það er misskilningur. Tillagan felur í sér að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kosningarétt í leiðtogakjörinu. Uppstillinganefnd kjörin af fulltrúaráðsmeðlimum mun hins vegar raða í önnur sæti listans. Það eru þrjár meginástæður þess að ég tel þessa leið besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík: Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt erfitt uppdráttar í borginni síðustu misserin. Þegar kannanir eru skoðaðar er augljóst að flokkurinn á æ minni samhljóm með konum og yngri kjósendum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tefldum við fram þremur karlmönnum í efstu sætunum sem skýrir að stóru leyti áhugaleysi þessara tveggja hópa. Nái tillagan mín fram að ganga getum við komið í veg fyrir skertan hlut kvenna og ungs fólks í stjórnmálaþátttöku innan Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi er staðan í borginni með þeim hætti að úthverfi hennar upplifa sig í æ minni tengslum við stjórnsýslu og þjónustustig borgarinnar. Stór hluti borgarfulltrúa sem nú eiga sæti í borgarstjórn takmarkast við miðborgina. Reykjavík er stórborg og hver íbúi er mikilvægur í heildar samhenginu og því ber að tefla fram framboðslista sem tekur tillit til kyns, aldurs og búsetu innan borgarmarkanna til að endurspegla flóru borgarinnar. Í þriðja lagi þarf flokkurinn að sýna þor og áræði til að fara nýjar leiðir og draga lærdóm af deyfð og kosningaósigrum í Reykjavík á undanförnum árum. Vörður hélt fjölmennt, gróskumikið og afar vel heppnað Reykjavíkurþing núna í vor þar sem grasrót flokksins í Reykjavík náði víðtækri samstöðu um meginstefnumál flokksins í borgarmálum. Sú framtíðarsýn sem þar var mótuð er alfarið og augljóslega í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sá einhugur og styrkleiki sem þar ríkti styrkir mig í þeirri trú að blandaða leiðin muni skila frambærilegum framboðslista sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn að raunverulegum valkosti fyrir kjósendur og eiga samleið með þeim í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, einn og sér, hélt meirihluta í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun flokksins til 1978 og aftur 1982 til 1994. Hann hefur mest náð 10 borgarfulltrúum en hefur nú aðeins fjóra. Sagan sýnir okkur því að stefna Sjálfstæðisflokksins á fullt erindi til kjósenda sem eru orðnir langþreyttir á forsjárhyggju og aðgerðarleysi vinstri flokkanna. Til að ná vopnum okkar og fyrri styrk, þurfum við einungis að sýna vilja, kjark og samstöðu á fulltrúaráðsfundinum, styðja tillöguna og stuðla þar með að farsælum framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélagnna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðustu viku, var samþykkt tillaga þess efnis, að farin verði blönduð leið við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gærmorgun lagði ég fram tillöguna sem felur í sér leiðtogakjör um fyrsta sæti framboðslistans. Einstaka sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast telja þessa tillögu ólýðræðislega. Það er misskilningur. Tillagan felur í sér að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kosningarétt í leiðtogakjörinu. Uppstillinganefnd kjörin af fulltrúaráðsmeðlimum mun hins vegar raða í önnur sæti listans. Það eru þrjár meginástæður þess að ég tel þessa leið besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík: Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt erfitt uppdráttar í borginni síðustu misserin. Þegar kannanir eru skoðaðar er augljóst að flokkurinn á æ minni samhljóm með konum og yngri kjósendum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tefldum við fram þremur karlmönnum í efstu sætunum sem skýrir að stóru leyti áhugaleysi þessara tveggja hópa. Nái tillagan mín fram að ganga getum við komið í veg fyrir skertan hlut kvenna og ungs fólks í stjórnmálaþátttöku innan Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi er staðan í borginni með þeim hætti að úthverfi hennar upplifa sig í æ minni tengslum við stjórnsýslu og þjónustustig borgarinnar. Stór hluti borgarfulltrúa sem nú eiga sæti í borgarstjórn takmarkast við miðborgina. Reykjavík er stórborg og hver íbúi er mikilvægur í heildar samhenginu og því ber að tefla fram framboðslista sem tekur tillit til kyns, aldurs og búsetu innan borgarmarkanna til að endurspegla flóru borgarinnar. Í þriðja lagi þarf flokkurinn að sýna þor og áræði til að fara nýjar leiðir og draga lærdóm af deyfð og kosningaósigrum í Reykjavík á undanförnum árum. Vörður hélt fjölmennt, gróskumikið og afar vel heppnað Reykjavíkurþing núna í vor þar sem grasrót flokksins í Reykjavík náði víðtækri samstöðu um meginstefnumál flokksins í borgarmálum. Sú framtíðarsýn sem þar var mótuð er alfarið og augljóslega í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sá einhugur og styrkleiki sem þar ríkti styrkir mig í þeirri trú að blandaða leiðin muni skila frambærilegum framboðslista sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn að raunverulegum valkosti fyrir kjósendur og eiga samleið með þeim í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, einn og sér, hélt meirihluta í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun flokksins til 1978 og aftur 1982 til 1994. Hann hefur mest náð 10 borgarfulltrúum en hefur nú aðeins fjóra. Sagan sýnir okkur því að stefna Sjálfstæðisflokksins á fullt erindi til kjósenda sem eru orðnir langþreyttir á forsjárhyggju og aðgerðarleysi vinstri flokkanna. Til að ná vopnum okkar og fyrri styrk, þurfum við einungis að sýna vilja, kjark og samstöðu á fulltrúaráðsfundinum, styðja tillöguna og stuðla þar með að farsælum framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélagnna í Reykjavík
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun